Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 48

Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 48
Meðal breytinga á fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 voru tilfærslur á verkefnum með það fyrir augum að fara í verkefni sem myndu kalla á fleiri vinnandi hendur og nýtast atvinnuátaki sem er í undirbúningi. Eitt þessara verkefna eru svokallaðir Heilsustígar sem hafa lengi verið í plönum umhverfissviðs og hófst undirbúningur á því í raun þegar settir voru upp svokallaðir Hreystigarðar árið 2013 á fjórum stöðum, í skrúð- görðum Keflavíkur og Njarðvíkur, Tjarnarhverfi og á Ásbrú. „Hugmyndin með Heilsustígum er að setja niður svokallaða ása, sem eru stofnstígar og verða tvískiptir, 2,8 metra breiðir, malbikaðir stígar. Þessi útfærsla svipar til stígsins frá Eyjavöllum upp í flugstöð sem lagður var af Reykjanesbæ og Vegar- gerðinni árið 2015 og er geysivinsæll og mikið notaður. Stígarnir verða vel upplýstir með bekkjum, rusla- tunnum og skiltum með fræðslu- efni um hollustu og lýðheilsu. Þá verða ásarnir einnig merktir litum og lengdum þannig notendur sjái vel hve langt þeir hafa farið og hve langt þeir eiga eftir í þeirri leið sem þeir eru á. Með því að hafa þessa stíga svona breiða verður tryggt að umsjón með þeim og rekstur verður betri en á öðrum stígum bæjarins þar sem það verður til að mynda betra að koma tækjum fyrir sópun, snjómokstur og hálkueyðingu. Þessir stígar verða ekki skilgreindir sem hjóla- og/eða göngustígar heldur er hugmyndin sú að líkt og á stígnum upp í flugstöð sýni notendur tillit til hvers annars,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfis- sviðs Reykjanesbæjar. Undanfarnar vikur hafa stígar bæjarins, sem eru í misjöfnu ástandi, verið mikið notaðir af bæjarbúum og munu örugglega, líkt og annað sem breytist eftir COVID-19, verða mikið notaðir áfram að sögn Guð- laugs. „Eins og sést á þessari yfirlitsmynd (sem fylgir fréttinni) sést hvernig þessir ásar munu tengjast Strandleið- inni og þannig mynda góðar teng- ingar milli hverfa. Þegar hefur verið hafist handa og munum við gæta þess að það verði eins lítil röskun á stígunum eins og kostur er á meðan framkvæmdum stendur. Frágangur verður þó unnin í sumar með átaks- vinnuhópum en eins og áður segir mun þess gætt að stígarnir verði brúklegir þrátt fyrir það, íbúum til yndisauka,“ sagði Guðlaugur. ÁTAK Í GERÐ OG LAGFÆRINGUM HEILSUSTÍGA Í REYKJANESBÆ Fleiri vinnandi hendur nýttar á næstunni Stígar sem fyrir eru verða margir breikkaðir og nýir lagðir. Að ofan má sjá göngustíg sem liggur upp í flugstöð. Neðri myndin er af stíg sem liggur í gegnum Vatnsholtið, þar hefur Skógræktarfélag Suðurnesja gróðursett á undanförnum árum. Þetta er mjög skemmtilegt svæði og þar verður stígurinn lagaður. Í Njarðvíkurskógum hefur verið smíðuð brú, í nágrenni hennar er talsverður trjágróður og skemmtilegt svæði til að setjast niður. Göngustígur er í gegnum svæðið. Guðlaugur H. Sigurjónsson hjá umhverfissviði Reykjanesbæjar stendur á nýju brúnni. 48 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.