Bændablaðið - 07.05.2020, Page 36

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202036 Vinnulag við rúning er með nokkru öðru móti á bænum Þverá í Dalsmynni, en Þverárbændur hafa löngum þótt verkhagir og úrræðagóðir sem kemur sér einkar vel þegar fáar hendur eru til að vinna verkin. Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, tók á móti Ósk Helgadóttur, varaformanni Stéttarfélagsins Framsýnar, á dögunum og kynnti verklagið við rúninginn og tók hún helstu upplýsingar saman í grein sem birtist á vefsíðu Framsýnar. Rúningur hefur staðið yfir síð- ustu vikur á flestum sauðfjárbúum landsins, seinni rúningur sem gjarn- an kallast snoðrúningur. Algengasta rúningsaðferðin sem tíðkast hér á landi er kennd við Nýja-Sjáland og hefur verið notuð frá því á áttunda áratugnum. Það þótti mikil breyting á verklagi þegar hún var tekin upp miðað við þær aðferðir sem áður voru notaðar þegar sauðfé var klippt með handklippum eða hnífum einu sinni á ári. Nýsjálenska aðferðin algengust „Með nýsjálensku aðferðinni eru ærnar lagðar á malirnar og rúið frá bringu og aftur úr. Starfið er slítandi og reynir mikið á bakið. Því hafa margir rúningsmenn fjár- fest í rólu, sem þeir hanga í meðan þeir vinna verkið og létta þannig á stoðkerfinu. Góðir rúningsmenn eru eldsnöggir að svipta kindinni úr reyfinu og geta náð miklum af- köstum yfir daginn. Eru þeir eru gulls ígildi fyrir bændur og líklega eins eftirsóttir í dag og góðir sláttu- menn voru fyrir um 100 árum,“ segir Ósk í pistli sínum. Kindunum komið fyrir á lyftupalli Arnór segir þar að sömu vinnustell- ingar henti ekki öllum, en hann telur ekki algengt að bændur noti palla við rúninginn þó vissulega sé það til. Arnór kemur sínu fé fyrir á þar til gerðum palli og segir fullorðna féð oftast rólegt á pallinum, það séu helst gemsarnir sem séu eitthvað að sprikla til að byrja með. Þeir venjist þó fljótt. Byrjað er á að koma kindinni fyrir á lyftupallinum. Síðan er bandi smeygt aftur fyrir hornin, komið fyrir eins konar múl og taumnum tyllt við stoð. Vel fer um kindurnar við rúninginn og með þessu fyrir- komulagi er ekki verið að böggla þeim saman, þær standa bara keikar á sínum fjóru fótum. Til að tryggja réttar vinnustellingar segist Arnór byrja á því að stilla pallinn í vinnu- hæð, en síðan geti hann bara hafið verkið. Hann segist yfirleitt ekki nota þetta verklag við haustrún- inginn, en þyki þessi aðferð þægi- legri við snoðrúninginn. „Ærnar eru þá líka orðnar þyngri á sér og erfiðari í meðförum,“ segir hann. /MÞÞ LÍF&STARF VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Nýtt verklag við rúning á Þverá í Dalsmynni: Kindum komið fyrir á lyftupalli Unnið við sumarrúning á Lokastaðarétt í Dalsmynni um miðja síðustu öld. Það er Benedikt Karlsson bóndi á Ytra-Hóli sem mundar klippurnar, en Helgi Jóhannesson vinnumaður heldur í ána. Helgi þessi er ættaður frá Bakka á Tjörnesi og er núverandi forstóri Norðurorku. Mynd / Úr ljósmyndasafni gamla barnaskólans á Skógum í Fnjóskadal Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, kemur sínu fé fyrir á þar til gerðum palli merð lyftubúnaði. Byrjað er á að koma kindinni fyrir á lyftupallinum. Síðan er bandi smeygt aftur fyrir hornin, komið fyrir eins konar múl og taumnum tyllt við stoð. Pallurinn er síðan stilltur í rétta vinnuhæð áður en hafist er handa. Myndir / Aðalsteinn Árni Baldursson Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, ræðir við Sigurð Ágúst Þórarinsson, bónda í Skarðaborg í Reykjahverfi (t.v.), Tryggva Óskarsson á Þverá í Reykjahverfi og Margréti Bjartmannsdóttur, bónda á Sandhólum á Tjörnesi. Myndin var tekin í bændaferð. Með nýsjálensku aðferðinni eru ærnar lagðar á malirnar og rúið frá bringu og aftur úr. Starfið er slítandi og reynir mikið á bakið. Því hafa margir rúningsmenn fjárfest í í rólu, sem þeir hanga í meðan þeir vinna verkið og létta þannig á stoðkerfinu. Rúningur með rafmagnsklippum með verklagi eins og algengast var á árum áður.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.