Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 34
starfsmanna og nema; 4) geðvemd og almannafræðsla. Fyrstnefnda hlut- verkið hefur eðlilega verið fyrirferðar- mest í starfsemi deildarinnar og var raunar framan af lítill tími til þess að sinna öðru en því. Síðar var farið að sinna kennslu í vaxandi mæli og rann- sóknum og loks geðvemd og almanna- fræðslu. Meðferð Þau 90 ár, sem deildin hefur starfað, skiptast nokkuð eðlilega í tvennt: annars vegar tímabilið 1907-1952 og hins vegar 1953 til þessa dags. Fyrra tímabilið einkenndist fyrst og fremst af umönnun og meðferð mikið veiks fólks með langvinna sjúkdóma, sem reynt var að hjálpa með tiltækum aðferðum að þeirra tíma hætti. Aður er getið um lækningatilraunir Þórðar Sveinssonar, sem var frekar mótfallinn lyfjameðferð, en vildi auk þeirra aðferða, sem áður er getið, beita sam- talsmeðferð (3). Helgi Tómasson lagði hins vegar áherslu á lyfjameðferð, samtalsmeðferð og vinnulækningar. Hann hafði stundað rannsóknir á sjúklingum með geðhvarfasjúkdóma í Danmörku og skrifað doktorsritgerð um blóðsölt og ósjálfráða taugakerfið hjá slíkum sjúklingum (5). í framhaldi af því þróaði hann lyfjameðferð, sem byggðist á þeim rannsóknum (6). Þeg- ar farið var að nota insulinsjokk, elektrosjokk og lobotomi erlendis, var hann mjög mótfallinn slíkum lækn- ingatilraunum vegna þess, að hann taldi að verið væri að breyta starfræn- um sjúkdómum í vefræna, og margir myndu hljóta meiri skaða en gagn af (7). Hins vegar brást hann rnjög fljótt við, þegar nútímageðlyf komu fram fyrst, og hóf fljótlega eftir 1952 að nota klórprómasin, sem átti eftir að gjörbreyta líðan og batahorfum Þórunn Pálsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir fjölmargra sjúklinga. Þar með hófst seinna tímabilið í starfsemi geð- deildarinnar. Það gefur auga leið, að erfitt var um vik að stunda sam- talsmeðferð að ráði, meðan ekki voru nema einn, tveir eða kannski þrír læknar og tíu til tuttugu hjúkr- unarfræðingar starfandi á spítal- anum. Smám saman réðst fleira sér- menntað fólk til starfa á spítalanum, iðjuþjálfi 1946 og sjúkraþjálfari starfaði um tíma á spítalanum á þeim árum, en iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun geðsjúkra komst þó ekki í nútímalegt horf fyrr en eftir að geðdeildin var tekin til starfa á Landspítalalóðinni og rekstur Berg- iðjunnarhófst. Fyrsti sálfræðingur- inn réðst að spítalanum 1965, og ári síðar réðst fyrsti félagsráðgjafinn að spítalanum. Með tilkomu nýrri og betri lyfja og fleiri sérlærðra starfs- manna jukust meðferðarmöguleik- amir, bæði fyrir lyfjameðferð, sam- talsmeðferð, hópmeðferð og um- hverfismeðferð, auk þess sem reynt hefur verið að sinna aðstandendum, þó að enn vanti verulega á að nógir starfskraftar séu til þess. Geðdeildin var fyrsta spítala- deildin hér á landi sem byrjaði dagdeildarstarfsemi og stendur enn fyrir meiri hluta dagdeildarstarf- semi Landspítalans. Rúmlega40% sjúklinganna sem dvöldu á geð- deildinni á sl. ári voru dagsjúkl- ingar. Göngudeildarstarfsemi hófst á árinu 1962, mörg fyrstu árin ein- göngu sem eftirmeðferð þeirra, sem voru útskrifaðir af spítalanum og þurftu á langvarandi eftirliti eða meðferð að halda, m.a. Lithium- meðferð, sem hófst á fyrri hluta sjöunda áratugsins til þess að fyr- irbyggja endurtekin köst af geðhvarfa- sjúkdómi. Hvoru tveggja, göngudeild- ar- og dagdeildarmeðferðinni, hefur vaxið rnjög fiskur um hrygg, þannig að á síðasta ári voru rúmlega 30 þúsund göngudeildarviðtöl á vegum deildar- innar, þar af 700 sem ráðgjöf við aðrar deildir Landspítalans og tæplega 2300 vegna bráðaþjónustu. Þegar tókst að koma henni á 1. desember 1982, var hægt að breyta um viðhorf og í stað þess að segja að ekki væri pláss, var hægt að bjóða sjúklingunum að koma til skoðunar, svo að læknar deildarinnar gætu séð hvaða ráðstafanir þyrfti að gera. Ekki er hægt að skiljast við með- ferðarþáttinn í starfsemi deildarinnar nema geta þess, að við höfum verið svo heppin að hafa ekki sérstök geðveikra- lög, eins og til eru í mörgum öðrum löndum. Sömu lög gilda hér um geð- sjúka og alla aðra sjúka. Þetta hefur leitt til þess, að hér á landi eru færri þvingunarinnlagnir á geðdeildir en víð- ast hvar annars staðar og allt andrúms- loft á geðdeildunum frjálslegra en víða gerist (8). Ekki hafa verið notuð nein þvingunartæki, eins og spennitreyjur, belti eða hanskar, sem enn eru notuð víða erlendis síðan 1932. Erlend starfssystkin hafa komið hingað til að kynna sér hvemig við komumst af án slíkra tækja. Rannsóknir Það gefur auga leið, að ekki var hægt að sinna rannsóknarhlutverkinu sem skyldi, meðan aðeins voru 2-4 læknar á deildinni, en þeir reyndu þó eftir mætti að nota frístundir sínar og aðra möguleika til að sinna rannsókn- um og almannafræðslu. Árið 1936 fékkst styrkur frá Rockefeller stofn- uninni til þess að halda áfram rann- sóknum á blóðsöltum sjúklinga með geðhvarfasjúkdóma og til að rannsaka ættgengi þeirra. Það er hins vegar ekki fyrr en eftir að geðlæknisfræðin var sett við sama borð og handlæknisfræði og lyflæknisfræði innan Háskólans og stofnað embætti prófessors í geðlækn- ingum, sem jafnframt á að vera for- stöðumaður geðdeildarinnar, að meiri tími fer að gefast til rannsókna. Aðal- hvatamaður að stofnun þessa embætt- is var Vilmundur heitinn Jónsson, landlæknir, sem taldi skipta megin- máli fyrir þróun geðlækninga og þjónustu við geðsjúka að forysta í faginu yrði með sama hætti og í hinum 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.