Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 37
er þetta svona. Jú,
vegna REGLU-
GERÐAR þá skerð-
ist tekjutrygging
lífeyrisþegans um
22,5% af tekjum
maka umfram
38.000 kr. Ekki er
stoð fyrir reglugerð-
inni í lögum. Þar
sem ég hef verið með
tiltölulega há laun
eðaum 160.000 kr. á
mánuði, þar af um
70.000 kr. vegna
yfirvinnu og bak-
vakta, þá eru tekjur
Bjarkar, það er tekju-
tryggingin, skert
vegna minna launa. Þetta getur ekki
verið eðlilegt. Hvað myndu stjórn-
málamenn og embættismenn segja, ef
tekjur maka þeirra væru skertar vegna
vinnu þeirra? Það skýtur líka skökku
við, að á sama tíma og embættismenn
og bankastjórar fá 20.000 kr. á dag í
dagpeninga á ferðum erlendis, (þrátt
fyrir að búið sé að greiða allt fyrir þá
í ferðunum), þá skuli vera til öryrkjar
með 15.000 kr. á mánuði. Nei, þetta
gengur ekki. Það verður að leiðrétta
þetta og það strax.
Jaðarskattar hafa mikið verið í
umræðunni að undanfömu. Ég
reiknaði það út um daginn, að á
ákveðnu launabili hjá mér þá skerðist
hver króna sem ég vinn mér inn um
75 aura vegnajaðaráhrifa lífeyrisbóta,
barnabóta og vaxtabóta. Þó reiknaði
ég þetta með nýja barnabótakerfið í
huga. Einnig reiknaði ég út, að ef ég
skildi við Björk, eftirléti henni hús og
barn, þá myndu nettótekjur okkar
aukast um 450.000 kr. eða um 25%.
Þetta er heilmikil upphæð og skil ég
vel að fólk skoði möguleikann á
skilnaði. Ég vil ekki skilnað, þar sem
ég met tilfinningar og andlegt heil-
brigði mitt framar peningum. Ég
minntist á það áðan, að fólk segði að
ég hefði næg laun til að sjá fyrir
fjölskyldunni. Þetta er kannski rétt,
en því miður er þetta ekki alltaf spum-
ing um peninga. Þetta er líka spurn-
ing um andlega líðan fjölskyldunnar.
Það kemur eðlilega upp að öryrkinn
finni til vanmáttar gagnvart maka
sínum, þar sem makinn skapar heim-
ilinu allt að 90% tekna heimilisins og
á sama hátt finnur makinn til reiðitil-
finningar, vegna þess að allur hans
peningur fer einungis í heimilið. Það
er staðreynd, að hver einstaklingur
verður að fá að hugsa um sjálfan sig
líka, þ.e. að hluti tekna hans fari ein-
ungis í hann. Þetta er hinsvegar ekki
hægt, þegar öryrkinn hefur svo lágar
tekjur sem raun ber vitni.
En staðreyndin er samt sú að þetta
er, alla vega hjá okkur, eitt mesta
bitbein fjölskyldunnar því miður.
Annað sem gerist þegar tekjutrygging
fellur niður er að ýmis hlunnindi falla
út, svo sem niðurfelling hluta tann-
læknakostnaðar. Þetta setur enn meiri
álögur á makann. Þama er einfaldlega
verið að gera öryrkjann háðan mak-
anum. Einnig komst ég að því, þegar
mjög fallegt bréf kom frá T.R. með
kynningum á “launahækkunum” ör-
yrkja, að einungis em greiddar orlofs-
og desemberuppbætur á tekjutrygg-
ingu, heimilisuppbót og frekari heim-
ilisuppbót, ekki grunnlífeyri. Þetta
getur ekki verið löglegt samkvæmt
jafnræðisreglum. Ég fæ sem launþegi
orlofs- og desemberuppbætur á
grunnlaunin mín, en ekki yfirvinnuna.
Eðlilegra væri að þannig væri með
öryrkjana líka, að uppbætumar færu
á gmnnlífeyrinn og tekjutrygginguna,
sem flestir fá. Sem betur fer er það
svo, að tekjutryggingarhluti laga um
almannatryggingar er til umfjöllunar
hjá umboðsmanni Alþingis og von-
andi verður þessi skerðing tekjutrygg-
ingar vegna tekna maka felld út sem
fyrst.
kki lauk nú ferð
okkar um fmm-
skóginn með þessu.
Fyrir um tveim mán-
uðum lagðist Björk
enn einu sinni inn á
spítala. Þremur vik-
um síðar fékk hún
bréf frá T.R. um að
bætur hennar myndu
falla niður um næstu
mánaðamót þar á eftir.
Ég fór á fund T.R. og
benti þeim vinsam-
lega á að í fyrsta lagi
væri hún á endurhæf-
ingarlífeyri sem fellur
ekki niður við spítala-
vist og í öðm lagi væri
hún ekki búin að vera á spítala nema
í 3 vikur, og því mætti ekki fella niður
bæturnar strax. Þau voru sammála
með endurhæfingarlífeyrinn og leið-
réttu mistökin strax vegna þeirra, en
ekki voru þau sammála um vikufjöld-
ann. Þau vildu meina að lögin segðu
að ef hún væri búin að vera meira en
120 daga síðastliðin tvö ár á spítala,
þá mætti fella niður örorkulífeyrinn.
Þegar ég kom heim las ég lagagrein-
ina sem fjallar um þetta. Þar stendur
orðrétt “Ef elli- eða örorkulífeyris-
þegi dvelst lengur en mánuð samfellt
á stofnun eða vistheimili sem er á
föstum fjárlögum eða þar sem sjúkra-
tryggingar greiða fyrir hann fellur
lífeyrir hans niður ef vistin hefur verið
lengri en fjórir mánuðir undanfarna
24 mánuði.”.
Sem sagt, fyrst er athugað hvort
öryrkinn hefur verið í mánuð á stofn-
un. Ef svo er, þá er athugað hversu
lengi hann hefur verið á stofnunum
síðastliðna 24 mánuði. Greinilegt að
þau fóru með rangt mál. Ég fór að
hugsa eftir þetta: “hvað með aðra sem
lenda í því sama?” Við vitum að ekki
hafa allir hjálp við að standa í þessum
málum.
Hvað gerist ef fólk hugsar bara
“ææ, þar fór það”, þegar svona
bréf berast? Ég er ansi hræddur um
að það sé alltof oft. Ég er reyndar á
þeirri skoðun að þessa reglu beri að
fella út. Við vitum það að öryrkjar
eru mun líklegri til að lenda á stofnun
heldur en við sem “heilbrigð” erum.
Örorkubætur eru tekjur öryrkjans.
Ekki falla þessar bætur niður hjá
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB AND AL AGSIN S
37