Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 44
Erlendu gestirnir og Ástrós formaður. Hér leynist fólk Málþing um einhverfu Ritstjóri átti þess því miður ekki kost að sækja hið ágæta málþing Umsjónarfélags einhverfra sem haldið var sunnudag- inn 9. nóvember sl. í Ráðhúsi Reykja- víkur sem lokapunktur afmælishátíð- ar félagsins. Ástrós Sverrisdóttir formaður félagsins var hins vegar svo elskuleg að líta hér inn og gefa lesendum nokkra hugmynd um málþing þetta. Ástrós segir að aðsókn að mál- þinginu hafi farið fram úr björtustu vonum, en um 400 manns sóttu mál- þingið. Yfirskriftþess var: Hérleyn- ist fólk - fjölskyldan - fötlunin. Hugsunin að baki var að gefa fólki innsýn í líf einhverfra sjálfra sem og fjölskyldna þeirra, sýna að þarna leynist fólk með sínar þrár og ekki síður sína möguleika í lífinu. Ástrós setti málþingið. Hún talaði um hvað áunnizt hefði og lagði megináherzlu á þjónustuþáttinn. Hún minnti á markmið félagsins fyrir tutt- ugu árum og þó margt hefði áunnizt væri þó enn verið að berjast fyrir sömu meginmálum. Hún notaði tæki- færið til að herða á þessum megin- markmiðum þar sem aðalinntakið væri heildstæð þjónusta við einhverfa byggð upp á skipulegan hátt - slíkt væri allra hagur, ekki sízt sam- félagsins. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, ávarpaði málþingið, flutti meitl- að og áhrifamikið ávarp sem alla hreif. Hann ræddi m.a. um áhrifhvers konar áfalla í lífinu. Næstur talaði svo Árni Ragnar Georgsson, sem er með Asp- erger heilkennið. Sagði hann á skýran og skemmtilegan hátt frá áhugamál- um sínum og eins sagði hann frá fötlun sinni á ljóslifandi máta, veldur því m.a. að hann er félagslega ein- angraður. Hann lýsti í þessu sam- bandi klaufaskap sínum í mannlegum samskiptum. Notaði enda tækifærið í lokin til að auglýsa eftir vinum, því hann kvaðst eins og aðrir þrá sem bezt samskipti við aðra. Þrjú systkini einhverfra: Edda Jónsdóttir, Hafsteinn Halldórsson og Jakobína Valsdóttir sögðu frá sínu sjónarhorni, en þau voru frá 10 ára og upp í 19 ára gömul. Þau sögðu frá reynslu sinni af að eiga einhverf systkini. í gegnum mál þeirra skein Ijóslega ákveðin aðlögun, þau voru greinilega sérfræðingar í að sjá ljósu hliðarnar og voru stolt af systkinum sínum. Gunnsteinn Sigurðsson talaði þessu næst, en hann er foreldri barns á forskólaaldri sem greint var með einhverfu á árinu. Hann sagði bamið eðlilega sem óskrifað blað, en með sem beztri þekkingu áynnist margt m.a. að leita hinna ýmsu leiða til að fá viðeigandi úrræði fyrir bamið. Bjarnveig Bjarnadóttir rakti þroskasögu móður sem á son sem nú er fluttur að heiman. Bjamveig hefur áður í grein hér í blaðinu gert þessu frábær skil, en niðurstaða hennar var að hún væri sátt við erfiðar aðstæður þar sem æðruleysi skipaði æðstan sess. Eftir kaffihlé var svo komið að gestum málþingsins - höfunda bókarinnar: Hér leynist drengur, sem Mál og menning gaf út á þessu ári: Páll Ásgeirsson geðlæknir bauð þau mæðgin Judy Barron og Sean Barron velkomin með nokkmm orðum. Móðirin sagði að saman hefðu þau skrifað bókina sem lýsti baráttu sonarins við einhverfuna, en hann telur sig í dag ekki einhverfan, heldur hafi honum tekizt að brjótast út úr einhverfunni. Hún sagðist engan stuðning utanaðkomandi hafa fengið á þeim tíma þegar einhverfunnar varð vart. Á þeim tíma var móðurinni hreinlega kennt um fötlunina. Sonurinn Sean lýsti því hvemig hann upplifði einhverfuna, lýsti skynjunartruflunum, þráhyggju og atferlistruflunum. Þegar hann öðlað- ist aukinn skilning á einhverfunni vann hann markvisst að því að vinna bug á henni. Hann taldi sig hafa verið í endurhæfingu í fleiri ár, en tekizt svo að vinna sig frá einhverfu. Ástrós segir sögu Seans vera einstaka og mikilvægt að hafa það í huga, en saga hans kenndi okkur að skilja einhverf- una betur. í lokin söng svo K.K. nokkur lög við góðar undirtektir málþingsgesta. K.K. sagði að í salnum væri að finna greinilega rafmögnun ástar og sam- kenndar. Ástrós sagði þau hjá Umsjónar- félaginu vera alsæl með þátttöku fólks, bæði í afmælisfagnaði - sem á málþingi og kvað þetta verða þeim verulega hvatningu til að halda bar- áttunni ótrauð áfram. Færði öllum alúðarþakkir sem að hefðu komið, ekki sízt félagsmálaráðuneytinu sem hefði kostað kaffiveitingarnar á málþinginu. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.