Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 2
2 17. janúar 2020FRÉTTIR íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum Salan trompaði ábreiðurnar Katrín Sigurðardóttir var aðeins tíu ára gömul þegar hún gaf út geisladisk með ábreiðum af vinsælum lögum árið 2002. Hún sagði skilið við söngferilinn þegar hún varð eldri og hóf nám við Háskóla Íslands í ferða- málafræði með markaðsfræði og alþjóðaviðskipti sem aukagrein. Í dag starfar hún í söludeildinni hjá Nordic Visitor. Á morgun segir sá … Jónmundur Grétarsson gerði garðinn frægan í leiksýningunni Bugsy Malone í Loftkastalanum á sínum tíma, sér í lagi með laginu Á morgun. Árið 2011 hlaut hann fótboltastyrk við Academy of Art University í San Francisco. Einnig vann hann til fjölda verð- launa í fimleikum og hefur spilað knattspyrnu. Bíódagar eða bíladagar? Örvar Jens Arnarsson fór eftir- minnilega með hlutverk Tómasar í kvikmyndinni Bíódagar sem kom út árið 1994. Þá var hann rétt um tíu ára gamall en leiklist- aráhuginn vék síðar fyrir öðru. Örvar er menntaður viðskipta- fræðingur í dag og hefur starfað hjá Zo-On Iceland, Latabæ og Budget-bílaleigu. Úr dúfu í fjárfestingar Hlutverk Benjamíns dúfu fylgdi Sturlu Sighvatssyni langt fram að fullorðinsár- um. Sturla kom einnig fram í kvikmyndunum Skýjahöllin og 101 Reykjavík og fór með hlutverk Emils í Kattholti í langlífri sýningu Þjóðleik- hússins árið 1992. Á síðari árum lagði hann leiklistina til hliðar og stundaði nám í viðskiptalögfræði og starfar í dag við fasteignaþróun og fjárfestingar. Leiðsögn í London Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir heillaði marga íslenska kvik- myndagesti upp úr skónum þegar hún lék í barna- og fjölskyldumyndinni Regínu. Á unglingsárunum hóf hún leik- listarnám við Rose Bruford College í London og tók upp erlenda sviðsnafnið Siddý Holloway. Á endanum vék leiklistin fyrir leiðsögumanna- starfi fyrir London Transport Museum. Á þessum degi, 17. janúar 1929 – Stjáni blái var afhjúpaður í fyrsta sinn í teiknimyndablaði. 1922 – Bandaríska leikkonan Betty White er fædd. 1945 – Nasistar byrjuðu að tæma Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. 1975 – Bob Dylan gaf út breiðskífuna Blood on the Tracks. 1991 – Heklugos, hið fjórða á 20. öld, hófst og stóð í rúmar 7 vikur. Fleyg orð „Mælikvarði velgengninnar getur oltið á öfundsýki hinna uppreisnargjörnu.“ – Salvador Dali FRAMTÍÐIN MÆTIR TIL ÍSLANDS n Erlent fyrirtæki kannar möguleika á geimskotum frá Íslandi n Ólíklegt að mannaðar ferðir verði farnar héðan A ðilar frá frumkvöðlafyrirtækinu Skyrora hafa dvalið á Íslandi undanfarið til að skoða möguleika á að skjóta eldflaugum frá Íslandi og kanna hæfni nýrra eldflauga. Líta þeir til Langaness í þessum tilraunum sínum, en markmið Íslandsferðarinnar er einnig til að mynda og styrkja tengsl við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem tengjast geimiðnaðinum. Vonir standa til að ljúka þremur smærri tilraunaskotum frá Íslandi innan tólf mánaða, en starfsemi Skyrora var kynnt á blaðamannafundi í gær undir handleiðslu Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, Space Iceland. Einn af stöðunum sem forsvarsmenn Skyrora hafa heimsótt hér á landi er Húsavík og tók Örlygur Hnefill Örlygsson þar á móti þeim. Örlygur er sérfræðingur í könnunarsögunni, áhugamaður um geimvísindi og stofnandi Könnunarsögusafnsins. Þá er hann einnig stofnandi Iceland GeoSpace, sem sérhæfir sig í þjálfun geimfara og þeirra sem hafa áhuga á að leggja það starf fyrir sig. Hann fagnar komu Skyrora til landsins. „Það var gríðarlega áhugavert að heyra þeirra sýn fyrir Ísland,“ segir Örlygur er blaðamaður DV nær tali af honum stuttu eftir heimsókn Skyrora á Húsavík. „Þetta er fyrirtæki sem er búið að sýna sína getu mjög vel og er með fjármögnun. Maður hittir á alls konar fugla í þessum bransa og margir oft með háleit markmið, sem maður verður að vera með í geimiðnaðinum. En Skyrora er traust fyrirtæki,“ bætir hann við. Hann segir geimiðnaðinn vera stærri en margir halda og að hann snúist ekki aðallega um að kanna geiminn heldur einnig að koma til dæmis gervitunglum fyrir úti í geim, líkt og Skyrora áformar, til að kanna jörðina betur. Því gæti iðnaður eins og landbúnaður og sjávarútvegur nýtt sér þessa tækni. „Þetta er vaxandi geiri á Íslandi og er það í rauninni því það eru fleiri sem átta sig á því að þeir hafa praktískt not af gögnum sem koma úr þessu.“ Umhverfisvænna eldsneyti Mikil orka og eldsneyti fer í geimskot og því hljóta spurningar að vakna um kolefnisfótspor vegna aukinnar umhverfisvitundar í heiminum. Skyrora leggur mikla áherslu á umhverfismál og hlaut bresku GO:TECH verðlaunin 2019 fyrir nýtingu og þróun á umhverfisvænni tækni. Robin Hague, verkfræðingur á þróunarsviði fyrirtækisins, segir fyrirtækið hafa háleit markmið í umhverfismálum. „Okkar markmið er að þróa eldflaugar þar sem kolefnisfótsporið er í lágmarki. Þannig viljum við sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu sem og komandi kynslóðum.“ Örlygur tekur undir það. „Bæði er eldsneytið miklu umhverfisvænna en það sem gengur og gerist í þessum bransa, það er ekki jafn kraftmikið og mörg önnur efni en það er miklu stöðugra og skilur eftir miklu minna fótspor. Hitt er síðan það að þeir reyna að endurnýta eins mikið og þeir geta úr þessum þrepum sem þeir nota til að koma flaugum á braut í seinni ferðir.“ Engar geimferðir fyrir almenning Örlygur hefur unnið þétt með Space Iceland síðan klasinn var stofnaður af aðilum geimvísinda- og tæknigeirans á Íslandi í fyrra. Meðal þess sem klasinn hefur lagt áherslu á er að Ísland gerist aðili að Geimvísindastofnun Evrópu. Alþingi samþykkti að kanna möguleika á aðild árið 2016 og segir Örlygur það mikilvægt vísindasamfélaginu að ganga inn í sambandið sem allra fyrst, ekki síst vegna þess hve mikla verðmætasköpun það gæti haft í för með sér. Þá eru miklir atvinnumöguleikar í geimiðnaðinum. Örlygur segir ljóst að Skyrora fái að skjóta hér upp litlum eldflaugum. Varðandi stærri geimför verður tíminn að leiða í ljós hvernig þróun á því gengur, en slíkar stórtækar aðgerðir kalla á betri innviði í geimiðnaðinum á Íslandi. Hvað varðar mannaðar geimferðir frá Íslandi telur Örlygur litla möguleika á því. „Ég sé það ekki í nálægri framtíð. Ísland hefur marga kosti hvað gervihnattaskot snertir út af brautum sem liggja um pólana. Það er eitt af þeim tækifærum sem okkar norðlæga staða býður upp á. Ísland gæti leikið töluvert hlutverk í gervihnattaskotum á heimsvísu og það er ánægjulegt að fyrirtæki eins og Skyrora komi hingað og kanni möguleika á því að eigin frumkvæði,“ segir hann, en mannaðar geimferðir fyrir almenning njóta sívaxandi vinsælda. Þar hefur Richard Branson verið innsti koppur í búri, en slíkar ferðir eru ekki á færi allra, enda kosta þær morðfjár, allt frá nokkrum milljónum upp í milljarða. „Slíkar ferðir verða alltaf dýrari en þessi markaður er að opnast,“ segir Örlygur. En kitlar það hann ekkert að safna peningum og kaupa sér ferð út í geim? „Jú, eigum við ekki að segja það?“ segir hann og hlær. n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.