Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 48
Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi: Aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða Helgina 1.-2. nóvember sl. hélt Sjálfsbjörg landssam- band fatlaðra aðlögunar- námskeið fyrir fatlaða og aðstand- endur þeirra. Námskeiðið er ætlað hreyfihömluðu fólki sem fatlast hefur af völdum slyss eða sjúkdóms. Námskeiðið var haldið í Sjálfs- bjargarhúsinu í Hátúni 12, Reykjavík. Þetta var sjöunda nám- skeiðið afþessum toga sem haldið Jónsdóttir hefur verið, fyrst ■ —— .......... var það haldið árið 1990 og var það þá í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsbæ. Námskeið þessi hafa jafnan verið styrkt fjárhags- lega að hluta til af Öryrkjabandalagi Islands. Námskeiðið er hluti af félagslegri endurhæfingu. Markmið þess er að styðja og styrkja hinn fatlaða og fjöl- skyldu hans til þess að gera sér sem best grein fyrir og skilja betur félags- legar og andlegar afleiðingar þess að fatlast eða vera með fötlun. Einnig er mikið lagt upp úr umræðum um viðhorf almennings, vina og einstakl- ingsins sjálfs við nýjum eða breyttum aðstæðum. Áhersla er lögð á að hinn fatlaði geri sérbetur grein fyrir sínum sterku og veiku hliðum og að hann geti unnið úr þeirri tilfinningakreppu sem fötlun hefur í för með sér. Þá er m.a. fjallað um í litlum hóp- um á hvern hátt hinn fatlaði þurfi að fá upplýsingar um afleiðingar fötlunar og framtíðarhorfur. Þá þarf hann að vita um bestu möguleika á góðri endurhæfingu og stuðningsþjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Athuga þarf möguleika á endurmenntun, námi eða vinnu og að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að taka virkan þátt í þjóðfélaginu og lifa eins sjálfstæðu lífi og kostur er. átttakendur voru 22 talsins á aldrinum 17 - 64ra ára og komu frá öllu landinu enda er greiddur ferðakostnaður og gisting fyrir fólk af landsbyggðinni. Það er mjög gott því þá er jöfnuð staða fólks hvar sem það býr á landinu, þ.e. allir greiða sama gjald sem ávallt er haft í lágmarki. Þátttakendur hafa mismunandi fötlun, sumir höfðu fatlast nýlega, aðrir höfðu verið fatlaðir frá barnsaldri eða frá fæðingu og enn aðrir höfðu fötlun sem var nokkuð breytileg eða hafði jafnvel aukist með árunum. Þá voru einnig makar og foreldrar. Fyrirkomulag námskeiðsins er á þá leið að haldnir eru fyrirlestrar um hin ýmsu mál og lögð er áhersla á að fólk ræði saman í litlum hópum eins og áður sagði. Þá gefst fólki kostur á að kynnast betur og fræðast af reynslu annarra. I upphafi námskeiðsins ávarpaði Guðríður Ólafsdóttir formaður Sjálfs- bjargar lsf. námskeiðsgesti. Lilja Þorgeirsdóttir félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar lsf., bauð þátttakendur velkomna og kynnti efni námskeiðs- ins. Einar Hjörleifsson sálfræðingur flutti fyrirlestur um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun og síðar lagði hann út frá spurningunni: Er hægt að aðlagast fötlun? Þá komu þrír fyrirlesarar þau Haf- dís Hannesdóttir, Sigurður Björnsson og Sóley Björk Axelsdóttir, sem öll eru sjálf með fötlun og sögðu frá reynslu sinni út frá spurningunni: Er hægt að aðlagast fötlun? Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi flutti fyrirlestur um réttindamál fatlaðra, þar sem lýst er ýmsum rétt- inda- og hagsmunamálum fatlaðra og aðstandenda þeirra. Valerie Harris iðjuþjálfi Sjálfsbjargarheimilisins fjallaði um breytta virkni og færni í daglegri iðju. Anna Guðrún Sigurðardóttir starfsmaður ÍF. kynnti íþróttasam- band fatlaðra og í framhaldi af þeirri kynningu sýndi Svanur Ingvarsson frá Selfossi listir sínar í hjólastól við mikla hrifningu viðstaddra. Þá var starfsemi Sjálfsbjargar lsf. og Sjálfs- bjargarheimilisins kynnt, undirrituð hljóp í skarðið á seinustu stundu fyrir Lilju Þorgeirsdóttur félagsmálafull- trúa Sjálfsbjargar enda öllum hnútum kunn sem Sjálfsbjargarfélagi til fjölda ára. Á þessum námskeiðum er einn þáttur alveg ómissandi en það er leik- ræn tjáning í umsjá Kjuregej Alex- öndru Argunovu. Hún hefur undra- góð áhrif á fólk og fær það til að gera ólíklegustu hluti með gleði. Hún lífgar alltaf vel upp á stemninguna og 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.