Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 60
60 FÓKUS 17. janúar 2020 Upprisa hverfamenningar Eru gömlu góðu hverfiskaffihúsin á hverfanda hveli eða hefur stjarna þeirra risið að nýju? L andsmenn sækja það í auknum mæli að geta feng- ið alla grunnþjónustu í sínu heimahverfi. Hvort um- hverfissjónarmið ráða þar för eða fortíðarþrá er óvíst um að segja, en ljóst er að hverfi höfuðborgar- svæðisins iða nú af lífi líkt og þau gerðu á síðari helmingi síðustu aldar. DV heimsótti tvö kaffihús í útjaðri höfuðborgarsvæðisins sem eiga tvennt sameiginlegt; að vera starfrækt í kjörnum sem blómstruðu í anda mikils hnign- unartímabils í íslenskri hverfa- menningu og þar sem eigendur hafa það markmið að blása lífi í gömlu góðu hverfastemninguna. Spurð um markhóp ítreka hjónin að auðvitað séu allir velkomnir á kaffihús- ið. „Við einsetjum okkur að bjóða eins lágt vöruverð og við getum til að tryggja að hing- að geti fólk leitað hvenær sem er. Við erum svo heppin að eiga dyggan hóp fastakúnna sem kíkja við vikulega, sumir jafnvel daglega. Fjöl- margir hópar koma hingað í hverri viku og eiga notalega stund en svo eru líka gestir sem mæta alltaf á sama tíma og eru nánast orðnir hluti af fjölskyldunni því við erum farin að þekkja marga af okkar viðskiptavin- um mæta vel. Það sem einkennir okkar þjónustu er góður matur á sanngjörnu verði en eins leggjum við mikið upp úr hlýlegri og persónulegri þjón- ustu. Vinsælast á okkar matseðli er steikarlokan og nautasteikin en hvort tveggja fæst á undir þrjú þúsund krónum. Það ger- ist varla ódýrara. Við bjóðum fólki að kippa með sér bók- um úr hillunum til að gera upplifunina sem notaleg- asta. Að okkar mati skiptir öllu máli að kaffihús þjóði upp á gott kaffi, góðan mat og ríka þjónustulund. Það er lítið vit í því að fara á kaffihús ef manni líður ekki vel þar. Okkur þykir virkilega vænt um að upplifa endur- komu hverfiskaffihúsanna og sjá hvernig hverfin eru að þróast. Hér hittist fólk af öllum vegum lífsins og leiðir saman hesta sína yfir einum kaffibolla. Það er einmitt kosturinn við lítil kaffihús, þetta persónulega sem þau hafa upp á að bjóða. Gamla kaffihúsið er alfarið rekið af okkur í fjölskyldunni með dyggri aðstoð góðra vina. Þetta er mjög þægilegt og virkar vel þar sem við vinnum öll einstaklega vel saman og þekkjum þar að leiðandi okkar viðskipta- vini vel, flesta með nafni. Breiðholtið er fullt af hjartahlýju og einstöku fólki. Við hjónin höfum lengi verið í veitingabransanum og okkur hefur hvergi liðið jafn vel og hér. Hér hjálpast allir að, taka virkan þátt í hverfinu og vilja öllum vel.“ Lítið vit í að fara á kaffihús nema manni líði vel þar Gamla kaffihúsið opnaði í ágúst árið 2015 þegar hjónin Unnur Arna og Karl Vík- ingur ákváðu að opna kaffihús í gamla hverfinu þar sem þau ólust upp. Kveikjuna segja þau einfaldlega hafa verið viljann að prófa eitthvað nýtt. Þrátt fyrir að reksturinn gangi vel viðurkenna hjónin að hann hafi farið hægt af stað. „Já, það tekur tíma að byggja upp gott orðspor en með tímanum hefur það gengið sem er ánægjulegt að fylgjast með. Auðvitað er mikill munur á árstíðum þegar kemur að þessum iðnaði enda hefur veðrið mikið um það að segja hvort fólk sé í stuði að sitja úti og njóta kaffibollans. Það eru ekki allir sem treysta sér út í svona vonskuveður eins og við höfum fengið undanfarið svo eðlilega eru janúar og febrúar rólegir mánuðir. Fólk er svona að hrista af sér jólin.“ Íris Hauksdóttir iris@dv.is Breiðholtið fullt af hjartahlýju fólki M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.