Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 46
46 PRESSAN 17. janúar 2020 Þ egar stjörnur springa ein- hvers staðar í alheiminum hefur það venjulega engin merkjanleg áhrif á okkur hér á jörðinni. Yfirleitt uppgötv- ar fólk, það er að segja þeir sem vinna ekki við rannsóknir á al- heiminum, ekki að slíkir ógnar- atburðir eigi sér stað. Við höld- um bara okkar striki, förum í vinnu, verslum og vitum ekkert af þeirri hættulegu geislun sem slík- ar sprengingar valda en hún gæti eytt öllu lífi hér á jörðinni. En auð- vitað getur svo farið dag einn að stjarna, sem er ekki ófjarri sólkerf- inu okkar, springi og sendi góðan skammt af banvænni geislun í átt að jörðinni. Það myndi hafa ógn- vænlegar afleiðingar fyrir allt líf hér á plánetunni okkar. Geislunin myndi eyðileggja ósonlagið, sem verndar okkur fyrir geislum utan úr geimnum, og síðan myndi hún gera út af við allt líf. Það eru því góð ráð dýr varð- andi slíkar náttúruhamfarir en bandaríski stjörnufræðingurinn Matthew Caplan telur sig hafa fundið lausn á þessu. í geim- ferðatímaritinu Acta Astronaut- ica var nýlega birt grein eftir hann þar sem hann kynnti hugmyndir sínar að tveimur risastórum vél- um sem geta flutt sólina okkar og allt sólkerfið með í öruggt skjól frá slíkum ógnaratburðum. Til þess að gera þessa miklu flutn- inga mögulega þarf að nota orku sólarinnar. Sérfræðingar telja sumir hverj- ir að í raun séu þessar hugmynd- ir hans góðar og gildar, fræðilega séð. Það sé hægt að færa sólina og sólkerfið úr stað en það fylgir þessu þó einnig stórt ef. Það er að þetta er ekki framkvæman- legt í dag og ekki í náinni framtíð og raunar hugsanlega aldrei. Það þarf mun þróaðra menningar- samfélag en okkar til að geta ráð- ist í svona stóra framkvæmd. Áhugaverðar hugmyndir Við erum víðs fjarri því að búa yfir nauðsynlegri tækni til að geta gert þetta í dag og ekki er fyrir- sjáanlegt að við munum ráða yfir slíkri tækni. Samt sem áður þykir sumum þetta ansi áhugavert hjá Caplan og telja þetta geta kennt okkur eitt og annað. Við lærum til dæmis meira um áhrif risa- stórra mannvirkja, sem þessara, á ljósið sem berst frá stjörnun- um í alheiminum. Ef menningar- samfélög eru til annars staðar í Vetrarbrautinni og hafa byggt eitthvað álíka þá geta hugmyndir Caplan hjálpað okkur að átta okk- ur á því þar sem við vitum meira um áhrif slíkra bygginga á ljós- styrkinn og litrófið sem við sjáum berast frá stjörnunum. Þetta gæti því hugsanlega rutt veginn að uppgötvun háþróaðs vitmunalífs utan jarðarinnar. En hvað varðar að veita jörðinni vernd gegn svo gríðar- lega öflugum sprengingum, sem sprengingar stjarna eru, telja flestir að finna þurfi aðrar og kannski öllu raunhæfari leiðir. Betra sé að byggja upp kerfi sem verndi jörðina gegn geislum frá slíkum ofursprengingum. Hættu- legasti hluti slíkra sprenginga vari ekki lengi, heldur aðeins í nokkra daga og í versta falli í nokkra mánuði og þá sé hættan yfirstað- in. Það sé því kannski í ansi mikið í lagt að færa allt sólkerfið úr stað. Hugmyndin er þó auðvitað not- hæf í fjarlægri framtíð ef mann- kynið ákveður að leggja önnur sólkerfi undir sig. Þá væri auðvit- að gott að geta bara flutt allt sól- kerfið okkar með. Risastórt sólarsegl Fyrsta hugmynd Caplan um hvernig sé hægt að flytja sólkerf- ið gengur út á að byggja risastórt sólarsegl sem hægt og rólega flyt- ur sólina og restina af sólkerfinu í öruggt skjól. Seglið á að hylja aðra hlið sólarinnar svo hér er ekki um neitt smá verkefni að ræða. Það þarf einnig að nota ör- þunnt efni við að búa seglið til. Það á að vera á þykkt við rautt blóðkorn segir Caplan. Seglið mun síðan virka sem risastór spegill sem endurvarpar geislum sólarinnar þannig að þeir skína bara í eina átt. Það mun valda því að sólin mun hægt og rólega fær- ast úr stað. Þetta virkar á sama hátt og vindar hér á jörðinni því geislar sólarinnar munu mynda knún- Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Stjarnfræðilega framsæknar hugmyndir n Hefur þróað mótor sem getur fræðilega séð flutt allt sólkerfið okkar n Þyrfti að búta plánetuna Merkúr upp Víðs fjarri Nútímatækni leyfir ekki framkvæmd á hugmyndum Caplans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.