Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 23
unartillögu um að undirbúið verði frumvarp til laga um að íslenska táknmálið verði viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra hér á landi. 8. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands skorar á heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir því að breytt verði ákvæðum almannatryggingalaga um niður- fellingu bóta í tilefni vistunar bótaþega á sjúkrastofnun. 9. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands ályktar að brýn þörf sé á að auka geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. 10. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands mótmælir harðlega niðurskurði í geðheilbrigðiskerfinu, bæði þeirri skerðingu, sem orðið hefur með lokunum geðdeilda, sumarlokunum og varanlegum lokunum, en einnig fyrirhugaðri fækkun sjúkrarúma á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavrkur og flutningi þeirrar deildar úr sjúkrahúsinu yfir á Grensásdeild. 11. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands 1997 vekur athygli á ófremdarástandi sem er í skólamálum fatlaðra ungmenna. Aðalfundurinn gerirþákröfu að skólayfirvöld tryggi fötluðum einstaklingum skólavist r framhalds- skólum landsins eins og lög gera ráð fyrir. 12. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 sam- þykkir að vísa tillögu Félags heyrnarlausra um aðild bandalagsins að Tómstundaskólanum til stjórnar bandalagsins. Skal stjóm kanna skyldur og skilyrði fyrir aðild og heimilar aðalfundurinn stjóm að sækja um aðild að Tómstundaskólanum ef henni sýnist það vænlegur kostur. Frá fræðslufundi Gigtarfélagsins. SLITGIGT Gigtarfélag íslands hefur gefið út glæsilegan og læsilegan bækling um slitgigt, mikinn að vöxt- um einnig og að því er séð verður á flestu því gripið sem máli skiptir. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra er með eins konar ávarp í upphafi bæklings þar sem hún óskar G.í. til hamingju með þennan vand- aða bækling og segir gigtarsjúklinga geta verið vissa um að í félagi sínu eigi þeir öflugan bakhjarl. Hvað er slitgigt? er svo spurt og þar kemur fram að slitgigt sé algeng- asti gigtarsjúkdómurinn, talið að 15% þjóðarinnar haft einkenni um slitgigt, meirihlutinn konur. Brjósk og eiginleikar þess eru svo næst en í liðbrjóskinu koma slitgigtarbreyt- ingar fyrst fram. Hverjar eru orsakir slitgigtar? er þá spurt. Nefnt sem dæmi beinbrot, skemmdir á liðþófum, liðböndum, lamanir á vöðvum, erfðir skipta máli, en algengara að orsakir séu ekki aug- ljósar. Síðan eru sýndir frískur liður og slitgigtarliður og fyrir leikmann er augljós munurinn. Sagt er frá því að slitgigt leggist oftast á hné, mjaðmarliði og hryggjarliði. Ein- kennin stirðleiki, minnkuð hreyfi- geta, sársauki og stundum þroti. Síð- an er kafli um greiningu slitgigtar, röntgenmyndir, liðspeglanir, segul- ómun , liðvökvaskoðun og blóð- prufur. Fjallað er um slitgigt á mismun- andi stöðum, þar sem slitgigt í baki hefur nokkra sérstöðu. á er komið að fræðslu og með- ferð. Sjúkraþjálfun, rétt ltkams- beiting, hjálpartæki, styrkjandi æfingar. Nú svo er hópþjálfun sem veitir aðhald og félagsleg tengsl. Segir svo í lokin: Lítið er betra en ekkert - ekki láta gigtina hafa verri áhrif en þarf. Iðjuþjálfunarkaflinn gengur út á liðvernd, góðar starfsstöður, hjálpar- tæki svo dæmi séu nefnd. Næst er lyfjameðferð gerð góð skil en hún slær á einkennin, bólgu- eyðandi lyf, sterainnspýtingar í liði er það helzta. Svo er að skurðaðgerð- um komið - gerviliðaaðgerðimar sem góðum árangri hafa skilað. Rann- sóknir á slitgigt eru ekki miklar miðað við þann vanda er sjúkdóm- urinn skapar. Þátttaka sjúklinga skiptir þar miklu. í lokin er svo fjallað um Gigtar- félagið og Gigtarmiðstöðina að Ármúla 5. Félagar í G.I. munu nú um 3300, tilgangur að berjast við gigtina með öllum tiltækum ráðum. Komur á gigtarmiðstöðina eru að jafnaði rúmlega 700 á viku. Texta þessa myndarlega bæklings sömdu Helgi Jónsson læknir, Sólveig Hlöðversdóttir sjúkraþjálfari og Unnur Alfreðsdóttir iðjuþjálfi. Verði gigtarsjúklingum öllum að góðu. Gigtarfélaginu er að þessu sannur sómi. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.