Spássían - 2013, Blaðsíða 16

Spássían - 2013, Blaðsíða 16
16 er „young adults“ á ensku. Bókin er augljóslega sprottin úr auknum vinsældum undirflokks fantasía sem kallast „urban fantasy“. Þegar þessi tegund bókmennta kom fyrst fram í einhverjum mæli gerðust þær gjarnan í drungalegum stórborgum og þaðan er nafnið, sem hefur verið þýtt borgarfantasía, dregið. Sögusvið þeirra hefur þó víkkað með árunum og er heitið nútímafantasía því mun betra. Þetta eru bækur sem gerast í heimi sem er að mestu leyti eins og hinn raunverulegi samtími en með einhverjum breytingum, t.d. tilvist galdra, varúlfa eða annarra yfirnáttúrulegra vera sem „venjulegt fólk“ veit ekki af. Í þessum bókum uppgötvar hetjan yfirleitt að hún er hluti af hliðarheimi og þarf að takast á við nýja tilveru. Þetta er einmitt það sem gerist í bók Stefáns Mána þar sem aðalpersónan kemst að því að hann er varúlfur. Bókin er ansi lituð af því að Stefán Máni er vanur að skrifa glæpasögur um undirheima Reykjavíkur því hér eru þeir einnig sögusviðið, þótt varúlfum sé bætt við. „Paranormal fantasy“ eða yfirnáttúrulegar fantasíur er annar undirflokkur fantasíunnar sem er að mörgu leyti svipaður nútímafantasíunni en þar er þó einkenni annarrar bókmenntagreinar, ástarsögunnar, meira ráðandi. „Yfirnáttúrulegar ástarsögur“ er líklega lýsandi heiti á þessari tegund fantasía en þó getur atburðarás þeirra verið meira í ætt við spennusögur og því erfitt að draga einhver skýr mörk á milli þessara undirflokka. Þekktasta dæmið um bækur af þessu tagi er auðvitað Twilight bókaflokkurinn eftir Stephenie Meyer en flokkurinn er mun fjölbreyttari en það og bók Stefáns Mána hefur ýmis einkenni þessa flokks. Nútímafantasíur eru stundum staðsettar á mörkum þess sem kalla má hefbundnar skáldsögur. Bókmenntalegt gildi þeirra er oft talið meira en þeirra sem falla betur inn í formúluna og eru bækur t.d. Neil Gaiman og China Miéville dæmi um það. Þessir höfundar hafa mjög sérstakan stíl sem einkennist m.a. af sérstakri afstöðu sögumanns til persóna og atburða. Það er ákveðin írónísk fjarlægð í því hvernig framvindu og heimsmynd er lýst, jafnvel í fyrstupersónufrásögnum þeirra. Eina íslenska tilraunin til að skrifa fantasíu af þessu tagi er bókaflokkur Emils Hjörvars Petersen, Saga eftirlifenda, sem er undir sterkum áhrifum frá Gaiman. Stíll þessa bókaflokks er all sérstakur og áhrif kvikmynda á uppbyggingu sögunnar áberandi. Sá heimur sem bækurnar lýsa er einhvers konar samtímalegur hliðarheimur þar sem ragnarök hafa átt sér stað og þau goð sem eftir lifðu áttu að skapa nýjan og betri heim. En vegna persónulegs ósættis milli þeirra hefur hinn nýi heimur orðið eins konar dystópía þar sem ýmis vandamál sem við könnumst við úr samtímanum eru ýkt. Hugmyndin er góð og margar stílpælingarnar áhugaverðar en ganga því miður ekki nógu vel upp. Sérstaklega á það við um það hvernig rödd hins alvitra sögumanns og raddir persóna blandast saman sem gerir lesendanum erfitt fyrir að greina á milli þeirra. Einnig veldur þessi frásagnaraðferð því að lesandinn á erfitt með að tengjast persónunum og láta sig örlög þeirra einhverju skipta. Íslenskir höfundar eru að reyna sig við flestar þær mismunandi tegundabókmenntir sem til eru á erlendum bókamarkaði og við ýmsa undirflokka. Hér hefur þó ekki verið fjallað um þær íslensku hryllingssögur eða kynlífssögur sem hafa verið að koma út og byggja á vinsældum þess háttar bóka erlendis. Til þess að aðrar íslenskar tegundabókmenntir en glæpasögur geti náð að vaxa og dafna þá þurfa menn að sinna þeim betur. Þær þurfa að fá ritstjóra sem hafa áhuga á þessari tegund bókmennta og umfjöllun gagnrýnenda og annarra sem láta sig íslenska bókmenningu varða. Annars er hætt við að aðdáendur þeirra haldi bara áfram að lesa á ensku og þeir höfundar sem áhuga og getu hafa til að skrifa þær fylgi fordæmi Snorra Kristjánssonar og skrifi þær frekar á ensku. Til þess að aðrar íslenskar tegundabókmenntir en glæpasögur geti náð að vaxa og dafna þá þurfa menn að sinna þeim betur. Þær þurfa að fá ritstjóra sem hafa áhuga á þessari tegund bókmennta og umfjöllun gagnrýnenda og annarra sem láta sig íslenska bókmenningu varða. Emil Hjörvar Petersen. Saga eftirlifenda: Höður og Baldur. Nykur. 2010. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.