Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 36

Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202036 Vinnulag við rúning er með nokkru öðru móti á bænum Þverá í Dalsmynni, en Þverárbændur hafa löngum þótt verkhagir og úrræðagóðir sem kemur sér einkar vel þegar fáar hendur eru til að vinna verkin. Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, tók á móti Ósk Helgadóttur, varaformanni Stéttarfélagsins Framsýnar, á dögunum og kynnti verklagið við rúninginn og tók hún helstu upplýsingar saman í grein sem birtist á vefsíðu Framsýnar. Rúningur hefur staðið yfir síð- ustu vikur á flestum sauðfjárbúum landsins, seinni rúningur sem gjarn- an kallast snoðrúningur. Algengasta rúningsaðferðin sem tíðkast hér á landi er kennd við Nýja-Sjáland og hefur verið notuð frá því á áttunda áratugnum. Það þótti mikil breyting á verklagi þegar hún var tekin upp miðað við þær aðferðir sem áður voru notaðar þegar sauðfé var klippt með handklippum eða hnífum einu sinni á ári. Nýsjálenska aðferðin algengust „Með nýsjálensku aðferðinni eru ærnar lagðar á malirnar og rúið frá bringu og aftur úr. Starfið er slítandi og reynir mikið á bakið. Því hafa margir rúningsmenn fjár- fest í rólu, sem þeir hanga í meðan þeir vinna verkið og létta þannig á stoðkerfinu. Góðir rúningsmenn eru eldsnöggir að svipta kindinni úr reyfinu og geta náð miklum af- köstum yfir daginn. Eru þeir eru gulls ígildi fyrir bændur og líklega eins eftirsóttir í dag og góðir sláttu- menn voru fyrir um 100 árum,“ segir Ósk í pistli sínum. Kindunum komið fyrir á lyftupalli Arnór segir þar að sömu vinnustell- ingar henti ekki öllum, en hann telur ekki algengt að bændur noti palla við rúninginn þó vissulega sé það til. Arnór kemur sínu fé fyrir á þar til gerðum palli og segir fullorðna féð oftast rólegt á pallinum, það séu helst gemsarnir sem séu eitthvað að sprikla til að byrja með. Þeir venjist þó fljótt. Byrjað er á að koma kindinni fyrir á lyftupallinum. Síðan er bandi smeygt aftur fyrir hornin, komið fyrir eins konar múl og taumnum tyllt við stoð. Vel fer um kindurnar við rúninginn og með þessu fyrir- komulagi er ekki verið að böggla þeim saman, þær standa bara keikar á sínum fjóru fótum. Til að tryggja réttar vinnustellingar segist Arnór byrja á því að stilla pallinn í vinnu- hæð, en síðan geti hann bara hafið verkið. Hann segist yfirleitt ekki nota þetta verklag við haustrún- inginn, en þyki þessi aðferð þægi- legri við snoðrúninginn. „Ærnar eru þá líka orðnar þyngri á sér og erfiðari í meðförum,“ segir hann. /MÞÞ LÍF&STARF VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Nýtt verklag við rúning á Þverá í Dalsmynni: Kindum komið fyrir á lyftupalli Unnið við sumarrúning á Lokastaðarétt í Dalsmynni um miðja síðustu öld. Það er Benedikt Karlsson bóndi á Ytra-Hóli sem mundar klippurnar, en Helgi Jóhannesson vinnumaður heldur í ána. Helgi þessi er ættaður frá Bakka á Tjörnesi og er núverandi forstóri Norðurorku. Mynd / Úr ljósmyndasafni gamla barnaskólans á Skógum í Fnjóskadal Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, kemur sínu fé fyrir á þar til gerðum palli merð lyftubúnaði. Byrjað er á að koma kindinni fyrir á lyftupallinum. Síðan er bandi smeygt aftur fyrir hornin, komið fyrir eins konar múl og taumnum tyllt við stoð. Pallurinn er síðan stilltur í rétta vinnuhæð áður en hafist er handa. Myndir / Aðalsteinn Árni Baldursson Arnór Erlingsson, bóndi á Þverá, ræðir við Sigurð Ágúst Þórarinsson, bónda í Skarðaborg í Reykjahverfi (t.v.), Tryggva Óskarsson á Þverá í Reykjahverfi og Margréti Bjartmannsdóttur, bónda á Sandhólum á Tjörnesi. Myndin var tekin í bændaferð. Með nýsjálensku aðferðinni eru ærnar lagðar á malirnar og rúið frá bringu og aftur úr. Starfið er slítandi og reynir mikið á bakið. Því hafa margir rúningsmenn fjárfest í í rólu, sem þeir hanga í meðan þeir vinna verkið og létta þannig á stoðkerfinu. Rúningur með rafmagnsklippum með verklagi eins og algengast var á árum áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.