Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 20
20 FÓKUS 17. janúar 2020
Hætti að
vera puntu
dúkka sjö ára
n Hefur náð ótrúlegri velgengni á stuttum tíma n Töffari og strákastelpa úr Hafnar
firðinum n Varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu árið 2012 n Madonnuaðdáandi í æsku
N
afn Hildar Guðnadóttur er á allra
vörum þessa dagana eftir að hún
tók við Golden Globe-verðlaun-
um í flokki tónlistar og hlaut Ósk-
arstilnefningu með einungis nokkurra
daga millibili. Frægðarsól hennar hef-
ur risið hratt undanfarin misseri og kvik-
myndarisar í Hollywood bíða í röðum. En
hver er þessi glaðværa 37 ára kona, sem
hefur skotist upp á stjörnuhimininn vest-
an hafs? DV bregður hér upp nærmynd af
Hildi.
Madonna var átrúnaðargoð
Hildur Guðnadóttir er fædd í Reykjavík
árið 1982, dóttir Guðna Franzsonar, tón-
skálds, klarínettuleikara og kennara og
Ingveldar Guðrúnar Ólafsdóttur óperu-
söngkonu. Bræður Hildar eru þeir Gunn-
ar Örn Tynes og Þórarinn Guðnason, sem
einnig hafa látið að sér kveða í íslensku
tónlistarlífi, Gunnar með hljómsveitinni
múm og Þórarinn með Agent Fresco.
Í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2014
minntist Hildur þess að hennar fyrsta
minning hafi verið „að sitja úti í bakgarði
í Amsterdam og tala við snigla“. Þá kom
einnig fram að hetjur hennar í æsku voru
þrjár: ömmur hennar og poppdrottningin
Madonna. Sjö ára gömul byrjaði Hildur að
læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Hún fór snemma að syngja í kór og síðan
söng hún með móður sinni heima og síðar
á Fjörukránni þar sem móðir hennar söng
reglulega.
„En fyrstu skráðu heimildir um mig að
syngja eru með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ég var í kór Öldutúnsskóla og söng einsöng
í Bjart er yfir Betlehem,“ sagði Hildur í við-
tali við Morgunblaðið árið 2005.
Hildur sagði að tónlistin hefði alltaf ver-
ið eðlilegur hluti í lífi hennar.
„Ég var alltaf að flækjast með mömmu
þegar hún var að fara í söngtíma og mér
fannst alltaf eðlilegt að syngja, þótt mig
hafi ekki langað til að læra það.“
Þá sagði hún í samtali við Grapevine
árið 2018 að móðir sín hefði fundið það á
sér þegar hún gekk með hana að hún ætti
eftir að verða sellóleikari.„Ég held ég hafi
verið erfitt fóstur. Hún átti erfitt þegar hún
var ólétt að mér. Hún var viss um að barnið
sem hún bæri undir belti ætti að heita
Hildur, sem þýðir „stríð“, og léki á selló.
Þannig að þegar kom að því að velja hljóð-
færi bauð hún mér sellóið.“
Jafnréttissinni
Hildur gekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Svo virðist sem jafnréttisbaráttan, og staða
kvenna í tónlist, hafi snemma verið henni
hugleikin. Í viðtali við tímaritið Veru í febr-
úar 1998 ræddi hún um gamaldags ímynd
kvenna og kröfur samfélagsins.
„Ætli ég hafi ekki hætt að vera puntu-
dúkka þegar ég var 7 ára gömul. Þá sneri
ég baki við bleikum krúsídúllum og Barbí
og fékk önnur áhugamál. Af hverju veit ég
ekki. Ætli maður hafi ekki bara verið að
uppgötva heiminn betur og séð að hann
einskorðast ekki við háfætta, Ijóshærða
dúkku með blá augu.“
Á öðrum stað sagði Hildur: „Auðvitað
er eðlilegt að huga að útlitinu en því miður
finnst mér stelpur oft ganga einum of langt.
Það er með ólíkindum hvað þær geta verið
uppteknar af ytra útliti. Rassinn er svona,
lærin ómöguleg og heilmiklar vangaveltur
eru um það hvort hafa eigi hátt eða lágt
tagl þann daginn. Mér finnst strákar ekki í
þessum endalausu útlitspælingum.“
Woofer
Árið 1997 stofnaði Hildur hljómsveitina
Woofer ásamt þremur piltum úr Hafnar-
firði. Hildur var forsprakki og söngkona
sveitarinnar og samdi tónlistina. Sveitin tók
síðan þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og
í kjölfarið kom út smáskífa með sveitinni.
Lag af þeirri skífu náði hylli í útvarpi og í
júlí 1997 birtist gagnrýni í Morgunblaðinu
þar sem fram kom að hér væri „framtíðar-
sveit á ferð“ og að Hildur væri framtíðar-
söngkona sem færi „hreinlega á kostum“.
19 ára gömul leitaði Hildur til Reykja-
víkurborgar með hugmynd að fimm
manna hjómsveit sem myndi spila tónlist
fyrir gangandi vegfarendur í borginni yfir
sumartímann. Úr varð Tónaflokkurinn, þar
sem Hildur spilaði á selló en aðrir meðlim-
ir sveitarinnar voru einnig um tvítugt og
áttu tónlistarnám að baki.
„Ef maður ætlar að gera tónlist verð-
ur maður að gera allt sjálfur,“ sagði Hildur
í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma
en henni hafði lengi fundist að það vantaði
tónlistarlíf á göturnar í borginni. Þá fannst
henni „sorglega fáar stelpur vera í tónlist“.
„Hugmyndin er eiginlega bara
sprellitónlist fyrir alla. Það er rosalega
skemmtilegt að spila tónlist fyrir alla,“
sagði Hildur. Á öðrum stað sagði hún:
„Íslenska minnimáttarkenndin er svo-
lítið að hverfa úr tónlistargeiranum. Það
finnst engum knýjandi lengur að meikaða
úti. Í dag eru Íslendingar alveg þátttakend-
ur í alþjóðlegu senunni án þess að þeir séu
heimsfrægir. Og samt koma ennþá frétt-
ir, þegar tónlistarfólk fer til útlanda, sem
segja það á barmi heimsfrægðar. Það finnst
mér svolítið fyndið.“
Um aldamótin söng Hildur og spilaði
með hljómsveitinni Rúnk ásamt fleirum
og gaf sveitin út eina plötu, Ghengi Dahls,
sem kom út árið 2002.
Hún lauk síðan námi við nýmiðlabraut
Listaháskóla Íslands vorið 2005, en hún var
fyrsti nemandi skólans sem útskrifast af
þeirri braut. Hún var þá 23 ára gömul. Út-
skriftarverkefni hennar bar nafnið Merry
Go Round, en um var að ræða svokallaða
hljómklukku. Hildur velti upp spurningum
um tíma og tímaleysi með verkinu, sem var
mjög viðamikið, en það var flutt af 14 fær-
anlegum hljóðfæraleikurum í stórri hljóð-
mynd.
„Af því að þetta eru ekki venjulegir tón-
leikar fannst mér ekki við hæfi að kalla
þetta það. Þetta er frekar í ætt við gjörn-
ing. Það sem ég er að gera í þessari hljóm-
klukku er að setja upp hvernig ég sé tíma,
Nærmynd:
Hildur Guðnadóttir
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Sigurvegari Hildur
hampar Golden
Globe-styttunni.
Mynd: YouTube