Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 27
Hvað er “Dystonia”?
Hvað er “trufluð vöðvaspenna”
(“dystonia”)?
Orðin “trufluð vöðvaspenna”
(“dystonia”) lýsa vissri tegund ósjálf-
ráðra og óvenjulegra hreyfinga og
stellinga sem geta birst sem ýmis röng
taugaviðbrögð. “Trufluð vöðva-
spenna” lýsir hreyfitruflunum.
“Trufluð vöðvaspenna” hefur yfirleitt
ekki áhrif á aðrar stöðvar heilans, t.d.
gáfnafar, persónuleika, minni, tilfinn-
ingar, sjón, heym og kyngetu.
Hverjar eru tegundir “truflaðr-
ar vöðvaspennu” (dystonia”)?
Til em nokkrartegundir “truflaðrar
vöðvaspennu” sem algengar teljast:
“Focal dystonia” hefur aðeins
áhrif á einn hluta líkamans .s.s einn
útlim, augu, hnakka eða hálsvöðva.
“Blepharospasm” trufluð vöðva-
spenna augnloka hefur áhrif á vöðv-
ana við augun.
“Oromandibular dystonia” hef-
ur áhrif á vöðva kjálka, tungu og
munns.
“Laryngeal dystonia” trufluð
vöðvaspenna barkakýlis, hefur áhrif
á talvöðvana í hálsi og veldur truflun
í tali eða veldur því að fólk þarf að
hvísla.
“Spasmodic torrticollis” hefur
áhrif á hnakkavöðvana og veldur
ósjálfráðum hreyfingum höfuðs til
hliðanna eða fram og aftur.
“Writer’s cramp” hefur áhrif á
handarvöðvana og vöðva framhand-
leggs og kemur í veg fyrir að fólk geti
skrifað.
“Meiges disease” er blanda af
blepharospasm og oromandibular
dystonia.
“Segmental dystonia” hefur áhrif
á ákveðinn hluta líkamans .s.s hnakka
og handlegg.
“Hemidystonia” hefur áhrif á
hönd og fót öðru megin.
“Multifocal dystonia” hefur áhrif
á marga mismunandi hluta líkamans.
“Generalised dystonia” hefur
áhrif á allan líkamann.
Hverjir eru haldnir “truflaðri
vöðvaspennu”?
Karlar og konur á öllum aldri geta
fengið “tmflaða vöðvaspennu”. Sjúk-
dómurinn getur þróast í bernsku en
kemur í sumum tilfellum ekki fram
Spurningar og svör um
“truflaða vöðvaspennu”
(“Dystonia”)
fyrr en á miðjum aldri eða síðar.
Venjulega verða einkenni “truflaðrar
vöðvaspennu” augljós hjá fullorðnu
fólki.
Hvað veldur “truflaðri vöðva-
spennu”?
Orsakir “truflaðrar vöðvaspennu”
eru ekki fyllilega kunnar en talið er
að í sumum tilfellum sé um að ræða
afleiðingu efnafræðilegrar óreglu í
vissu svæði heilans. Þær stöðvar
heilans, sem stjórna hreyfingum,
verða fyrir skemmdum. Efþessihluti
heilans verður fyrir skaða á einhvern
hátt láta vöðvamir, sem em nauðsyn-
legir til að hreyfa líkamann, ekki eðli-
lega að stjóm. Þá geta einnig myndast
ósjálfráðar hreyfingar, jafnvel þegar
við hreyfum okkur ekki, sem valda
kippum eða skjálfta. Þessar “spast-
isku” hreyfingar orsakast af “truflaðri
vöðvaspennu”. Sumir sjúklingar, sem
þjást af “truflaðri vöðvaspennu” hafa
fengið sjúkdóm eða orðið fyrir slysi
sem hefur skaðað þann hluta heilans
sem stjórnar hreyfingum líkamans.
En í flestum tilfellum er orsökin þó
ókunn.
Hver eru helstu vandamál sam-
fara “truflaðri vöðvaspennu”?
Einkennin era af ýmsum toga, allt
frá minniháttar óþægindum yfir í
mikla röskun á lifnaðarháttum. Tvö
algengustu vandamál þeirra sem þjást
af “truflaðri vöðvaspennu” eru ein-
angrun og skortur á skilningi um-
hverfisins á þessu ástandi. Þetta helg-
ast af því að fáir þekkja eða hafa heyrt
um “truflaða vöðvaspennu”.
Minnka eða aukast einkenni “tmfl-
aðrar vöðvaspennu”?
Ef “trufluð vöðvaspenna” þróast
frá bamæsku, sérstaklega ef hún byrj-
ar í fótum, þá mun hún í mörgum, en
þó ekki öllum tilvikum breiðast út í
aðra hluta líkamans. Þegar sjúkdóm-
urinn byrjar á fullorðinsárum, er
yfirleitt um önnur einkenni að ræða
og ólíklegt að þau breiðist út til ann-
arra líkamshluta; í mesta lagi til eins
svæðis til viðbótar.
Er “trufluð vöðvaspenna” ætt-
geng?
“Trufluð vöðvaspenna” sem hefur
byrjað í bernsku á oft rætur að rekja
til eins eða fleiri gallaðra gena. Hins-
vegar, þótt gölluð gen erfist er ekki
þar með sagt að viðkomandi fái sjúk-
dóminn.
Hvað ber að gera ef grunur leik-
ur á að einstaklingur hafí “truflaða
vöðvaspennu”?
Fá úrskurð læknis.
Er til lækning við “truflaðri
vöðvaspennu”?
Því miður er lækning ekki enn til
við flestum tegundum sjúkdómsins.
Þó hefur meðferð reynst vel við að
halda niðri einkennum í sumum til-
fellum.
Hvaða meðferðarúrræði eru í
boði?
Meðferð veltur auðvitað á því um
hvaða tegund “truflaðrar vöðva-
spennu” er að ræða. Meðferð miðar
að því að bæta lífsgæði sjúklingsins.
Um þessar mundir felst meðferð
aðallega í lyfjagjöf, skurðaðgerð og
jafnvel nýju úrræði sem kallast “in-
jection of botolinum toxin”.
Þýtt og samantekið af Helga
Hróðmarssyni
E.s. Allar nánari upplýsingar um
dystoniu má fá hjá Parkinson-sam-
tökunum,
Laugavegi 26. Sími: 552 4440.
Hlerað í hornum
Maðurinn við konu sína: “Mikið er
nú guð órannsakanlegur að skapa ykk-
ur konumar svo fagrar og heimskar.”
“Veiztuþaðekkigóðiminn. Viðemm
svona fagrar svo þið getið elskað okk-
ur og svona heimskar til að geta elsk-
að ykkur.”
Það voru 6 íbúðir í fjölbýlishúsinu og
konurbjugguíþeimöllum. Þærlentu
í harðvítugum deilum út af sameign-
inni og endaði með málaferlum. Þeg-
ar þær mættu svo í réttinn byrjuðu þær
að hnakkrífast svo dómarinn fékk ekki
við neitt ráðið, enda hávaðinn mikill.
Hann barði þá bylmingshögg í borðið
og skipaði svo: “Sú elzta talar fyrst.”
Það varð dauðaþögn.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
27