Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 17. janúar 2020
YFIRHEYRSLAN
Óttast mest
sjálfsvorkunn
Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld frumsýnir
um helgina sitt fimmta verk í Borgarleik-
húsinu en það nefnist Helgi Þór rofnar
og fjallar um fúskara í útfararþjónustu í
Kópavogi sem allt í einu lenda í grískum
harmleik. Tyrfingur býr í Amsterdam og
hafa verk hans verið þýdd á fjölmörg
tungumál og boðin á leikhúshátíðir víða
um Evrópu. Þá hlaut verk hans Kart-
öfluæturnar tilnefningu til Menningar-
verðlauna DV árið 2017. Tyrfingur er í
yfirheyrslu helgarinnar.
Hvar líður þér best?
Á rölti í Amsterdam.
Hvað óttastu mest?
Sjálfsvorkunn.
Hvert er þitt mesta afrek?
Leikritin sem ég hef skrifað – Bláskjár, Auglýsing
ársins, Kartöfluæturnar og núna Helgi Þór rofnar.
Furðulegasta starf sem þú hefur tekið
að þér?
Að mála gult. Ég var í ofnæmishóp hjá Kópa-
vogsbæ og við fengum það verkefni að mála alla
götukanta í bænum gula. Fyrir ofan holræsi, þar
sem strætó stoppar og svo framvegis. Mig dreymir
stundum ennþá gula götukanta og að ég sé ekki
að mála þá nógu vel.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
„Farið svo öll til helvítis“
Hvernig væri bjórinn Tyrfingur?
Eitraður.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Ef maður er blankur en langar að setja á sig and-
litsmaska, að þeyta eggjuhvítu og úða henni yfir
smettið á sér og bíða þar til hún harðnar. Bæta svo
á þar til að eggjahvítan klárast og þrífa svo úr sér í sturtu. Eins og nýr.
Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Alla vega ekki love making!
Besta bíómynd allra tíma?
The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover eftir Peter Greenaway með
Michael Gambon og Helen Mirren. Barry Lyndon eftir Kubrick og svo La
Grande Bouffe eftir Marco Ferreri.
Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Ég væri til í að geta tálgað skálar og smjörhníf og svona alls konar.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Að skrifa leikrit um það sem skiptir mig máli án þess að spá í hvað öðrum finnst.
Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Fallegt. „Bara svo æðislega fallegt …“ Þreytandi.
Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að
veita þér?
Gæjalegt væri að geta sagt amfetamín en svarið er glænýr Þristur eða
Grænn hlunkur, eða sem sagt nammi.
Hvað er á döfinni hjá þér?
Frumsýning um helgina á Helgi Þór rofnar í Borgarleikhúsinu með Hirti
Jóhanni, Hilmari Guðjónssyni, Þuríði Blævi og Bergi Þór í leikstjórn Stefáns
Jónssonar.