Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 17. janúar 2020 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hvað verður heitasta trendið á árinu? „Fyrst og fremst verður það sjálfbær hönnun og umhverfið sem er í algjörum forgangi – endur- vinnsla af bestu gerð. Því verða jarðtóna litir í húsgögnum og fatatísku áberandi á árinu, ásamt mjúkum línum og skúlptúruðum formum. Eins tel ég að hör muni birtast okkur í auknum mæli og þá í alls kyns útgáfum. Eins plíseraraðir lampar, en Le Klint, Norr 11 og New Works eru á meðal þeirra sem hafa kynnt slíka til leiks sem nýjung á árinu.“ Elva Hrund Ágústdóttir stílisti „Eftir að við höfum verið að færa okkur meira í átt að umhverfisvænni neyslu hvað varðar tísku og snyrtivörur á undanförnum árum mun það „trend“, ef svo má kalla, sækja gífurlega í sig veðrið. Neyt- endur eru mun meðvitaðri um framleiðslu og skað- leg áhrif ýmissa efna fyrir náttúruna sem og okkur sjálf ásamt því að vilja minnka úrgang. Hæg tíska eða „slow fashion“ er það sem mun standa eftir þegar upp er staðið. Flíkur úr endurunnum vefnaði eða öðrum efnivið eru að sækja í sig veðrið. Ég held að nýsköpun í tísku sé það sem mesta eftirspurnin verður. Við munum sjá t.d. jakka úr ananasberki, töskur úr sveppaleðri eða því um líkt.“ Erna Hreinsdóttir, listrænn stjórnandi „Það verður minnkun í verslun á fjöldaframleiddum fatnaði og mun meiri fókus á fótspor vörunnar. Ég held að kúnninn sé orðinn svo meðvitaður um uppruna, bakgrunn, sögu og framleiðsluferli sem og endingartíma fatnaðar að það fer að hafa meira vægi en áður.“ Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður „Ég tel að heitasta trendið verði jákvæðni og kær- leikur. Konur í kringum mig tala mikið um hversu harðar við getum verið við okkur sjálfar og það sé kominn tími til að breyta því. Við höldum áfram að hlúa að heimilinu því þar vill okkur líða vel, sem er ástæða þess að innanhússhönnun hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár. Heimilin verða litríkari og mýkri, sem er dásamlegt fyrir okkur Íslendinga sem búum við mikið myrkur og kalda birtu.“ Linda Jóhannsdóttir listakona Frá einu foreldri til annars F oreldrahlutverkið er líkleg- ast erfiðasta hlutverkið sem mannfólkið glímir við. Það tekur á að koma börnum til manns, það dylst engum. Fyrstu árin þarf að kenna barninu mun- inn á réttu og röngu. Það þarf að kenna því að borða, klæða sig, sýna kurteisi og reyna að vekja þá samkennd sem býr innra með því. Svo tekur við tímabil þar sem fræðslan verður flóknari og um- hyggja foreldra felst einna helst í því að taka óvinsælar ákvarðanir sem eru barninu fyrir bestu – þótt barnið sjálft sjái það ekki alltaf þannig. Unglingsaldurinn rýkur á dyr með öllum sínum ofsa og þá vandast málin. Sjálfstæður ung- lingur lætur illa að stjórn og þá er mikilvægast fyrir foreldra að vera til staðar ef eitthvað bjátar á. Loks taka fullorðinsárin við og þá verða foreldrar að sleppa tak- inu, leyfa „litla barninu“ sínu að fljúga og taka sínar eigin ákvarð- anir, gera sín eigin mistök. Eitt eiga öll þessi æviskeið sameiginlegt. Áhyggjur foreldra af börnunum sínum hverfa aldrei. Við foreldrarnir höfum gengið í gegnum um það bil allt sem þessi blessuðu börn glíma við og því reynist þrautinni þyngri að sker- ast ekki í leikinn og hafa vit fyrir þeim öllum stundum. „Eina sem börn þurfa er ást og umhyggja,“ sagði góð ljósmóð- ir við mig þegar ég var nýbúin að eignast mitt fyrsta barn. Ég var ósofin og taugaveikluð yfir öllu og engu. Hafði eytt þremur dög- um í að spá hvort hvítvoðungur- inn ætti að vera í sokkum eða ekki. Yrði barninu of heitt í sokk- um? Hvað ef það væri berfætt heima í fanginu mínu, gæti því orðið of kalt þannig að það myndi veikjast? Hvar fengi ég eiginlega sokka fyrir svo smáar fætur? Stóra sokkamálið tók yfir veröld mína og þegar ljósmóðirin sótti mig loks heim brast ég í grát yfir van- mætti mínum því ég vissi ekkert um ungbarnasokka. Þessi setn- ing hennar bjargaði mér frá full- komnu þroti. Auðvitað væri þetta ekkert flókið. Ást og umhyggja – það er allt sem þarf, í sokkum eða án. Þegar ég lít til baka finnst mér það náttúrulega stjarnfræði- lega fáránlegt að eitthvað svo veigalítið sem tvær sokkapjötlur hafi ollið mér þessu hugarangri, en þessir frægu sokkar voru bara fyrstu af ótal álitamálum sem hafa haldið fyrir mér vöku í gegn- um tíðina. En hvað ef ást og umhyggja er ekki nóg? Það er spurning sem ég spyr mig oft að. Sú spurning leit- aði enn og aftur á mig þegar frétt- ir af hræðilegu morði á Spáni bárust til Íslands. Málið er enn í rannsókn en sá grunaði virðist hafa ráðist á sambýlismann móð- ur sinnar með þeim afleiðing- um að hann lést. Að sögn móð- urinnar var það örvæntingarfull leit sonarins að peningum fyrir „eitrinu“, fíkniefnum, sem heltók hann. Hinn grunaði heimsótti rit- stjórnarskrifstofu DV fyr- ir nokkrum mánuðum og vildi eiga við mig einkasamtal. Margt sem fór okkar á milli er trúnað- armál, eins og hinn grunaði fór fram á. Það mun ég virða. Honum var mikið niðri fyrir og hann var hræddur um líf sitt. Ætlaði að flýja land og reyna að skapa sér betra líf einhvers staðar annars staðar. Hann var, líkt og fólk sem fíkni- efnin gleypa, með samsæriskenn- ingar á færibandi, svo margar að erfitt var að skilja á milli raun- veruleika og vímu. Hann sló mig sem góður maður, sem ekki að- eins hafði orðið fíkninni að bráð heldur einnig þurft að þola meiri harm á sinni ævi en flestir. Hann var einlægur og kurteis. Hann skynjaði muninn á réttu og röngu og talaði svo ofur fallega um móð- ur sína. Hann óttaðist einnig um líf hennar og var búinn að einsetja sér að gera allt sem í hans valdi stæði til að vernda hana, mikil- vægustu persónuna í lífi hans. Eftir langt samtal, tilfinninga- þrungið og oft og tíðum óþægi- legt, kvöddumst við með virktum. Hann ætlaði að hafa samband aftur en svo hvarf hann út í tómið og ég sá hann aldrei meir. Nú sé ég hann eingöngu á síðum fjöl- miðlanna, grunaðan um þennan hræðilega glæp. Þó að fíknin eigi sínar skuggahliðar þá getur ekk- ert afsakað slíkan glæp. Akkúrat ekki neitt. Það er líklegast enginn sem skilur harm móður hins grunaða. Það er ómögulegt fyrir foreldri að setja sig í hennar spor. Ef ég missti næstum lífsþróttinn út af einu sokkapari þá get ég ekki gert mér í hugarlund hvernig er hægt að vinna úr slíku áfalli, líkt og þessi tiltekna móðir er búin að upplifa, og halda áfram með lífið. Ég sendi henni mína sterku- stu strauma, frá einu foreldri til annars. n Blessað bókhaldið Mikið er rætt um vanda Landspítalans. Ráðherrar í ríkisstjórn og þeirra flokks- bræður og -systur segja spítal- ann hafa fengið nóg af pening- um. Vandinn sé rekstrarlegur. Stjórnarandstaðan segir ráð- herra vísvitandi hagræða töl- um í bókhaldinu til að láta líta út eins og spítalinn hafi fengið meira fé en raun er. Á meðan ráðherrar og þingmenn þrasa um tölur og aukastafi, núll og kommur, versnar ástandið með hverjum deginum. Mis- tök hafa kostað fólk lífið og nokkuð víst að syrgjendum er sama hvort rifist er um einn milljarð eða fjóra. Bókhaldið nefnilega bjargar ekki lífum heldur starfsfólk spítalans. Væri ekki réttara að hlusta á hjálparkall þeirra í staðinn fyrir að grúfa höfðinu ofan í Excel-skjal? Þögnin Kristín Martha Hákonardóttir, verkfræðingur og ofanflóða- sérfræðingur, vakti athygli á því að stjórnvöld hefðu huns- að áskorun síðan í fyrra þar sem fagfólk, þar á meðal Krist- ín sjálf, skoraði á stjórnvöld að ljúka sem fyrst uppbyggingu ofanflóðavarna, en sam- kvæmt Kristínu er aðeins búið að verja um helming þeirra svæða þar sem snjóflóðahætta er yfir ásættanlegum mörkum. Í ljósi hamfara vikunnar er þessi þögn stjórnvalda baga- leg og virðist lítið hlustað á fagfólk í ýmsum geirum – ekki bara í heilbrigðiskerfinu. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Nýtt tekur við af gömlu Miðbærinn iðar af lífi og framkvæmdum, þá sérstaklega við Hafnar- torg þar sem nú rís hvert glæsihýsið á fætur öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.