Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 18
18 17. janúar 2020FRÉTTIR Baráttan um æðsta embætti lögreglunnar n Styr stóð um embættið þar til Haraldur Johannessen lét af störfum n Sjö keppast um stólinn hans S jö um sókn ir bár ust um embætti rík is lög reglu stjóra sem aug lýst var laust til um sókn ar eftir að Harald­ ur Johannessen lét af störfum um áramót eftir 22 ára starf. Um sókn­ ar frest ur stöðunnar rann út þann 10. janú ar. Settur ríkislögreglu­ stjóri í fjarveru Haralds er Kjart­ an Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en sjálfur ákvað hann að sækja ekki um starfið. Ríkislögreglustjóri fer með æðsta yfirvald löggæslumála og almannavarna í umboði ráðherra, lögum samkvæmt. Ríkislögreglu­ stjóri er meðal annars yfirmaður sérsveitarinnar, greiningardeild­ ar, alþjóðadeildar, fjarskiptamið­ stöðvar og almannavarna. Það er Áslaug Arna Sigur­ björnsdóttir dómsmálaráðherra sem sér um að skipa í stöðuna til fimm ára. Grímur Grímsson er menntaður við skipta fræðingur og hefur starfað sem lög reglu maður í þrjá tíu ár. Hann vakti mikla at hygli í leitinni að Birnu Brjáns dóttur en hann gegndi þá stöðu yfir manns mið lægrar rann sóknar deildar og kom fram fyrir hönd lög reglunnar í fjöl miðlum. Á þessum tíma naut hann mikils stuðnings fólks á samfélagsmiðlum, þar sem fólk fór fögrum orðum um vinnubrögð hans og framgöngu í fjölmiðlum. Grímur er nú verandi tengsla full­ trúi Ís lands hjá Europol. Halla Bergþóra Björnsdóttir lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Há­ skóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og síðan lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í árs­ byrjun 2015. Ári síðar kynnti hún, ásamt forstöðumanni barna­ verndar Akureyrarkaupstaðar, samstarfsverkefni lögreglunnar og Akureyrarkaupstaðar með það að markmiði að vinna gegn heimil­ isofbeldi. Logi Kjartansson hefur undanfarin ár starfað sem lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislög­ reglustjóra. Einnig hefur hann starfað á lög­ fræðisviði umhverfis­ og auðlindaráðuneytisins og starfaði sem píanókennari hjá Tónlistarskól­ anum á Egilsstöðum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglu­ stjóri á Höfuðborgarsvæðinu sótti um Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur gegnt störfum lögreglustjóra um árabil hjá ofbeldisvarnardeild. Hún var fyrsta konan til að taka við embætti lögreglustjóra á höfuð­ borgarsvæðinu en áður hafði hún unnið á Suðurnesjum. Hún var aðstoðarríkislögreglustjóri á ár­ unum 2007–2008, sýslumaður á Ísafirði 2002–2006 og þar áður skattstjóri Vestfjarða­ umdæmis. Sigríður hefur verið umdeild í gegnum tíð­ ina og vakti málið mikla athygli þegar hún var sögð hafa brotið gegn starfsmannalög­ um, jafnréttislögum, stjórnsýslulögum, ýmsum meginreglum stjórnsýsluréttar og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum með fram­ göngu sinni gagnvart Aldísi Hilmars­ dóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkni­ efnadeildar. Hæstirétt ur dæmdi ís lenska ríkið til að greiða Al dísi 1,5 millj ón ir króna í miska­ bæt ur. Áður hafði ríkið verið sýknað í hér aði. Arnar Ágústsson er huldu­ manneskjan í hópi umsækj­ enda, ef svo mætti að orði komast. Arnar er sagður vera öryggisvörður sem áður gegndi slíkum störfum hjá Isavia. Samkvæmt heimild­ um er hann fæddur árið 1983 og stundar nám við Háskóla Íslands. Öryggisvörður í felum Páll Winkel er forstjóri Fangelsismálastofnunar og hefur gegnt því starfi síðan 2007. Áður hafði hann sinnt stöðu að­ stoðarríkislögreglustjóra. Páll hefur verið opinn um að vilja fjölga rýmum í opnu fangelsi á Íslandi. Ausinn lofi á samfélags- miðlum Berst gegn heimilisofbeldi Úr skattinum í ofbeldisvarnadeild Vel tengd Lunkinn á píanóið Vill fjölga rýmum Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er á meðal umsækjenda. Hún var framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi. Hún sat í stjórn Baugs og hefur lengi starfað sem lögfræðing­ ur, en hún er systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fjárfestis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.