Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 47
Greinarhöfundar ásamt norskum leiðbeinendum.
Þekking skapar skilning!
S.l. sumar fóru undirrituð í kynnisferð til Noregs til að fræðast um hvað í
boði væri í dansmálum andlegra og líkamlegra fatlaðra einstaklinga.
Ferðin var studd af samtökum áhugafólks um almenna dansþátttöku á Islandi
KOMIÐ OG DANSIÐ, Sjóði Odds Ólafssonar og Skálatúnsheimilinu.
Fjölmörg samtök fatlaðra liðsinntu okkur með efni, frásögnum og þátttöku
í ýmsu afþreyingarstarfi fyrir fatlaða og verður að segjast að dýrmæt reynsla
fékkst af því hvað hægt er að gera ef vilji og aðstæður leyfa.
Við kynntum okkur sérstaklega hvernig Iþróttafélag fatlaðra starfar með 18
íþróttagreinar og fengum að reyna sjálf hvernig framkvæmd er kennsla í
hjólastóladansi.
Norska ungmennasambandið vinnur merkilegt starf fyrir fatlaða og nýkomin
er út framkvæmdaáætlun með tilsögn og tónlist fyrir danskennslu sem hentar
bæði andlega og líkamlega fötluðum einstaklingum.
Þroskahjálp í Noregi vinnur mikið og gott starf, og hefur nýlega framleitt
myndband sem sýnir tjölbreytni starfs fyrir fatlaða í menningar- og afþreying-
armálum.
Tilgangur starfsins er að rjúfa enn frekar einangrun fatlaðra og gefa sem
flestum tækifæri til að njóta þeirrar gleði sem dansinn gefur.
Ferðin sýndi okkur að fötluðum er ekkert ómögulegt, þegar vilji og
ásetningur er til staðar.
Undirrituð eru reiðubúin til að gera áhugasömum nánari grein fyrir
kynnisferðinni, og telja að með henni hafi sannast, að þekking skapar skilning.
Kolbrún Hauksdóttir og Gunnar Þorláksson.
kringum jólin, en þetta er samt siður,
sem ég held að flestir myndu sakna,
ef hann legðist niður.
7ólagjafi rnar eru þó stærri liður í
jólaundirbúningnum. Margir
reyna að útbúa sjálfir gjafimar og er
það mjög skemmtilegt og eitthvað
finnst manni nú ennþá meira gaman
að senda frá sér heimatilbúna gjöf,
þ.e.a.s. sé hún vel heppnuð heldur en
það sem keypt er í verzlun. Annars
ganga jólagjafirnar sumsstaðar alveg
út í öfgar, en sem betur fer held ég að
þeir séu fleiri sem halda sig innan
skynsamlegra takmarka.
Sumt fólk er alveg snillingar að
pakka inn jólagjöfum - þannig að
skemmtileg en ódýr gjöf fær helmingi
meira gildi fyrir listainnpökkun og
kannski fáein vel valin orð á spjaldinu
sem fylgir.
Já víst er margur þreyttur fyrir jólin
og óskar þess kannski innst inni að
blessuð jólin væru liðin og janúar
kominn með sinn óskáldlega, glans-
lausa hversdagsleika.
En jólin væra bara ekki jól, ef ekki
fylgdi allt umstangið og þrátt fyrir allt
hugsa ég að margur fullorðinn hlakki
enn til jólanna svo ekki sé minnst á
bömin, sem byrja að telja dagana strax
á haustin, fyrst bara sunnudagana og
svovirkudaganalíka! Ogfátterjafn
skemmtilegt eins og það að sjá nýböð-
uð börnin sofnuð í tandurhreinum
rúmum á Þorláksmessukvöld og
eftirvæntingin skín út úr andlitunum
jafnvel þó þau séu sofandi. Ogjólin
eru nú einu sinni fyrst og fremst hátíð
barnanna."
Ásgerður Ingimarsdóttír.
Hlerað í hornum
Sagan segir af þrem mönnum, Dana,
Svía og íslendingi, sem rekið hafði á
land á eyðieyju og voru vægast sagt
illa haldnir.
Einn dag sem oftar gengu þeir niður
á ströndina og þá hafði rekið þar
lampa einn, heldur óásjálegan. Þeir
fægðu nú lampann svo hann varð
skínandi fagur og þá kom út frá
honum andi einn sem ávarpaði þá og
bauð þeim að uppfylla eina ósk hvers
og eins þeirra.
Daninn óskaði sér óðar í bili heim til
Danmerkurog hvarf þeim hinum sýn-
um. Svíinn óskaði sér á sama hátt til
Svíþjóðar og hvarf Islendingnum í
einni svipan. Þá stóð Islendingurinn
einn eftir og sagði: “Mikið skelfing
er ég einmana. Það vildi ég óska að
þeir félagar mínir væru komnir aftur”,
og á samri stund stóðu þeir þar allir
þrír í sandinum.
Knattspyrnuforkólfur var að segja frá
því þegar hann hafði boðið með sér
ráðherra einum á úrslitaleik íslands-
mótsins í knattspyrnu, en sá átti að
afhenda sigurlaunin í leikslok.
Ráðherrann mun lítið hafa þekkt til
knattspyrnu og verið ónæmur með
öllu fyrir þeirri bakteríu. Alla vega
spurði hann þegar síðari hálfleikur
hófst: “Hvers vegna skiptu þeir um
búninga í leikhléinu?”
Afinn var á ferð með tvíburana 5 ára.
Þegar leiðin lá fram hjá stórum stein-
drang með stórum steini þar á sögðu
tvíburarnir einum rómi að þetta væri
risi, tröllkarl sem hefði orðið að steini.
Afinn varð svo að spinna upp langa
sögu um tröllkarlinn sem var á leið til
byggða en dagaði uppi og varð að
steini þegar dagur reis og sólin kom
upp. En í bakaleiðinni spurði svo ann-
ar, greinilega eftir góða umhugsun um
málið: “En afi, getur tröllkarlinn þá
ekki lifnað við aftur þegar dimmir?”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47