Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 55
unnt er þ.e. að vasapeningar eigi að mæta þriðjungi almennra, viður- kenndra útgjalda fólks sýnir vel hver smánarblettur vasapeningarnir eru á tryggingakerfi okkar svo sem segir í ályktun aðalfundarins. Heildarútgjöld trygginganna vegna vasapeninga öryrkja á næsta ári mun nær 50 millj. kr. samtals svo sanngjörn tvöföldun þeirra myndi nú tæpast kollvarpa hag ríkissjóðs. Aðrar eins upphæðir sjáum við nú í fjárlögum næsta árs s.s.84 millj.kr. til viðgerða á sendiráði í Washington og 102 millj.kr. til framkvæmda við sendiráð í Berlín. Að þessu sérstak- lega munu viðræður okkar við trygg- ingaráðherra beinast á næstunni og ekki trúað öðru en því að einhver lagfæring fáist. A.m.k. þykir okkur sem góðærið margumtalaða megi nú tæpast fara gjörsamlega hjá garði hjá þessu fólki sem hvað erfiðasta á ævidagana á svo margan máta. En við sjáum hvað setur. *** Margt er athyglisvert að finna í fjárlögum næsta árs m.a. fer ekki milli mála að hækkun bóta skilar sér að takmörkuðu leyti vegna skerð- ingaráhrifa og svo sézt auðvitað hvergi hve miklu er aftur skilað beint til ríkis og sveitarfélaga með skatt- töku, en það er drjúgur skildingur á heildina litið. Þetta kemur auðvitað engum á óvart sem þekkir til hinna altæku skerðingarákvæða sem hvar- vetna gilda í tryggingakerfinu og sem tilfinnanlegust eru oft vegna áunninna vinnutekna svo og vegna tekna mak- ans. Makatekjur valda því oft eins og Sigurbjörg Armannsdóttir sagði í erindi sínu á kjararáðstefnu ÖBÍ að lífeyrisþeginn heldur ekki einu sinni eftir bótagreiðslum sem hrokkið gætu fyrir aukakostnaði af völdum fötlunar. I þessu sambandi verður fylgzt vel með hver úrskurður verður hjá umboðsmanni Alþingis um lagalegt réttmæti þess að makatekjur yfirleitt megi skerða tekjutryggingu. Athygli vekur á fjárlögum nú að framlag til endurhæfingarlífeyris hækkar veru- lega og er það sannarlega af hinu góða. Hins vegar vekur þetta upp spumingar um hvað gert sé á endur- hæfingartímanum, hversu ereftirfylgt um endurhæfingu til nýrra starfa, til virkrar þjóðfélagsþátttöku á nýjan leik. Sömuleiðis þá samhliða hvað er svo raunhæft gert í lok endurhæfing- artímans sem nú getur lengstur orðið 18 mánuðir. Það er ánægjulegt til þess að vita að forystuaðilar í Trygginga- stofnun ríkisins skuli nú huga sérstak- lega hér að m.a. með samráði við end- urhæfingarstofnanir og þá Reykjalund sérstaklega svo og við Starfsþjálfun fatlaðra. Ekki þarf að rekja þann þjóð- félagslega ávinning sem leiðir af því að sú eða sá sem fyrir slysi eða áfalli hefur orðið fái þá endurhæfingu og starfsþjálfun sem veitir viðkom- andi möguleika til þess að verða á ný virkur í atvinnulífinu, að ekki sé nú talað um hinn beina ávinning viðkom- andi í þessu efni með innihaldsríkara og gjöfulla lífi. Öryrkjabandalagið mun leggja þessu máli allt það lið sem það má og engin fjarstæða finnst undirrituðum það að hluta af aukningu þeirra fjár- muna sem næsta ár á að færa verði beinlínis varið til virkra aðgerða á þessu sviði s.s. varðandi aukna möguleika Starfsþjálfunar fatlaðra til að auka sína starfsemi og veita enn fleirum tækifæri. Ekki skortir á aðsóknina þar, því nú í nóvember- byrjun, þegar þetta er ritað þá hafa þegar 50 manns sótt um skólavist, en aðeins er unnt að taka inn hverju sinni 16-18. Þó er enn ekki farið að aug- lýsa eftir umsóknum um vist. Sann- færing mín er sú að fátt sé heilladrýgra í frekari framkvæmd þessara mála en efling Starfsþjálfunar fatlaðra, bæði með möguleikum til fjölgunar nem- enda hverju sinni og auknu nám- skeiðahaldi og ekki síður með enn betri möguleikum til eftirfylgni, en þar er merkilegt starf þegar unnið með árangri góðum. Vonandi tekst hér að stilla saman strengi sem allra bezt svo afrakstur verði af til heilla fyrir ótalda einstaklinga, til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild. Staðtölur Tryggingastofnunar ríkisins 1996 geyma margan mætan fróðleikinn. Þar kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun öryrkja - alltof mikla raunar á liðnum árum, þá hafa útgjöld almannatrygginga sem hluti af útgjöldum nTdsins ekki aukizt. Hluti lífeyristrygginga og félagslegra bóta af heildarútgjöldum velferðar- mála hefur heldur ekki vaxið. Örorkulífeyrisþegar í árslok 1996 eru alls 7577, fjölgaði um 400 á árinu, sem er allnokkru minni fjölgun en árin næstu á undan. Örorkustyrkþegum fækkaði milli ára um nær 100 og eru alls 1554 í árs- lok. Síðar munu fleiri tölulegar upplýs- ingar tilfærðar, en þessar hér að fram- an segja sína sögu, m.a. það að þrátt fyrir allt tal um útþenslu trygginga- kerfisins þá er hún alls engin ef miðað er við heildarútgjöld ríkissjóðs og hefðu fáir trúað því miðað við allt umtalið. *** að mál sem á næstunni verður hvað brýnast í brennidepli er yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Aðeins er ár fram til þess að þessi yfirfærsla eigi sér stað og svo viðamikill og víðfeðmur sem málaflokkurinn er, þá er það afar stutt- ur tími svo ekki sé meira sagt. Yfir- færslan er enda miklu vandasamari en svo að þar megi í neinu rasa um ráð fram. Um er að ræða altæka réttindalög- gjöf sem lögin um málefni fatlaðra óneitanlega eru sem á nú að skila sér inn í lög um félagsþjónustu sveitar- félaga, sem í dag eru meiri ramma- og heimildarlög. Brýnast alls í þessari yfirfærslu að öllu sé til haga haldið sem fyrir er og helzt aukið og endur- bætt ef kostur er. Sömuleiðis það að enginn hópur verði í einu eða neinu útundan við yfirfærsluna. Forráða- mönnum sveitarfélaga þarf og að vera fullljóst hve margt er enn ógert í þess- um málaflokki, þannig að slétt fjár- hagsleg skipti koma auðvitað ekki til greina. í þessu sambandi þarf að taka afstöðu til Framkvæmdasjóðs fatl- aðra, hversu með þá fjármuni verður farið og svo þarf sérstaklega að gæta að því hvert verður hlutverk félags- málaráðuneytis að aflokinni yfir- færslu. Hér þarf varlega að ganga um gáttir fram og huga að mörgu, því öllu skiptir að málefnin verði betur á vegi stödd eftir en áður. Það eitt verður að ráða afstöðu manna svo og því hvenær yfirtakan á að eiga sér stað. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.