Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 50
50 FÓKUS 17. janúar 2020 Þ að er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í Borgarleikhúsinu með uppsetningu á leikritinu Vanja frændi, einu merkasta leikverki leiklistar- sögunnar eftir meistara Anton Chekhov. Vanja frændi er talið vera mesta afrek Chekhov í leikritaskrifum, en það er unnið út frá leikritinu Wood Demon sem Chek- hov skrifaði um áratug áður en Vanja frændi var frumsýnt í Moskvu, en hið fyrrnefnda hlaut algjöra útreið í leiklist- arsenunni. Chekhov einfaldaði Wood Demon, fækkaði persónum og breytti endanum svo fátt eitt sé nefnt og út- koman varð Vanja frændi. Undirrituð lærði leiklist í rússneskum skóla þar sem Chekhov var í guðatölu, af augljósum ástæðum. Allir nem- endur skólans þurfa að spreyta sig á texta meistarans, sem auðvelt er að misskilja og hreint út sagt klúðra. Textinn sem slíkur, fyrir þá sem ekki kunna að lesa hann, virkar leiðinlegur og niðurdrepandi. Undir leiðsögn rússnesku lærimeistara minna var ég hins vegar leidd í þann skilning um að djúpur húmor lægi undir yfirborðinu. Það er nefni- lega það fallega við Chekhov; samtöl hans eru svo mann- leg og einlæg en jafnframt er svo margt sem liggur á milli línanna. Svo margt ósagt. Bravó, Brynhildur Í stuttu máli má með sanni segja að Brynhildur Guðjóns- dóttir er frábær leikstjóri. Hún kann að dýfa sér ofan í texta klassísku meistaranna, vinna hann á einlægan hátt með leikurum þannig að úr verður mikil dýpt og nánd við áhorf- endur. Þó Chekhov hafi ekki verið pólitískt leikskáld held- ur frekar einbeitt sér að mannlegu eðli og samskiptum, þá eiga textar hans ótrúlega vel við í dag. Þótt leikverkið hafi verið samið fyrir rúmri öld þá er snilld Chekhov fólgin í því að leikritið hefði getað verið skrifað í gær eða eftir fimm ár. Hann fjallar um harm mannanna, eftirsjá, samspil manna og náttúru, brostna drauma og eldheitar þrár. Forboðna ást og fjötra og allt þar á milli. Brynhildur skilur Chekhov. Hún skilur viðfangsefnið, hún skilur eymdina hjá fátæk- um bændum í Rússlandi, hálfgerðum þrælum, hún skilur baráttuna fyrir tilvistinni og þrá eftir betra lífi. Enn fremur skilur hún að Chekhov samdi ekki niðurdrepandi harm- leiki heldur kómískar tragedíur þar sem hver persóna er listilega vel sett saman. Ég segi bara: Bravó, Brynhildur. Með raddir minna rússnesku lærimeistara í kollinum var ég haldin óttablöndnum kvíða við að sjá stykki eftir Chek- hov en ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Falleg nálgun Titilpersónan Vanja frændi er leikin af Val Frey Einarssyni. Hann er ófær um að horfa fram á veginn eða fylla sjálfan sig lífshamingju. Hann er fastur í fortíðinni og þráir það sem hefði getað orðið en varð aldrei. Því er persóna hans afar aumkunarverð en Valur nær að gæða Vanja fallegu lífi sem neyðir mann til að hafa samúð með honum. Við höf- um öll verið það, að halda að það sé betra að lifa í draumi þegar maður á ekkert líf, svo ég vitni í Chekhov. Flestir ná hins vegar að koma sér upp úr þeim hjólförum en Vanja er fastur í þessum fjötrum, inni á ættaróðalinu, sem virkar meira sem búr á persónurnar heldur en heimili. Ástríðufullur eltingarleikur Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur hina íðilfögru Yelenu, eig- inkonu eldgamla prófessorsins, en þau hjónin heimsækja óðalið og nær Yelena að setja allt í uppnám vegna fegurðar sinnar. Það er í raun það eina sem hún hefur skarað fram úr í lífinu – skarað fram úr í fegurð. Annars er lífshlaup hennar fullt af brostnum draumum og í raun má segja að fegurðin hafi orðið henni að falli. Unnur Ösp er myndar- leg kona, það er ekki hægt að deila um, en hún situr svo vel í sínum karakter að fegurð hennar á sviðinu hrifsar frá manni öll vopn. Algjörlega kynngimögnuð upplifun í upp- hafi leikritsins að sjá hana spígspora um í hvítum kjól með barðastóran hatt. Þótt maður sjái ekki almennilega framan í hana skynjar maður að hér er lotningarfull og ómótstæði- leg kona á ferð. Það hefði verið auðvelt að fara ódýra og einfalda leið með sköpun Yelenu á sviðinu en Unnur Ösp gerði það heldur betur ekki. Í raun var Yelena sú persóna sem ég hugsaði hvað mest um þegar að leiktjöldin féllu. Því miður, þá held ég að hennar hafi ekki beðið langt líf, né ánægjulegt. Hápunktur leikritsins er að mínu mati þegar að Yel- ena fer í ástríðufullan eltingarleik við drykkfellda lækninn Mikhail, sem leikinn er af Hilmi Snæ Guðnasyni. Unnur Ösp og Hilmir Snær eru í algjörum sérflokki og ná að fylla sviðið af ást, þrá, efasemdum og girnd. Þvílíkt samspil sem þau eiga er sjaldséð og það var unun að sitja í sæti sínu og hrífast með þeim. Læknirinn er hugsjónamaður þegar kemur að umhverfisvernd en einnig þjakaður af sam- viskubiti yfir sjúklingi sem hann missti. Hilmir Snær leik- ur lækninn listilega vel og getur maður jafnt hlegið með fylliraftinum sem og fundið til með honum. Tíminn flýgur Katrín Halldóra Sigurðardóttir situr ágætlega í hlutverki Sonyu sem er yfir sig ástfangin af lækninum. Oft hefði ég viljað að Katrín tæki eilítið aðrar ákvarðanir í hlut- verki sínu, í staðinn fyrir að slefa óhindrað yfir lækninum. Óendurgoldinni ást fylgir nefnilega svo ofboðslega vondur sársauki sem mér fannst ekki komast almennilega til skila, þó að Katrín sé afskaplega sjarmerandi á sviði. Halldór Gylfason sem „Vafflan“ veitti virkilega góða og oft og tíðum þarfa kómíska pásu og reyndari leikararn- ir; Jóhann Sigurðarson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir, fylltu sviðið af lífi með sinni persónusköpun. Arnar Dan Kristjánsson er í smæsta hlut- verkinu en nýtir sinn tíma vel á sviðinu. Chekhov yrði stoltur af því, enda átti vinur hans Stanislavski þá frægu setningu: „There are no small parts, only small actors.“ Ég mæli hiklaust með Vanja frænda á fjölum Borgar- leikhússins. Ég skil ef sumir leikhúsgestir hræðast það að sitja yfir rússnesku leikverki sem er rúmlega hundrað ára gamalt, en af minni reynslu er þetta stykki sett upp á svo einlægan, fágaðan og agaðan máta að tíminn flýgur. n Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf n Auðvelt að misskilja Chekhov en Brynhildur Guðjónsdóttir hittir naglann á höfuðið n Falleg fjöður í hatt Borgarleikhússins „Við höfum öll verið það, að halda að það sé betra að lifa í draumi þegar maður á ekkert líf, svo ég vitni í Chekhov Ómótstæðileg Yelena kemur öllu í uppnám á óðalinu og er fegurð hennar án hliðstæðu. Í stuttu máli: Brynhildur Guðjónsdóttir slær enn í gegn með klassísku leikverki sem snertir alla tilfinningastrengina. Átakanlegt Uppgjör Vanja við prófessorinn var tilfinningaþrungið. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.