Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 35
stóru sérgreinunum í læknisfræði.
Síðan hefur læknum og öðrum sér-
lærðum starfsmönnum farið fjölgandi
og þeir sinnt fræðilegum rannsóknum
og almannafræðslu í vaxandi mæli,
eftir því sem tími hefur gefist frá
lækningunum. Fræði- og fræðslu-
greinar, sem birst hafa eftir starfsmenn
geðdeildarinnar, skipta hundruðum
auk erinda, sem haldin hafa verið á
fundum og ráðstefnum innan lands og
utan. En betur má ef duga skal á þessu
sviði eins og öðrum, sem við erum að
fást við.
Framtíðarsýn
Ekki er hægt að ljúka þessu stutta
ágripi af sögu geðdeildar Landspít-
alans nema horfa til framtíðar. Þó að
24362 sjúklingar, eða um 6,4%
íslendinga, hafi leitað aðstoðar
geðdeildarinnar á þessum 90 árum,
vantar mikið á að allir, sem hefðu
þurft aðstoðar hennar, hafi leitað eftir
eða fengið. Okkur, sem störfum á
geðdeildinni er ljósara en flestum, að
sú aðstoð, sem hefur verið veitt hefði
átt að vera enn meiri.
Þróun undanfarinna ára hefur verið
sú, að sjúkrahúsrúmum hefur farið
fækkandi og má þeim nú alls ekki
fækka meir. Dagvistum hefur fjölgað,
innlögnum á deildina hefur fjölgað og
meðaldvalartíminn styst, göngudeild-
arviðtöl hafa aukist mjög mikið, um
65% af dagvistun Landspítalans eru
á geðdeildinni, 25% af legudögunum,
en kostnaður geðdeildarinnar er
aðeins 13% af kostnaði spítalans.
Vegna þess hversu algengar geð-
raskanir eru, er bráðnauðsynlegt að
hafa sjálfstæða geðdeild á hverju sér-
hæfðu sjúkrahúsi. Nauðsynlegt er að
fá meiri sérhæfðan mannafla vegna
meðferðar sjúklinganna. Þeir þurfa
að geta valið sér meðferðaraðila og
Séð yfír
salinn á
afmælis-
hátíð.
heilbrigðisstarfsmennirnir þurfa að
geta valið sér vinnustað. A deildum
þar sem meðferðin byggist á miklum
og sérhæfðum mannafla, verður ekki
náð sparnaði með sameiningu nema
skera niður þjónustuna um leið. Slíkt
væri bæði ómannúðlegt og þjóðhags-
lega mjög óhagkvæmt.
Markmið geðdeildarinnar sem
hluta háskólasjúkrahúss er að:
1) stunda bestu mögulegar geðlækn-
ingar og endurhæfingu, 2) afla þekk-
ingar með vísindalegum rannsóknum
og símenntun starfsmanna, 3) miðla
þekkingu til annarra og 4) stunda
heilsuvernd. Til þess að ná þessum
markmiðum þarf að auka sérhæfingu,
bæta kennslu og fá meiri tíma til
rannsókna. Göngudeildar- og dag-
deildarstarfsemi fer vaxandi og jafn-
framt er nauðsynlegt að útvega geð-
fötluðum verndað húsnæði og aðstoð
til eins sjálfstæðrarbúsetu og hverjum
hæfir. Bama- og unglingageðdeild
þarf að finna stað í byggingu barna-
spítala, þegar hann rís, og enn þarf að
auka samvinnu og gagnkvæma ráð-
gjöf á milli geðdeildarinnar og
annarra deilda Landspítalans og við
aðila utan spítalans. Sérstaklega þarf
að tengja nánar geð- og taugalækn-
ingar og bæta við félagslækningum,
svo að allt rannsóknar- og forvamar-
starf verði áhrifaríkara.
Loks þarf nú þegar að fara að huga
að því, að samningur um lóðarréttindi
Kleppsspítalans rennur út eftir sjö ár,
þ.e. 2004. Fyrir þann tíma þarf að
vera búið að byggja upp aðstöðu fyrir
allar bráðageðlækningar Landspítal-
ans á Landspítalalóðinni.
Þakkir
Hér að framan hefur verið minnst
á nokkra aðila, sem geðdeildin hefur
átt mikla og góða samvinnu við,
Dvalarheimilið As í Hveragerði,
Reykjalund, Geðverndarfélagið og
Hússjóð Öryrkjabandalagsins. Við
þessa upptalningu er nauðsynlegt að
bæta Geðhjálp, Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar, öðrum deildum
Landspítalans, auk fjölmargra annarra
aðila sem of langt yrði upp að telja.
Nú er komið að starfslokum hjá mér
og vil ég því nota þetta tækifæri til að
þakka samstarfsfólki á geðdeildinni
ánægjulega og góða samvinnu í nærri
35 ár, heilbrigðisráðuneyti, Stjómar-
nefnd og framkvæmdastjórn ríkis-
spítalanna, starfsfólki skrifstofunnar,
svo og öðru starfsfólki Landspítalans,
sérstaklega kollegum mínum á
geðdeildinni og prófessorum og
forstöðumönnum annarra deilda, sem
hafa unnið náið saman að viðgangi
Landspítalans á undanförnum árum.
Tómas Helgason
Erindi flutt á afmælishátíð og áður
prentað í tímaritinu Geðvernd.
Heimildir
1. Lárus H. Blöndal og Vilmundur
Jónsson. Læknar á Islandi, 2. útg.
Reykjavík. Læknafélag íslands /
ísafoldarprentsmiðja 1970; 2:378-81.
2. J.R. Húbertz. Om Daarevæsenets
Indretning I Danmark. Köbenhavn
1843.
3. Þórður Sveinsson. Ahrif föstu á
undirvitundina. Læknablaðið 1923;
9:226-231.
4. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1926, dagbók 7, skjal 578 í Þjóð-
skjalasafni. Skv. ábendingu Jóhönnu
Ingólfsdóttur.
5. Helgi Tómasson. Blodets elekt-
rolyter og det vegetative nervesystem.
Levin og Munksgaards Forlag.
Köbenhavn 1927. Doktorsritgerð.
6. Helgi Tómasson. Therapeutic at-
tempts in manic depressive psycho-
sis. J. Ment. Science 1936; 82:595-
609.
7. Helgi Tómasson. Rafrot við geð-
veiki. Heilbrigðisskýrslur 1951.
Reykjavík. Ríkisprentsmiðjan Guten-
berg 1955; 193-212.
8. Tómas Helgason. Lovgivning og
omfatning af _tvángsvárd” i Island.
I: Tváng-Autonomi-Etik i Psykiatri.
Stockholm. Socialstyrelsen 1991; 19
(bilaga):89-93.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35