Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 45
AF 10.
OKTÓBER
Lagt upp í gönguna frá Hafnarbúðum að
Háskólabíói.
Alþjóðlegi geðheil-
brigðisdagurinn 10.
október var í heiðri
hafður hér á landi og hans
minnzt með margvíslegu
móti. Sérstök samkoma
var á bama- og unglinga-
geðdeild en dagurinn nú
einmitt helgaður börnum
og unglingum. Þar var
heilbrigðisráðherra
afhent áfangaálit nefndar
sem að störfum er varð-
andi stefnumótun í geð-
heilbrigðismálum al-
mennt. Þar var svo opið
hús yfir daginn.
I hinu nýja, glæsilega
húsi Rauða krossins við
Efstaleiti var opnuð mál-
verkasýning á vegum
Vinjar, en gistivinir þar
höfðu að listaverkum
unnið sem prýddu veggi.
Var þar margt ágætlega
unnið og sumt svo að
sérstaka athygli vakti
fyrir listfengi og vandað
handbragð. Sýninginbar
hinu góða starfi í Vin hið
fallegasta vitni og var
sannkallað augnayndi.
Síðdegis var svo farin
ganga frá Hafnarbúðum -
húsi Geðhjálpar að
Háskólabíói en allmargt
manna var í göngunni og
á spjöldum göngumanna
var vakin athygli á ýmsu
því er brýnast mun í
málaflokki þessum, en þó
var aðaláherzlan á börn
og unglinga, enda yfir-
skrift dagsins: Börn,
unglingar og geðheilsa.
Hátíðarsamkoma var
svo í Háskólabíó og þar
mætt allnokkurt fjöl-
menni þó betur hefði nú
fólk mátt mæta. Þeirri
samkomu stjómuðu Héð-
inn Unnsteinsson og
Edda Björgvinsdóttir.
Pétur Hauksson for-
maður Geðhjálpar kvað
nauðsyn bera til að geð-
heilsu barna og unglinga
væri betur sinnt, en þar
værum við eftirbátar
annarra Norðurlanda-
þjóða. Nefndi sem dæmi
að í Noregi fengju fjórum
sinnum fleiri börn þjón-
ustu árlega en hér miðað
við fólksfjölda. Hann
sendi forsetafrúnni, Guð-
rúnu Katrínu, sérstakar
kveðjur og þakkir og
óskir um góðan bata, en
Guðrún Katrín er vernd-
ari 10. október og flutti í
fyrra einkar athyglisvert
ávarp á samkomunni þá í
Ráðhúsinu.
Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra
kvað ýmsa ávinninga
hafa fengist. Fræðslustarf
aukið, efling barna- og
unglingageðdeildar og
eins á Akureyri, bygging
bamaspítala væri að hefj-
ast, unnið væri að stefnu-
mótun í geðheilbrigðis-
málum o.fl. Stuðningur
áhugafélaga væri mikil-
vægur og ríkisstjórnin
hefði ákveðið að veita
Geðhjálp góða aðstoð í
húsnæðismálum félags-
ins.
Eydís Sveinbjarn-
ardóttir hjúkrunarforstjóri
á Barna- og unglinga-
geðdeild kvað geðheil-
brigðismál þurfa að fá
meira rými, þau snertu
okkuröll. SímalínaGeð-
hjálpar mundi mörgum
dýrmæt. Aðstandenda-
bæklingur væri nauð-
synlegur. 7-14 þúsund
böm með einhverja erfið-
leika og þeim þyrfti vel
að sinna.
Þá var hljómsveitin
Krumpleður næst á dag-
skrá og flutti tónlist sína
af miklum þrótti og fékk
varmar viðtökur hinna
yngri. Þá var Asdís Ing-
ólfsdóttir með ávarp en
hún er verkefnastjóri
sjálfboðaliðsmiðstöðvar
RKÍ. Hún kynnti fjöl-
skyldulínu Rauða kross-
ins, sem er í góðu sam-
starfi við Geðhjálp, sér-
staklega hugsuð fyrir
aðstandendur fólks með
geðræna sjúkdóma.
Þarna starfa sjáfboðaliðar
sem hlusta, svara spurn-
ingum og veita upplýs-
ingar af ýmsu tagi. Fjöl-
skyldulínan er með grænt
númer 800 5090.
Jóhannes Skúlason
kynnti heimasíðu Geð-
hjálpar. Þar væri að finna
beztu upplýsingar um
geðheilbrigðismál, skap-
aði um leið tengsl við
erlend félög áþekkrar
tegundar.
Hljómsveitin Súrefni
lék tvö lög eins konar
tölvuhljómlistar og var
forvitnilegt á að hlýða og
fékk góðar undirtektir.
Jóhannes Skúlason
kynnti svo geisladisk þar
sem margir tónlistarmenn
höfðu að komið, gefinn
Geðhjálp af ónefndum
velunnara, sem flytur
mörg laganna. Klúbbur-
inn Geysir sem er hjá
Geðhjálp var og kynntur
- á að brúa bilið milli
stofnunar og samfélags.
Eitt aðalviðfangsefnið er
að reka vinnumiðlun.
Geysir verður betur
kynntur síðar.
að var svo Héðinn
Unnsteinsson sem
flutti lokaorðin, lýsti
eigin reynslu og baráttu,
sem árangri hefði skilað.
Hvatti fólk til að berjast
sem bezt fyrir geðheil-
brigðismálum og leggja
þannig skerf til samfélags
okkar allra.
Geðheilbrigðisdeginum
voru góð skil gerð í
fjölmiðlum og á vakin
verðug athygli sem og
málum þeim er hann
stendur fyrir.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
45