Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 38
María Skagan: Bernskujól í æsku minni komu jólin einnig í útihúsin. Hestar og kýr fengu ilmandi töðu á stall og í jötu og fjárhúsið gætti lagðprúðrar hjarðar. Inni settist fólkið saman við borð að afloknum verkum og andlit þess lýstu kertaljósin inn í söguna um Jesúbarnið sem lá nýfætt í jötu mitt á meðal okkar - og þó svo fjarri þessi stjarna á heiðum himni yfir þungvopnuðum hersveitum. Söngurinn gjörði sér spegil úr röddum okkar ungum, gömlum, brostnum röddum að boða frið á jörðu. Við mötuðumst hægt og nóttin var helg án endimarka því að allir menn voru bræður og systur. Síðan finnst mér allir dagar eigi sér guðspjall og hygg að aldrei renni sú stund að búið verði að skrifa Biblíuna þar sem dag hvern fæðist Ijós í blóði drifnu myrkri. María Skagan Höfundur hefur gefið út nokkrar bækur með ljóðum og smásögum svo og skáldsögu. Hún býr nú í Hátúni 12. lífeyrissjóðunum. Öryrkinn hefur sínar skuldbindingar eins og við hin. Það er eins og forráðamenn ríkisins haldi að útgjöld öryrkja falli niður við spítalavist. En því miður er það ekki svo. Ef ríkið felldi niður helming lána minna hjá Húsnæðisstofnun í hvert sinn sem Björk leggst á spítala, þá væri ég kannski ánægður. Staðreynd- in er sú að eins og lögin eru í dag, þá er ég gerður að einstæðum föður með einungis mínar tekjur ef Björk fer á spítala. En ég fæ ekki leikskólagjöld- in niðurgreidd eða hærri barnabætur. Nei. Að vera öryrki er dýrt. Vegna tíðra spítalainnlagna Bjarkar þá höfum við til dæmis þurft að hafa heilsdagspláss á leikskóla fyrir bamið. Sem betur fer tóku þeir í Kópavog- inum það til greina að Björk væri veik, þegar við fengum plássið, en það er ekki niðurgreitt til öryrkja, þannig að við greiðum 20.000 kr. á mánuði, bara í leikskólagjöld. Meirihluti tekna Bjarkar fer bara í þetta, (þó gjöldin séu reyndar greidd af mínum tekjum). Leiðréttinga er þörf í bótakerfinu. Fyrir mér er tekjutryggingar- málið kannski í mestum forgangi, en einnig tel ég að þörf sé á að hækka bæturnar verulega og tengja þær lág- markslaunum. Ef Björk fengi fullar bætur fengi hún um 55.000 kr., en þar af er barnalífeyririnn, sem greiðist vegna barnsins okkar um 12.000 kr. Örorkulífeyririnn væri um 43.000 kr. Þetta er um 27.000 kr. lægra en lægstu laun sem um var samið í síðustu kjara- samningum. Einnig finnst mér að bótakerfið eigi að vera miklu gagn- særra. Þannig að hver sem er geti skilið kerfið og úthlutunarreglur séu einfaldari. Eins og kerfið er í dag þá þarf maður helst að vera löglærður til aðskiljaþað. Ogekkiermannimikið hjálpað hjá T.R., þar sem sama við- kvæðið virðist vera og hjá alltof mörg- um ríkisstofnunum: “Þú spurðir ekki!!” Við verðum að fara fram á það að öryrkjar fái það sem þeim ber. Eg vona að ráðstefna sem þessi komi til með að ýta á ríki og aðra að breyta þessu til betri vegar. Ég vil þakka fyrir að fá að vera hér og áheyrnina. Ingimundur K. Guðmundsson Erindi flutt á kjararáðstefnu 17. okt. sl. Hlerað í hornum Lítill snáði stóð framan við hurð sem hann sagði aðkomumanni að hann gæti ekki opnað, hún stæði á sér. Maðurinn var hinn hjálpsamasti, tók í húninn, setti öxlina í hurðina og auðvitað opnaðist hún. “Jæja, góði þá er hún opin, það þurfti bara að setja öxlina í hana og það hefðir þú nú getað líka”, sagði maðurinn. “Nei, það gat ég ekki, því hurðin er ný- máluð”, sagði sá litli. Þegar Bretar hemámu ísland leituðu þeir uppi Þjóðverja og Þjóðverjavini sem ákafast. í kaupstað úti á landi sóttu Bretamir alræmdan nasista og sem þeir voru á ferð með hann í herbúðimar mættu þeir svömum óvini hans, sem gladdist mjög við handtök- una og kallaði: “Segðu nú Heil Hit- ler, helvískur”. Bretarnir handtóku manninn óðara því þeir skildu aðeins orðin: Heil Hitler: 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.