Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 30
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ Námskeið hjá FÍ Í VETRARFJALLAMENNSKU, RÖTUN OG FYRSTU HJÁLP Á FJÖLLUM Vetrarferðamennska hefur aukist mikið undanfarin ár og nú stunda þúsundir manna útivist og fjallamennsku af einhverju tagi yfir vetrarmánuðina. Vetrarferðamennska er sannarlega heillandi en henni fylgja um leið hættur sem ferðamenn þurfa að hafa í huga. Snjóflóð er ein af þeim hættum sem ferðamenn þurfa að hafa í huga og varast í ferðum sínum að vetri til. Ferðafélag Íslands býður upp á snjóflóðanámskeið 21. janúar sem er fyrsta námskeið vetrarins. Fleiri námskeið eru haldin á vettvangi FÍ fram á vor og má þar nefna námskeið þar sem kennt er að ferðast á gönguskíðum, námskeið í vetrarfjallamennsku, vaðnámskeið, rötun, Fjallamennska 1, gps námskeið og skyndihjálparnámskeið. Hægt er skrá sig á þessi námskeið á vef FÍ, www.fi.is Snjófljóðum er gjarnan skipt í tvennt: 1. Lausasnjóflóð Lausasnjóflóð eiga upptök sín í einum punkti. Gjarnan sem snjóbolti. Snjóflóðafarvegur skiptist í upptakasvæði, fallbraut og snjóflóðatungu. Upptakasvæði liggur efst í snjóflóðafarvegi og er allt þaðsvæði þar sem upptök snjóflóðs eru hugsanleg. Fallbraut er þar sem snjóflóðið rennur niður ogsnjóflóðatunga þar sem það stöðvast. 2. Flekaflóð Flekaflóð eiga sér stað þegar fleki af snjó brotnar frá snjóþekjunni og rennur af stað niður brekkuna. Þetta gerist þegar snjór með tiltölulega mikla samloðun liggur ofan á snjó sem er með litla samloðun eða ofan á veiku lagi. Fólk sem slasast í snjóflóðum kemur þeim yfirleitt sjálft af stað og oftast er um að ræða þurr flekaflóð. Þurrum og blautum snjóflóðum er gjarnan skipt í tvær megintegundir, lausasnjóflóð og flekaflóð. Að þekkja snjóflóðafarveg Þegar ferðast er um fjalllendi yfir vetrarmánuðina er mikilvægt að þekkja svæði þar sem snjóflóð geta fallið. Nokkur atriði skipta mestu máli til að þekkja snjóflóðafarveg. Algengasti upptakahalli flekaflóða er 30-45°. Hæð yfir sjávarmáli. Snjóflóðahætta er oft meiri í aukinni hæð vegna þess að þar snjóar meira og vindur er sterkari. Afstaða til sólar. Norðurhlíðar fjalla eru gjarnan lengur óstöðugar því þar er kaldara en í suðurhlíðum. Norðurhlíðar eru líklegri til að vera með meiri snjóflóðahættu en suðurhlíðar á köldum vetrardögum. Suðurhlíðar fjalla verða oft veikari fyrir snjóflóðum en aðrar hlíðar þegar sólin er hátt á lofti. Gil og skálar eru yfirleitt hættulegri en aðrar brekkur því þar er erfiðara að leita skjóls fyrir hættum. Fólk sem lendir í snjóflóðum í giljum berst gjarnan að miðju gilsins þar sem krafturinn er mestur og líklegt að grafast djúpt. Snjór getur safnast saman í giljum úr ólíkum vindáttum. Annar barmur gilsins getur verið með stöðugum snjó á meðan hinn er með mjög óstöðugum snjó. Grjót og tré sem standa upp úr snjóþekjunni virka gjarnan eins og akkeri fyrir snjóinn. Oftast eiga flekaflóð upptök sín í kúptum hluta brekkunnar. Stærð brekku. Stór brekka getur borið meiri snjó og myndað stærri snjóflóð. Breiðir dalsbotnar eru gjarnan öruggari en umliggjandi hlíðar. Hryggir eru yfirleitt öruggir fyrir snjóflóðahættu, en þó ber að vara sig á hengjum sem kunna að vera öðru hvoru megin við hrygginn. Gott er að ferðast um flata hluta brekkunnar og halda sig frá bröttum hlíðum. Þar sem ekki er hægt að forðast brattar hlíðar skal fara um þær eins ofarlega og hægt er. Haldið ykkur frá íhvolfum brekkum ef hætta er á snjóflóðum. Ef ekki er hjá því komist að ferðast um snjóflóðahættusvæði má minnka áhættuna með því að láta einn fara yfir ótrygga hlutann í einu og að ferðafélagar fylgist með. Ekki stoppa í miðri brekku, farið á öruggari stað. Horfið á þá sem eru í brekkunni. Gerið fyrirfram ákveðna áætlun: Hver skal fara fyrst? Hvar skal stoppa? Snjóflóðahætta Snjóflóðahætta stjórnast af þremur þáttum, landslagi, stöðugleika snjóþekjunnar og fólki. Til að gera ferðalög hættuminni þarf sá sem ferðast að spyrja sig spurninga: Hvernig er landslagið? Er líklegt að snjóflóð gætu fallið? Er snjórinn stöðugur? Hverjar yrðu afleiðingarnar ef snjóflóð félli hér? Veðrabrigði sem hafa neikvæð áhrif á stöðugleika snjóþekju: • Áköf snjókoma • Rigning • Skafrenningur • Snögg hlýnun • Snjórinn hitnar að bræðslumarki • 20 sm eða meira af snjó hefur fallið síðustu daga Veðrabrigði sem hafa jákvæð áhrif á stöðugleika snjóþekju: • Kólnun, sérstaklega eftir þíðu • Nokkrir dagar með fremur mildu veðri Þegar þú sérð eða heyrir veðurspána spurðu þig þá hvaða áhrif hún hafi á snjóþekjuna. Þegar þú ert á ferð á fjöllum taktu þá eftir hvernig veðrið er og hugsaðu um hvaða áhrif veðrið hafi á snjóþekjuna. Vísbendingar um snjóflóðahættu 1. Nýfallin snjóflóð í svipuðum brekkum Það er engin betri vísbending um yfirvofandi snjóflóðahættu. Reyndu að forðast brekkur með svipaðan halla sem snúa í sömu átt eða eru í svipaðri hæð og brekkur þar sem snjóflóð hafa fallið. 2. Vúmp-hljóð Vúmp-hljóð heyrist þegar veikt lag fellur samaní snjóþekjunni. Þá er sagt að náttúransé að öskra snjóflóðahætta! Forðið ykkur úr snjóflóðabrekkum! 3. Stækkandi sprungur Þegar sprungumyndun sést í hlíðunum eða þegar snjórinn brotnar undan manni gefur það til kynna að flekaflóð geti farið af stað. Skafrenningur Vindsöfnun á svæðum má sjá þegar öldur af snjó myndast í lægðum og gjarnan myndast hengjur. 4. Skyndileg hlýnun Skyndileg hlýnun, einkum ef hitastigið fer yfir frostmark, eykur líkur á snjóflóðum. Holhljóð Holhljóð í snjónum líkt og slegið sé á trommur gefa sterklega til kynna að í snjónum sé veikt snjólag. 5. Nýsnævi Flest snjóflóð falla stuttu eftir snjókomu. 6. Klapppróf Klapppróf er notað til að skoða veik lög efst í snjóþekjunni. 30 x 30 sm súla er skorin frá snjóþekjunni og efstu 30 til 40 sm eru settir á skóflublaðið. Skóflunni er síðan hallað um 15° og klappað undir hana, fyrst létt og svo fastar. Ef snjóþekjan brotnar í láréttum fleti gefur það til kynna að veik lög séu til staðar í þekjunni. Til að flekaflóð geti myndast þarf sterkari snjór að vera ofan á veikari snjó. Veikt lag er snjór sem binst illa saman og/eða binst illa undirliggjandi lagi, undirliggjandi lag myndar rennslisflöt fyrir flekaflóð. Til að finna þessi veiku lög er gott að grafa gryfju til að finna veiku snjólögin. Samantekt Áður en farið er af stað ber að huga að hvernig veðrið hefur verið síðustu daga og veðurspá. Gera upp við sig áður en lagt er af stað hve mikla áhættu hópur er tilbúinn að taka. Hverjir koma með, hver er kunnátta þeirra, þekking á svæðinu o.fl. Hafa skal með og kunna að nota öryggisbúnað, það er snjóflóðaýli (rafhlöður í lagi), snjóflóðastangir, skóflu o.s.frv. Á leiðinni upp í fjall: Hafið augun opin fyrir hættumerkjum eins og veðri og nýlegum snjóflóðum. Í fjalllendi • Nýfallin snjóflóð • Snjórinn brotnar upp • Brestir eða vúmp-hljóð • => gefa til kynna mikla snjóflóðahættu • Vindur, hengjur => ójöfn snjósöfnun Aukin snjóflóðahætta • Mikil snjókoma • Rigning • Snögg hlýnun • Hlýnun að frostmarki Góðar ferðavenjur • Ef þið teljið brekku hættulega reynið að forðast hana og ef ekki er annað hægt þá að fara einn yfir í einu • Ekki merkja brekkur með hengjur fyrir ofan • Bíðið með að hjálpa félögum ykkar að losa fastan sleða í brekku og alls ekki fara upp fyrir mann sem er fastur í brekku • Fylgist með ferðafélögum ykkar • Ekki stoppa þar sem snjóflóð geta fallið Tvennt að lokum: 1. Vertu með öryggisbúnað 2. Farðu á námskeið. Samantekt: Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðasviði Veðurstofu Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.