Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 12
12 17. janúar 2020FRÉTTIR
það sem kom upp úr honum var algjörlega
samhengislaust bull. Birgitta Birgisdótt-
ir lék líka í sýningunni og byrjar í kjölfarið
að flissa, en við erum miklir flissarar bæði
tvö. Edda Björgvinsdóttir ætlaði eitthvað
að reyna að bjarga þessu en segir eitthvað
algjört bull svo við enduðum á að grenja öll
úr hlátri. Salurinn var löngu búinn að fatta
að þetta væri ekki hluti af sýningunni og
hló með okkur en að endingu þurftum við
bara að byrja senuna aftur. Þetta var mjög
fyndin uppákoma.“
Hallgrímur segist sjaldan finna fyrir
kvíða áður en hann stígur á svið en það séu
helst sýningar sem reyni á stórar tilfinn-
ingar sem taki á taugarnar.
„Ég varð alltaf kvíðinn áður en við lék-
um Gullregn, en sú sýning gekk fyrir fullu
húsi í heilt ár í Borgarleikhúsinu og upp-
skar alltaf mikil og góð viðbrögð. Þar fór
maður í gegnum mikinn tilfinningarússí-
bana og það getur reynt á að komast þang-
að, fara inn í þetta ferðalag svo sagan virki.
Ég kvíði alltaf fyrir hlutverkum þar sem
ég þarf að sýna stórar tilfinningar og birta
eitthvað sem er erfitt og sárt. Ég er engu
að síður gríðarlega stoltur af þessari sýn-
ingu og gaman að sjá hana núna sem kvik-
mynd á hvíta tjaldinu. Þessi tvö listform
eru samt ótrúlega ólík og maður tekur eft-
ir einhverjum smáatriðum í bíósalnum
sem maður tengir ekkert við úr leikhúsinu
enda hneigir maður sig þar bara og fer út
af sviðinu. Þarna situr maður hins vegar
í salnum meðal áhorfenda – það er pínu
skrítið. Það besta er þó það að ég virka ekk-
ert lítill á hvíta tjaldinu. Það kom kona til
mín í eftirpartíinu og furðaði sig á því hvað
ég væri lágvaxinn því ég virkaði svo stór á
skjánum. Ég hafði mjög gaman að því og
var í heildina mjög ánægður, ég hafði ekk-
ert séð úr myndinni fyrir frumsýningu en
hún hefur fengið frábær viðbrögð. Það var
alltaf mikil stemning á hverri sýningu í
leikhúsinu, fólk hló þegar það átti að hlæja
en svo varð atburðarásin líka sorgleg og
erfið og maður fann að fólk kunni að meta
það. Við vissum alltaf að til stæði að gera
kvikmynd upp úr þessu handriti. Raggi
viðraði þá hugmynd strax í upphafi svo við
höfðum það alltaf á bak við eyrað. Pressan
var bara sú að nálgunin við leikhús og bíó
er svo ólík, maður þarf að skrúfa niður í
öllu – enginn þarf að drífa á aftasta bekk í
bíósalnum. En þetta var aldrei þvingandi
heldur upplifði ég þetta sem rökrétt fram-
hald af hinu og ótrúlega gaman að fram-
kvæma þetta, alveg virkilega skemmtilegt
tímabil sem fór í að taka þetta í sumar enda
þekkjumst við öll svo vel sem komum að
þessu. Sigrún Edda, Halldóra Geirharðs og
Halldór Gylfa komu öll að uppsetningunni
á sínum tíma en Karolina Gruszka kemur
í stað Brynhildar Guðjónsdóttur sem lék
kærustuna mína í sýningunni. Svo koma
auðvitað fullt af öðrum persónum fyr-
ir í myndinni sem við ræddum bara í sýn-
ingunni en sáust aldrei á sviðinu. Ég tengi
vel við persónuna sem ég leik, einfaldlega
af því ég bjó hann til. Við unnum handritið
allt í spunaformi en Raggi kom með hug-
myndir af senum og síðan spunnum við
samtölin út frá þeim. Ég tengi ekki beint
við þennan meðvirka dreng en það er auð-
velt að sækja hann – við þekkjum nefnilega
öll þetta fólk.“
Lifði og dó fyrir Bubba
Eins og fyrr segir ólst Hallgrímur upp á
Akranesi og ól um stund þann draum að
verða trúbador. Fyrstu og einu plötuna gaf
hann út nítján ára og segist loksins hafa tek-
ið hana í sátt eftir margra ára eftirsjá. Platan
bar viðurnefni Hallgríms, Halli melló, hálf-
gert uppnefni sem hefur loðið við hann frá
unga aldri.
„Halli melló er búið að vera fast við mig
frá því ég var níu ára en þá voru eldri strák-
ar að stríða okkur. Foringinn í hópnum
kastaði svo fram þeim fyrirmælum að strák-
arnir ættu að láta hann Halla vera því hann
væri svo melló. Þannig kom þetta og festist
við mig. Ég hef margoft reynt að afmá þetta
en ég átti aldrei sjens – ætli ég taki þetta
ekki upp sem ættarnafn, hver veit. Það var
alltaf draumur að gera þessa plötu og ég var
hvattur til þess en ég sá lengi vel eftir því.
Ég vildi að ég hefði haft þroska til að vanda
mig meira en þetta er auðvitað bara fyndið
í dag, ég hef alveg sætt mig við þetta. Þarna
var ég búinn að spila á börum frá sextán
ára aldri úti um allt land en fann með tím-
anum að þessi lífsstíll átti ekki við mig – að
sitja á trékolli og spila fyrir drukkið fólk. Ég
var þó undir svo miklum áhrifum frá Bubba
– lifði og dó fyrir hann sem barn og ég á
margar minningar tengdar honum. Þegar
hann var að spila á Akranesi reiknaði ég út
hvaða Akraborg hann myndi taka og beið
svo á bryggjunni til þess eins að sjá honum
bregða fyrir. Svo hjólaði ég á eftir þeim upp
að hóteli og fékk að kíkja inn.“