Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 49
ekki var síðra að hafa hana með við
borðhaldið og á kvöldvökunni á
laugardagskvöldið. Þá var sungið við
undirleik Einars Hjörleifssonar eftir
góða máltíð kokksins Sigurlaugar
Gunnlaugsdóttur.
Eins og fram hefur komið stendur
námskeiðið yfir í tvo daga og vil
ég taka fram að sérlega góð aðstaða
er í Sjálfsbjargarheimilinu (dagvist)
fyrir þessi námskeið því bæði eru
góður fundarsalur og borðsalur auk
herbergis fyrir hópvinnu og svo er hin
ágætasta hvíldaraðstaða fyrir fólk sem
þarf á henni að halda. Hjálparmenn
eru til staðar allan tímann.
Boðið er upp á svokallað fræðslu-
hom þar sem einstaklingar geta fengið
upplýsingar um ýmsa þjónustu og
starfsemi á hinum ýmsu stöðum sem
tengjast fötlun. Þá er þátttakendum
boðið upp á að ræða í einrúmi við
fyrirlesara og starfsmenn námskeiðs-
ins sem voru að þessu sinni þau: Einar
Hjörleifsson, Kristín Jónsdóttir, Lilja
Þorgeirsdóttir og María Þorsteins-
dóttir.
I lok námskeiðsins var gert nám-
skeiðsmat að venju, þar sem þátttak-
endur fengu tækifæri til að segja sitt
álit á námskeiðinu. Þá kemur ýmis-
legt í ljós. Allir þátttakendur tóku
fram að námskeiðið í heild væri mjög
gott eða sérlega gott og að þeir hefðu
fræðst mikið og alltaf væri gott að
heyra frá reynslu annarra með svipaða
fötlun og svo öllu sem aðrir höfðu frá
að segja.
Umræðan um tilfinningaleg við-
brögð við fötlun fellur ávallt í góðan
jarðveg. Það kemur einnig ávallt í ljós
að mikil þörf er fyrir upplýsingar um
tryggingamál og hin ýmsu hagsmuna-
mál fatlaðra. Ennfremur finnst fólki
mikið gagn af umræðum í litlum hóp-
um. Einhver sagði að námskeiðið
hefði gefið sér nýja von. Er þá ekki
tilganginum náð?
Það er skoðun mín að Sjálfsbjörg
lsf. sé á réttri braut með námskeiða-
haldi sem þessu, enda er það orðinn
fastur punktur í starfseminni. Eg vil
sem starfsmaður námskeiðanna frá
upphafi þakka Sjálfsbjörg lsf. þá frá-
bæru aðstöðu sem námskeiðin hafa
fengið í Sjálfsbjargarhúsinu. Það er
Sjálfsbjörg til mikils sóma.
Kristín Jónsdóttir fyrirlesari
og starfsmaður námskeiðsins
Sveinn Snorri Sveinsson:
Ef ég get ekki..
Ef ég get ekki hlaupið
geng ég
ef ég get ekki gengið
skríð ég
ef ég get ekki skriðið
ligg ég
og anda og anda
Og lifi í voninni
Höfundur er 75% öryrki.
Menningardagar heyrnarlausra
son.
B e r g 1 i n d
Stefánsdóttir
flutti ávarp og
lýsti menning-
ardaga heyrn-
arlausra opn-
aða. Hún kvað
nauðsyn til bera
að gera menn-
ingu heyrnar-
lausra svo sýn-
ilega almenn-
ingi sem unnt væri. Hún kallaði
forseta íslands upp og færði honum
gjöf frá félaginu, málverk eftir Sunnu
Davíðsdóttur, sem forsetinn þakkaði
fyrir, bar kveðjur konu sinnar sjúkrar,
en Berglind ámaði henni hins bezta
bata. Þá voru sýndar stuttmyndir, en
höfundar þeirra fengu fyrir þær 1.
verðlaun á alþjóðlegri kvikmynda-
hátíð í Budapest. Höfundamir Mira
Zuckermann og Cornelis Mehlum
kynntu myndir sínar með ávörpum.
Mira myndina Vináttu, Cornelis
leikurum og
túlkað á tákn-
máli.
11. október
opnaði svo Vil-
hjálmurG. Vil-
h j á I m s s o n
inálverkasýn-
ingu í Lista-
safni ASÍ og
fékk hún ein-
staklega góða
dóma og var
fjölsótt. 29.
október var svo flutt barnaleikritið
Lofthræddi örninn Örvar í Vestur-
hlíðarskóla, leikið og túlkað jafnhliða.
Hápunkti náði þó þessi menning-
arhátíð dagana 3.-5. nóvember þegar
Tyst teater frá Svíþjóð sýndi 3 leikrit:
Lilla Mahagonny, Shakespearian hit
parade og Mirad-drengur frá Bosníu.
Þóttu þær sýningar takast einstaklega
vel. Þetta framtak Félags heyrnar-
lausra var lofsvert mjög og þeim til
mikils sóma.
H.S.
Forseti íslands einnig mættur.
myndina Portúgal og vom báðar lista-
vel gerðar.
f Loftkastalanum var svo stutt-
myndahátíð með stuttmyndum eftir
heyrnarlausa. Þá var ljóðakvöld,
mjög skemmti-
legt og fjöl-
breytt í Þjóð-
leikshúskjall-
aranum flutt af
Menningardagar heyrnarlausra
voru haldnir 2.okt. - 9.nóv. sl.
og tókust mjög vel.
2. október var móttaka f Loftkast-
alanum íboði Félags heyrnarlausra og
var þar fjöl-
menni saman-
komið. Meðal
gesta var forseti
íslands, Ólafur
Ragnar Gríms-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
49