Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 22
ALYKTANIR AÐALFUNDAR 1997 1. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 skorar á Alþingi að leiða aftur í lög bein og ótvíræð tengsl milli launa í landinu og bótaupphæða í tryggingakerfinu. Nú er aðeins í gildi bráðabirgðaákvæði hér að lútandi með mjög óljósri viðmiðun en einnig það fellur niður um næstu áramót. Við gerð síðustu kjarasamninga var það megin- krafa Öryrkjabandalags íslands að launakjör örorku- lífeyrisþega fylgdu a.m.k. lágmarkslaunum þeim sem um yrði samið á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir all- nokkra prósentuhækkun bóta á árinu ná þær þó hvergi nærri þessum lágmarkslaunum. Velferðarsamfélagi er ekki annað sæmandi en tryggja lífeyrisþegum öllum þau lágmarks- laun, sem í landinu gilda hverju sinni. Aðalfundurinn skorar því á Alþingi að tryggja örorkulífeyrisþegum slíkan lögvarinn rétt. 2. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands skorar á heil- brigðis-og tryggingaráðherra að stórhækka vasapeninga þeirra sem dvelja á sérstökum heimilum fatlaðra og sjúkrastofnunum. I dag nemur þessi upphæð einungis 11.589,- krónum á mánuði og verður að nægja til allra annarra þarfa fólksins en fæðis og húsnæðis. Þetta er vel- ferðarþjóðfélagi okkar til vansa og sjálfsögð réttlætiskrafa að vasapeningamir hækki verulega. 3. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands skorar á heilbrigðis-og tryggingaráðherra að sjá til þess að um hjálpartæki fólks á heimilum fatlaðra og sjúkrastofnunum gildi sömu reglur og almennt gilda hjá Tryggingastofnun ríkisins. Það er óþolandi mannréttindabrot að fólk glati einstaklingsrétti sínum til hjálpartækja, ef það þarf að dvelja á heimilum fatlaðra. Hérverður ein regla að gilda um alla. 4. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands skorar á heil- brigðis- og trygg- ingaráðherra að taka öll skerðingar- ákvæði í trygginga- kerfinu til gagn- gerðrar endurskoð- unar. Atvinnuleysis- bætur eru greiddar að fullu óháð makatekj- um svo sem sjálfsagt er en tekjutrygging örorkulífeyrisþega skerðist við tekjur Núverandi og fyrrverandi. maka þannig að svo getur farið að lífeyrisþeginn haldi aðeins eftir grunnlífeyri sínum sem nú er u.þ.b. 14.500,- krónur. Krafan hlýtur að vera sú að tekjutrygging örorkulífeyrisþega haldist óskert óháð tekjum maka. Frítekjumark lífeyrisþega af launatekjum verði hækkað verulega þannig að tryggt sé að viðkomandi sjái sér hag í því að afla sér vinnutekna. Með gildandi frítekjumarki getur viðkomandi tapað heildartekjum fari hann út á vinnumarkað. Fleiri skerðingarákvæði þarf að skoða svo sem skerðingu vegna tekna frá lífeyrissjóði og skerðingu á örorkulífeyrinum. Svokölluð jaðaráhrif í kerfinu eru hvergi jafntilfinnanleg og hjá lífeyrisþegum og þessvegna er endurskoðun þeirra knýjandi nauðsyn. 5. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 mótmælir nýjum reglum um greiðsluþátttöku fólks í þjálfun. Þar er horfið frá þeirri meginreglu sem gilt hefur að það fólk sem mesta þörf hefur fyrir sjúkraþjálfun geti fengið hana gjaldfría. Þó örorkulífeyrisþegar séu allir með lægri greiðslu en almennt gildir þá verður hún mörgum þungbær sem enn ein aukaútgjöldin af alltof litlum tekjum. Allir örorkustyrkþegar skulu greiða 50 % fyrir sína þjálfun, en forsenda þess að margir þeirra geti stundað einhver störf er einmitt þjálfun. Sama er að segja um þá sem eru að ná sér eftir slys eða önnur áföll séu þeir ekki á endur- hæfingarlífeyri. Aðalfundurinn skorar á tryggingaráð að taka hinar nýju reglur nú þegar til endurskoðunar og hafa um þá endurskoðun fullt samráð við samtök fatlaðra. 6. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 telur mjög brýnt að breyta lögum um almannatryggingar hvað varðar skilgreiningu á örorkumati, þannig að hið læknisfræðilega mat haldist hvað sem launatekjumlíður. Sá sem sannanlega er skv. læknisfræðilegu mati 75 % öryrki á að halda því mati og þeim réttindum sem því eru samfara, því skerðingu vegna launatekna er óspart beitt annars staðar í kerfinu. 7. Aðalfundur Öryrkjabandalags Is- lands skorar á Alþingi að samþykkja fram- komna þingsálykt- 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.