Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 48

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 48
Meðal breytinga á fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 voru tilfærslur á verkefnum með það fyrir augum að fara í verkefni sem myndu kalla á fleiri vinnandi hendur og nýtast atvinnuátaki sem er í undirbúningi. Eitt þessara verkefna eru svokallaðir Heilsustígar sem hafa lengi verið í plönum umhverfissviðs og hófst undirbúningur á því í raun þegar settir voru upp svokallaðir Hreystigarðar árið 2013 á fjórum stöðum, í skrúð- görðum Keflavíkur og Njarðvíkur, Tjarnarhverfi og á Ásbrú. „Hugmyndin með Heilsustígum er að setja niður svokallaða ása, sem eru stofnstígar og verða tvískiptir, 2,8 metra breiðir, malbikaðir stígar. Þessi útfærsla svipar til stígsins frá Eyjavöllum upp í flugstöð sem lagður var af Reykjanesbæ og Vegar- gerðinni árið 2015 og er geysivinsæll og mikið notaður. Stígarnir verða vel upplýstir með bekkjum, rusla- tunnum og skiltum með fræðslu- efni um hollustu og lýðheilsu. Þá verða ásarnir einnig merktir litum og lengdum þannig notendur sjái vel hve langt þeir hafa farið og hve langt þeir eiga eftir í þeirri leið sem þeir eru á. Með því að hafa þessa stíga svona breiða verður tryggt að umsjón með þeim og rekstur verður betri en á öðrum stígum bæjarins þar sem það verður til að mynda betra að koma tækjum fyrir sópun, snjómokstur og hálkueyðingu. Þessir stígar verða ekki skilgreindir sem hjóla- og/eða göngustígar heldur er hugmyndin sú að líkt og á stígnum upp í flugstöð sýni notendur tillit til hvers annars,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfis- sviðs Reykjanesbæjar. Undanfarnar vikur hafa stígar bæjarins, sem eru í misjöfnu ástandi, verið mikið notaðir af bæjarbúum og munu örugglega, líkt og annað sem breytist eftir COVID-19, verða mikið notaðir áfram að sögn Guð- laugs. „Eins og sést á þessari yfirlitsmynd (sem fylgir fréttinni) sést hvernig þessir ásar munu tengjast Strandleið- inni og þannig mynda góðar teng- ingar milli hverfa. Þegar hefur verið hafist handa og munum við gæta þess að það verði eins lítil röskun á stígunum eins og kostur er á meðan framkvæmdum stendur. Frágangur verður þó unnin í sumar með átaks- vinnuhópum en eins og áður segir mun þess gætt að stígarnir verði brúklegir þrátt fyrir það, íbúum til yndisauka,“ sagði Guðlaugur. ÁTAK Í GERÐ OG LAGFÆRINGUM HEILSUSTÍGA Í REYKJANESBÆ Fleiri vinnandi hendur nýttar á næstunni Stígar sem fyrir eru verða margir breikkaðir og nýir lagðir. Að ofan má sjá göngustíg sem liggur upp í flugstöð. Neðri myndin er af stíg sem liggur í gegnum Vatnsholtið, þar hefur Skógræktarfélag Suðurnesja gróðursett á undanförnum árum. Þetta er mjög skemmtilegt svæði og þar verður stígurinn lagaður. Í Njarðvíkurskógum hefur verið smíðuð brú, í nágrenni hennar er talsverður trjágróður og skemmtilegt svæði til að setjast niður. Göngustígur er í gegnum svæðið. Guðlaugur H. Sigurjónsson hjá umhverfissviði Reykjanesbæjar stendur á nýju brúnni. 48 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.