Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 51
Flækjufótur á Norðurlöndum næsta sumar Ferðaklúbburinn Flækjufótur hefur áður fengið nokkra kynningu hér í Fréttabréfinú. Þar er ekki slegið slöku við og nú næsta sumar ætlar Flækjufótur í sumarferð til Norðurlanda með Norrænu að sjálfsögðu. 2. júní nk. verður lagt af stað frá Reykjavík með rútu sem er með lyftuútbúnaði og sú verður með íför allan tímann. Eftirgistingu íFreysnesi í Öræfum verður svo siglt frá Seyðisfirði 4. júní. Löndin verða svo heimsótt eitt af öðru, fyrst Danmörk og Kaupmannahöfn auðvitað heimsótt. Þá kemur svo að Svíþjóð og þar unað í fjóra daga, en Svíar sjá um alla skipulagningu fyrir okkur. Að lokum eru svo frændur vorir í Noregi sóttir heim og gist bæði í Ósló og Björgvin. Það er vitanlega Sigríður Kristinsdóttir, sem allar upplýsingar veitir í síma 557-2468 og á hennar frásögn hér byggt. Við segjum bara: Góða ferð og góða skemmtun. H.S. dvalarkostnaði eins og hann er ákveð- inn af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, sbr. 3. gr. Nú á vistmaður maka og skulu þá eigin tekjur vistmanns skiptast að jöfnu milli vistmanns os maka þegar staðgreiðsluskattar hafa verið frá þeim dregnir. Séu tekjurnar eftir skipting- una hærri en 26.755 krónur skal hann með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalarkostnaði sín- um sbr. 1. mgr.” (undirstrikanir eru mínar.) Eins og hér kemur fram fjallar fyrri mgr. um útreikning þátttöku í dvalarkostnaði þegar um einstakling er að ræða og er í fullu samræmi við ákvæði 27. gr. áðurnefndra laga um málefni aldraðra. Síðari mgr. fjallar, að mínum dómi, um það hvernig fara skuli að þegar vistmaðurinn á maka sem áfram dvel- ur heima, og þarf nú einn að standa straum af áður sameiginlegum kostn- aði hjónanna. Greinin segir að flytja skuli helming af tekjum vistmanns- ins til hins heimabúandi maka áður en útreikningur á dvalarkostnaðar- þátttöku samkv. 1. mgr. er gerður. Þessi túlkun er í samræmi við orð- anna hljóðan í tilvitnaðri 2. mgr. reglugerðarinnar og fellur einnig lagalega að áðurnefndri 27. gr. laga nr. 82/1989. Sú lagagrein kveður aðeins á um þátttöku þeirra, sem tilgreindir eru sem vistmenn í dval- arkostnaði sínum. Túlkunogfram- kvæmd T.R, þar sem öllu er snúið við, með því að flytja tekjur frá mökum, sem í sumum tilfellum eru jafnvel ekki í hópi aldraðra og oft heldur ekki vistmenn, styðst því ekki við orðanna hljóðan í fyrr- greindri 2. mgr. reglugerðar, auk þess sem slík túlkun hefur enga lagastoð í 27. gr. greindra laga. Þessum skoðunum mínum, með tilvitnun til framangreinds úrskurðar í máli fyrrum sveitunga minna, tel ég rétt að koma hér á framfæri, ef það mætti verða til þess að aðrir sem svip- að er ástatt hjá mættu hafa stuðning af, ef þeir vildu kanna rétt sinn. Þeim tel ég rétt að benda á að Öryrkja- bandalagið veitir skjólstæðingum sínum lögfræðiaðstoð, auk þess sem e.t.v erhægt að leita til félaga aldraðra eftir aðstoð. Bragi Halldórsson. Hlerað í hornum Maður einn sem erft hafði verslun föður síns var ekki sterkur í skilningi á málsháttum og orðatiltækjum. Því til sönnunar var sagt að þegar vinur hans kom í heimsókn í verslunina hafi vinurinn sagt: “Aldrei kemst þú nú Jón minn með tærnar þar sem faðir þinn hafði hælana”, en þá á Jón að hafa rokið upp og sagt: “Ef þú ætlar að fara að tala illa um hann pabba, þá er mér að mæta”. Tveir menn hittust á sólarströnd og tóku tal saman. Annar þeirra sagðist vera þarna af því að húsið hans hefði brunnið til ösku og vátryggingar- félagið greitt mjög ríflegar bætur. “Hvað segirðu”, sagði hinn “ég fékk einmitt svo ágætar bætur fyrir húsið mitt sem skriða tók og sópaði á haf út. Þess vegna er ég nú hér” “Heyrðu mig nú, ég dáist að þér”, sagði sá þá sem brunnið hafði ofan af, “hvemig í ósköpunum fórstu að koma skriðu af stað?” Þessi er nú frá Ítalíu. Ung hjón, sem þó höfðu verið gift í nokkur ár, komu til prests eins og spurðu hvað þau ættu að gera svo þau mættu eiga börn. Prestur ráðlagði þeim að biðja til guðs, en ef allt um þryti yrði eigin- maðurinn að fara til Rómar og kveikja á sérstöku kerti í Péturskirkjunni með tilheyrandi bænalestri. Prestur þessi flutti svo í aðra sókn, en ellefu árum síðar kom hann í heimsókn í sína gömlu sókn og datt þá í hug að heilsa upp á barnlausu hjónin. Þar kom til dyra með barn á handlegg og fjölda annarra á bak við sig telpa á að giska tíu ára. Prestur spurði eftir móður telpunnar, en hún sagði hana vera á fæðingardeildinni. Þá spurði hann eftir föður hennar, en þá svaraði telpan: “Nei, hann er ekki heima, hann fór til Rómar til að slökkva á kertinu”. Það var yfir tuttugu stiga hiti og glaða sólskin og róninn á Miklatúni klæddi sig úr hverri spjör og Iagðist í grasið, en af meðfæddri háttvísi þá tók hann vasaklút og lagði yfir það allra heil- agasta. Ekki leið á löngu þar til þar bar að tvær eldri konur og er þær sáu rónann í fæðingargallanum einum þá hófu þær upp hneykslan mikla og jesúsuðu sig yfir honum. Þegar rón- anum leiddist hjalið reis hann upp við dogg og sagði: “Hypjið þið ykkur burtu, annars snýti ég mér”. Eins og menn kannast við bjóða seiðandi konur körlum símaþjónustu, segjaþeim örvandi sögurog setja upp allháan prís fyrir hverja mínútu. I jafnréttisumræðu konu og karls sagði karlinn: “Já, það er nú svona með jafnréttið, það er nú aldeilis ekki alltaf til staðar. Ef karlmaður klæmist við konu getur það kostað hann kæru fyrir kynferðislega áreitni, en ef kona klæmist við karlmann þá kostar það hann 69 og 90 á mínútuna”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.