Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 32
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ
Hornstrandir
eru stórkostlegar
SEGJA MÁGARNIR SVEINN JÓNSSON OG RÜDIGER
SEIDENFADEN SEM GENGU MEÐ FERÐAFÉLAGINU
UM AÐALVÍK OG JÖKULFIRÐI
Mér fannst Hornstrandaferðin vægast sagt stórkostleg, fyrirfram hafði ég búist við
frábærri göngu en hún fór langt
fram úr björtustu vonum mínum.“
Þetta segir fuglaáhugamaðurinn
Sveinn Jónsson, sem gekk í fyrsta
sinn um friðlandið á Hornströndum
síðasta sumar í árvissri göngu
Ferðafélagsins. Þetta er vinsæl
ganga sem hefur verið helguð
mannlífi og sögu svæðisins í Aðalvík
og á Hesteyri. Vinsældirnar felast
ekki síst í því að gangan er afar
hentug fyrir þá sem vilja ferðast létt
og uppgötva þetta magnaða svæði
án mikils erfiðis en það á sér hvergi
keppinaut í veröldinni. Einungis er
gengið með léttan dagpoka, gist
í hlýjum húsum, góður matur er
eldaður að kvöldi dags og hann svo
kvaddur með söngi undir lágnættið.
„Ég mun aldrei gleyma þessari
ómetanlegu ferð. Þetta er sko ekki
síðasta ferðin mín á þetta magnaða
svæði enda er ég núna sýktur af
Hornstrandaveikinni heimsfrægu,“
segir Sveinn og hlær.
Sveinn hefur gengið mikið með
Rüdiger Seidenfaden mági sínum
sem er fæddur og uppalinn í
Hannover í Þýskalandi. Hann hefur
tekið slíku ástfóstri við landið að
það mætti miklu frekar ætla að
hann væri fæddur í Flóanum eða á
Fáskrúðsfirði en í fjölmennasta
ríki Vestur-Evrópu.
„Ísland er
paradís á
jörðu,“
segir Rüdiger eða Hróðgeir eins og
hann er stundum kallaður á íslenska
vísu. „Ég kom hingað árið 1981 til að
vinna í eitt ár í Gleraugnasölunni á
Laugarvegi áður en ég ætlaði mér í
háskólanám í sjónfræði í München.
En þá beyttist bara allt, það varð
ást við fyrstu sýn! Og þar erum við
ekki að tala um neinn kvenmann,“
segir Rüdiger og skellir upp úr, „við
erum bara að tala um Ísland! Ég
varð gagntekinn.“
Þeir hlæja saman mágarnir,
innilega og smitandi. Sveinn segir
að Rüdiger hafi einmitt stungið upp
á Hornstrandaferðinni um síðustu
áramót og þeir bara gefið sér hana
í jólagjöf. „Við mágarnir höfum
ferðast mikið um landið, talsvert
saman og líka hvor í sínu lagi. Ég
hef reyndar ferðast um allt land frá
blautu barnsbeini en Hornstrandir
hafa alltaf orðið út undan og því var
ekki erfitt að taka ákvörðun.“
Hefur myndað nær allar kirkjur
Íslands
Rüdiger er ljósmyndari af guðs náð
og hefur unnið það einstaka afrek að
fara í hartnær allar kirkjur landsins.
En þær hefur hann líka myndað og
afraksturinn má finna í
þriggja binda verki sem
hann gefur út í litlu upplagi.
„Ég hafði öfugt við Svenna komið
áður á Hornstrandir en ég verð
að játa að það var Staðarkirkjan í
Aðalvík sem kallaði á mig en hún er
eina kirkja landsins sem ég á eftir að
mynda. Svo gengum við reyndar ekki
í Sæból í Aðalvík í þessari ferð – það
bara bíður, ég tek hana bara í næstu
ferð á Hornstrandir. Ég á reyndar
líka eftir að mynda bænahúsið í
Furufirði á Ströndum.“
Rüdiger er á sama máli og Sveinn
og segir að ferðalagið hafi verið
algerlega frábært.
„Mest snortinn varð ég seinna
kvöldið okkar í Stakkadal í Aðalvík.
Þá laumaðist ég út þegar allir voru
í fastasvefni og sat þarna á bríkinni
á pallinum framan við litla húsið í
Stakkadal. Refurinn, vinur okkar sem
hélt til við húsið, hann bara svaf við
fætur mínar sallarólegur í grasinu
og hringaði skottið um trýnið sitt.
Miðnætursólin roðaði fjöll og fjörð.
Fuglar kvökuðu í nóttinni. Þetta var
algerlega ólýsanleg fegurð – bara
guðdómleg stund!“
Kaldastríðsminjar á Straumnesfjalli
Mágarnir nefna líka gönguna á
Straumnesfjall sem einstakan
viðburð í
ferðinni.
Þar eru ein mestu mannvirki
Vestfjarða sem reist voru af
Bandaríkjaher á sjötta áratug
síðustu aldar. Þarna eru miklar
leifar af ratsjárstöð sem sumir
segja að hafi verið kaldhæðnislega
lokað nánast sama daginn og hún
var tekin í notkun. Þeir nefna báðir
að þessi hús hafi verið algerlega
mögnuð í yfirþyrmandi stærð
og þvílíkt dæmi um hversu langt
maðurinn seilist í hernaðarbrölti sem
hafi engan tilgang í raun þegar öllu
er á botninn hvoft.
„Það eru þrjú hundruð þokudagar
á Straumnesfjalli og við fengum
heiðríkju og logn. Þetta var bara
alvöru guðþjónusta fyrir mig,“ segir
Rüdiger þegar hann lýsir útsýninu af
fjallinu til Rekavíkur og Fljótavíkur og
svo suður með öllum Vestfjörðum.
Fuglasöngur úr mannsnefi
Þegar hópurinn í
Hornstrandagöngunni hafði
gengið niður í Öldudalinn af
Straumnesfjallinu þá tók Sveinn
upp á því að herma eftir fagurblístri
þúfutittlings í óðalsflugi og eftir
steindepli með tísti og smellum. Þau
undur gerðust úti í náttúrunni að þar
lifnuðu margir svarabræður Sveins í
fuglsham.
Svenni skellihlær þegar þetta
er fært í tal. „Eitt leiðir af öðru í
fuglaskoðun og þegar verið er að
mynda stygga fugla þarf stundum
að ná athygli þeirra og fá þá til að
koma úr felum og jafnvel nær manni.
Að líkja eftir hljóðum fuglanna getur
því reynst vel og þetta hefur bara
þróast með tímanum,“ segir Svenni.
„Svo er maður bara svolítill nörd í
sér… sem betur fer.“
Mjög margir njóta þess að horfa
á fugla og tengja þá við árstíðir,
komu vorsins þegar farfuglar
þyrpast til landsins, og haustsins
þegar þeir fljúga aftur utan. Það er
nú líka þannig að mjög mörg okkar
dreymir einhvern tímann um að geta
sigrast á þyngdaraflinu og að fljúga
um himininn eins og fuglarnir. Við
þurfum samt að sætta
okkur við að ferðast á
tveimur jafnfljótum á
sama tíma og fuglarnir
svífa fyrirhafnarlítið að
því er virðist og sumir
geta meira að segja
synt og kafað