Spássían - 2013, Síða 50
50
egar ég sest niður til að þýða viðtal við chutney-
meistara að nafni Drake Page er verið að fjalla um
kryddsultu (chutney), súrkrás (pikkles) og gerjað
tófú í útvarpinu hér í New York. Pikkles er mjög vinsælt
og pæklunarsérfræðingar með exótískar súrkrásir og
sultur eru orðnir nær klisjukennd ímynd svokallaðrar
matgæðinga-menningar (foodie-culture). Sjálfbær
lítil þorp eru fyrirmyndin að umhverfisvænum lífsstíl,
sem sífellt stækkandi hópur New York-búa reynir að
aðlaga stórborgarlífi sínu. Ég get verslað allt í matinn á
bændamörkuðum víðs vegar um borgina. Jafnvel hér í
Bushwick, sem var iðnaðarhverfi fyrir fimm árum og þar
sem góðar líkur voru á skotbardaga eftir sólsetur, má nú
finna nokkra bændamarkaði og grænmetisgarða fyrir
almenning. Heimavinnandi feður með börn hangandi
utan á sér í afrískum burðarsjölum versla lífræn matvæli
og hunang sem búið er til á húsþökum í Brooklyn
og Bronx. Þunnar listakonur og -menn skríða út úr
vinnustofum sínum, klædd einkennisbúningi þunnra
listaspíra (gallastuttbuxur, bolir með víðu hálsmáli,
skítugir merkjalausir strigaskór), smakka ógerilsneydda
osta og ræða lífsskilyrði dýranna sem lögðu þá til.
Þetta er dásamleg þróun og hinir bjartsýnu vonast til
að snúa megi þróun matarmenningar Vesturlanda í átt
frá ömurlegum aðstæðum húsdýra og slæmu heilsufari
þeirra er unna unnum matvörum.
Matarsaga okkar segir margt um okkur. Að leyfa
pyntingar á fólki skemmir karakter þjóðar, sagði Barack
Obama árið 2009.1 Hann hefði getað bætt því við að
þegar leyfð er hryllileg meðferð á dýrum, og fyrirtækjum
leyfist að fæða okkur á eiturefnum og næringarlausum
„mat“, breytir það einnig karakter okkar og lífsgæðum.
Skilningur á því hversu vel matarvenjur okkar
lýsa karakter, hvort sem er karakter þjóðar, einnar
persónu, eða tímabils, hefur löngum verið til staðar í
bókmenntum. Matarlýsingar eru notaðar til að auka
skilning okkar eða, eins og ég las í Spássíunni,2 til
að veita okkur hvíld frá æsispennandi atburðarás.
Heili okkar nærist af hvíldinni á meðan persónur
Enid Blyton nærast á niðursoðnum ávöxtum, sem
segir okkur líka ýmislegt um tíðarandann. Þarna hafa
stórfyrirtæki sannfært Önnu, sem sá um matargerðina,
að best væri að éta dýrkeyptar unnar dósamatvörur.
Í dag myndi Anna frá New York vita að hollara og
ódýrara (og léttara) væri að nýta það sem til staðar er
í nærumhverfinu; búa til þangsalat og drekka nokkur
hrá mávaegg, þar sem fjórmenningarnir fela sig í hellum
við sjávarsíðuna, íklædd gúmmísóluðum skóm (með
óforskammaða smyglara á hælunum).
Í bókinni Miðnæturbörn notar Salman Rushdie
fjölskyldusögu, og sögu einstaklinga innan
fjölskyldunnar, til að lýsa sögu þjóðar sem er sundruð
í þrjár. Hann notar líka chutney til að tengja söguna
við eitthvað jarðneskt sem stendur utan við hugsjónir
iðnæturbörn,
kryddsulta og
matarmenning
M
Eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur
Þ
yfirlesið