Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 32
Tómas Helgason fv. yfirlæknir: Geðdeild Landspítalans (Kleppsspítalinn) 90 ára Aðdragandi Fyrir réttum 90 árum kom fyrsti sjúklingurinn á Kleppsspít- alann, en hann var fyrsta sjúkrahúsið sem byggt var af íslenska ríkinu. Ekki hafði þó verið brugðist skjótt við vandan- um þá frekar en endranær, jafnvel þó að heilbrigðis- ráðinu í Kaup- mannahöfn þætti ástandið svo blöskrunarlegt upp úr 1870, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á. Eftir að landshöfðingi hafði borið sig saman við stjórn Sjúkrahússfélags Reykja- víkur og landlækni, hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi, nefnilega að tryggja framtíð Sjúkrahúss Reykja- vrkur og um leið að sýna lit á að leysa vandræði geðsjúklinganna sérstak- lega. Var ætlunin, að landssjóður tæki að sér rekstur sjúkrahússins og endur- byggði það á hentugri stað þannig “að það gæti þjenað sem almennt sjúkra- hús og líka um leið með tilpassandi tilbyggingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika”. Á þessu sjúkrahúsi var gert ráð fyrir að yrðu 24-26 rúm, þar af fjórðungurinn fyrir geðveika. Þegar þessar tillögur bárust dóms- málastjórninni í Kaupmannahöfn 1873, greip hún til þess ráðs að drepa málinu á dreif með því að krefjast skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna í landinu (1), þó að til væri, eftir þeirra tíma hætti, mjög góð faraldsfræðileg rannsókn á algengi geðsjúkdóma og fávitaháttar, sem danskur læknir að nafni Hubertz hafði gert 1840 og birt 1843 í riti sínu “Om Daarevæsenets Indretning I Dan- mark” (2). Það var svo ekki fyrr en upp úr aldamótunum, þegar farið var að vinna að endurskoðun á fátækralög- gjöf landsins til að koma henni í mannúðlegrahorf, að milliþinganefnd sem starfaði að málinu, rak sig á “að geðveikt fólk var umkomulausast allra fátæklinga í landinu og átti við verst atlæti að búa, en mæddi þó þyngst allra þurfalinga á sveitar- félögunum” (1). í framhaldi af störf- um þessarar milliþinganefndar sam- þykkti Alþingi lög um stofnun geð- veikrahælis í október 1905. Bygg- ingaframkvæmdir hófust þegar næsta ár, en ríkið hafði fengið erfðafesturétt til 99 ára á lóð í landi jarðarinnar Klepps. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir að á hælinu yrðu 22 rúm, en í meðförum þingsins var áætlunin hækkuð þannig að það skyldi rúma 50 sjúklinga. Framkvæmdum vatt hratt fram, enda var um 7,5% af fjár- lögum ársins 1906 veitt til þeirra. Fyrsti yfirlœknirinn Um leið og lögin höfðu verið samþykkt, fór nýútskrifaður læknir, Þórður Sveinsson, utan til framhalds- náms í geðlækningum í Kaupmanna- höfn, Árhus og Múnchen og var að því loknu skipaður læknir og forstöðumaður geðveikrahælisins að Kleppi 1. aprfl 1907 og gegndi því starfi til 1. janúar 1940. Brautryðj- andastarfið hefur verið erfitt, því að Þórði var ekki aðeins ætlað að sinna lækningum og stjórn sjúkrahússins, heldur átti hann einnig að sjá um búrekstur, auk þess sem hann kenndi geðlæknisfræði og réttarlæknisfræði við Læknaskólann. Frá sjónarmiði okkar nútímalækna held ég þó að einangrunin hafi verið verst, eini sérfræðingurinn á þessu sviði og kjörin ekki þannig að hann gæti farið utan til þess að hitta starfsbræður, eins og nú þykir sjálfsagt. Og hafa verður í huga, að inn að Kleppi var óravegur á þessum tíma og ekki einfalt að fara þaðan að hitta starfsbræður í Reykja- vík nema gangandi eða í hestvagni, fyrr en eftir að sjúkrahúsið hafði eignast flutningabfl og læknirinn fékk að fljóta með ef hann þurfti að fara bæjarleið. Þórður Sveinsson byrjaði þegar 1910 að gera lækningatilraunir á sjúklingum með starfrænar geðtrufl- anir. Honum datt í hug af klíniskri reynslu að hafa mætti áhrif á undir- vitundina með föstu og hreinum vatnskosti. í fyrirlestri í Læknafélagi Reykjavíkur í desember 1922 skýrir hann fræðilega á hverju gagnsemi þessar meðferðar byggðist og er kjarninn í skýringunni “að hugurinn beinist að föstunni og hverfi frá meinlokunum”. í þessum sama fyr- irlestri gat hann um sjúkling, sem eftir lýsingunni að dæma hefur haft geð- hvarfasjúkdóm með löngum ofláta- köstum, sem stóðu í tvo til fimm mán- uði. Eftir að hann var settur á vatns- kost, tókst að stytta þessi köst og draga úr ólátunum, þannig að sjúkl- ingurinn varð algerlega rólegur og með réttu ráði eftir tíu sólarhringa. Þessi sjúklingur var á spítalanum áfram í tólf ár og greip til að svelta sig í hvert skipti sem hann fann að köstin voru í aðsigi og varð þá ekkert úr þeim. Þórður taldi og að lækna mætti drykkjufýsn með sama kosti. Hann benti á, að kosturinn ætti ekki við fyrir sjúklinga sem væru með vefræna geðsjúkdóma, eins og heila- bólgur og afleiðingar sárasóttar, sem hann hafði þó ekki séð á íslandi (3). Nýi spítálinn á Kleppi Þar eð spítalinn var allt of lítill miðað við þörfina, yfirfylltist hann strax af mikið veikum sjúklingum, mörgum með langvinna sjúkdóma, sem höfðu valdið þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra miklum þjáning- um. Vegna þess hve lengi fólk hafði þurft að bíða eftir sjúkrahúsrúmi, urðu aðstandendur oft mjög tregir að taka við sjúklingunum aftur, þegar þeim batnaði, af ótta við að þeir veiktust á ný og ekki tækist að koma þeim aftur Tómas Helgason 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.