Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Page 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Page 53
Hávaði og heyrnarskaði Málþing Heyrnarhjálpar ^ 'Í nóvember sl. hélt Heyrnarhjálp málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur um Ád A »hávaða og heyrnarskaða. Þetta málþing var haldið m.a. í tilefni af 60 ára afmæli þessa næstelzta félags Öryrkjabandalagsins. Þetta var hið merkasta málþing og synd hve fáir sóttu það, því þarna kom fram fróðleikur mikill, sem engu okkar er óviðkomandi. Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, Jóhanna S. Einarsdóttir setti málþingið, fundarstjóri var Ólöf Rún Skúladóttir fjölmiðlafræðingur og Guðjón Ingvi Stefánsson formaður Heyrnarhjálpar sleit svo málþinginu eftir fjörugar umræður og fyrirspurnir þar sem allir frummælendur sátu fyrir svörum. í upphafi söng Sigrún Hjálmtýsdóttir (sem sjálf er alvarlega heyrnarskert) þrjú lög við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur svo yndi var á að hlýða. Framsöguerindi fluttu svo: Ólafur Ólafsson landlæknir urn hávaða; Einar Sindrason yfirlæknir um heyrnarskaða af völdum hávaða; Bolli Thoroddsen hagfræðingur um hávaða á vinnustöðum; Vilhjálmur Rafnsson læknir um Vinnueftirlit ríkisins; Þór Tómasson verkfræðingur um hávaða sem umhverfismengun; Hulda Ólafsdóttir form. Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um hávaða í borg og Björn Th. Árnason forrn. Fél.ísl.hljómlistamanna um starfsumhverfi tónlistarmanna og áhrif þess á heyrnina. Þetta voru virkilega fróðleg og áhugaverð erindi sem sönnuðu hve miklu skiptir að sem bezt verði fyrir forvörnum séð, að vel þyrfti að sjá fyrir vemdun gegn hávaða á vinnustöðum, Ijósvakafjölmiðlar komu og við sögu svo og kvikmynda- og danshús og hinn óþolandi ærandi þar. Málþing þetta var aðstandendum sannarlega til mikils sóma og umhugsunarefni hversu fáir sáu ástæðu til þess að sækja svo merkilegt málþing um efni sem alla varðar. Máske á gamla biblíusetningin þama vel við: Heyrandi heyra þeir ekki. A.m.k. voru alltof fáir sem heyrðu í alvöru þetta ágæta kall Heyrnarhjálpar. H.S. Björn G. Eiríksson sérkennari: Gleðileg jól Færa friðarins jól fögnuð, gleði og skjól. Leiftrar dýrðarljós bjart Ijós er hjarta vort snart, gegnum grimmúðug él, gegnum myrkur og hel. Barn er borið í heim birtan leikur um geim. Ljós með lífgandi yl leiðir frelsarans til. Glampar gleðinnar sól. Gleðileg jól. Björn G. Eiríksson Hlerað í Umboðsmaður útvarpsins var á ferð í kauptúni einu og var að mkka ógreidd afnotagjöld. Hann kom að húsi þar og barði að dyrum, út kom ungur maður og rukkari spurði eftir Erlendi Jónssyni. “Er Erlendur við?” “Nei, hann er ekki við,” sagði ungi mað- urinn og lokaði á hinn. Þrem tímum seinna barði rukkarinn aftur að dyrum og spurði unga manninn, hvort Erlendur Jónsson væri við, en hann kvað nei við. “Veistu nokkuð hvenær hann kemur?”, spurði rukkarinn. “Nei, það veit ég ekki, hann fór inn í kirkjugarð fyrir 10 ámm og hefur ekki komið þaðan.” Sagt var að Þorleifur ríki hefði komið að unglingspilti sem hefði verið að baksa við að leysa klyfjar ofan af hesti og endað með því að skera bandið í sundur. Unglingurinn spurði svo Þor- leif, hvernig hann hefði orðið svona ríkur. Þá anzaði hann: “Ég leysti hnútinn.” hornum Danskur brandari, meinlegur mjög er einhvern veginn svona. Tveir af æðstu mönnum Dana dóu um svipað leyti og fóru báðir til himna og var þar vel tekið. Daginn eftir sáu þeir viðbúnað nokkurn við Gullna hliðið, rauður dregill, englahljómsveit og Lykla-Pétur í sínu fínasta pússi. Þeir fóru nú að forvitnast um þetta hjá Pétri. “Já, það voru að koma tveir íslendingar,” sagði Pétur. “Hvað er þetta? Voru þeir svona háttsettir?” “Nei, langt í frá,” anzaði Pétur, “það em bara orðin 25 ár frá því íslendingur kom hér síðast.” *** Tengdafaðirinn var að lýsa einum tengdasona sinna og sagði: “Það er ekki mikið sem skilur þá að tengdason minn og guð almáttugan.” Viðmæl- anda kom þetta á óvart, því ekki var vitað um mikla dáleika milli þeirra tengdafeðga. “Jú, sjáðu til. Guðgerði allt af engu, en hann tengdasonur minn gerir allt að engu.” *** Og ein tvíræð vel sem eldri kona sagði nýlega í eyru ritstjóra: Gamla konan á elliheimilinu var orðin örlítið út úr heiminum enda gekk hún um ganga elliheimilisins með prjónabrók af látnum bónda sínum í fanginu. Þetta þótti starfsfólki sem og ekki síður aðstandendum gömlu konunnar afleitt en engar fortölur dugðu. Því þótti það þrautaráð að biðja prestinn að reyna að ráða fram úr þessu vandamáli. Prestur sá að sér væri vandi á höndum en lét þó til leiðast, fór til gömlu konunnar með fallega bíblíu og bauð henni að skipta á bíblíunni og brókinni. “Nei, prestur minn, það tek ég ekki í mál,” sagði sú gamla, “ég er nú orðin svo gleymin og kölkuð að ég man ekkert eftir því hvað stóð í þessari góðu bók, en ég man hins vegar vel eftir því sem stóð í þessari brók.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.