Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 14
14 17. janúar 2020FRÉTTIR G uðmundur Freyr Magn- ússon, sem grunaður er um að hafa orðið sambýl- ismanni móður sinnar að bana í hverfinu Los Balcones á Torrevieja á Spáni í vikunni, var leiddur fyrir dómara í vikunni og bíður gæsluvarðhalds. Frá 16 ára aldri hefur Guð- mundur minnst átta sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnabrot, tollalagabrot, lyfsölulagabrot og skotvopnalagabrot. Þann 19. desember 2007 var Guðmundur Freyr dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyr- ir að hafa kveikt í parhúsi á Þor- lákshöfn. Kona og tvö börn voru sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundur lagði eld að húsinu. Í sama dómi var Guð- mundur Freyr dæmdur fyrir rán vopnaður hnífi, fjársvik, ölv- unarakstur og vörslu fíkniefna. Sviptur ökurétti ævilangt Í júní 2012 var Guðmundur dæmdur í 21 mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, fyrir fíkniefna- og umferðarlaga- brot. Guðmundur fannst með rúmlega tvö grömm af kannabis í bíl sínum þegar hann var stöðv- aður á Akureyri. Tveimur mánuð- um fyrr hafði hann ekið sömu bif- reið, sviptur ökuréttindum frá Akureyri til Siglufjarðar. Þegar hann varð var við lög- reglu gaf hann í og keyrði á ofsahraða, allt að 163 kílómetrum á klukkustund, í gegnum Múla- og Héðinsfjarðargöng. Guð- mundur játaði brot sín og reyndi þá að vinna bug á fíkniefnamis- notkun sinni. Því þótti fært að skilorðsbinda svo stóran hlua refsingarinnar. Hann var svipt- ur ökurétti ævilangt og greiðir 45 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Tvö áföll á skömmum tíma Óhætt er að segja að síðustu ár hafi verið skelfileg fyrir Kristínu Guðmundsdóttur, móður Guð- mundar. Í desember 2017 missti hún annan son sinn, Þorvald að nafni, á grunsamlegan hátt. Hef- ur Kristín áður sagt opinberlega að hún telji líklegt að hann hafi verið myrtur í Fossvogsdal. Kristín hefur máli sínu til stuðnings bent á að á líkinu hafi verið áverkar og Þorvaldur sætt hótunum dagana fyrir andlátið. Hún segir að krufningarskýrsla sé tilbúin en henni hafi ekki gefist tækifæri til að skoða hana nánar þar sem annað áfall hafi riðið yfir. Kristín dró enga dul á að Þor- valdur hafi verið í neyslu en benti jafnframt á að það sé ekki hægt að afskrifa andlát hans vegna þess. Hann hafi þó verið heilsuhraust- ur og ekki kennt sér meins þegar hún var með honum degi áður en hann lést. „Ég hef alltaf sagt að hann hafi verið drepinn. Ég fer ekki ofan af því,“ sagði Kristín í samtali við DV á sínum tíma. Nokkrum mánuðum síðar lenti hún í alvarlegu slysi á Spáni ásamt Guðmundi Frey og þremur öðrum Íslendingum, þar á með- al vinkonu sinni. Þau Guðmund- ur, Kristín og vinkona hennar slösuðust einna mest. Fyrst um sinn virtist sem Guðmundur væri lamaður fyrir lífstíð. Svo reyndist ekki vera en hann hlaut þó alvar- lega áverka á taugum og mænu. Kristín tognaði sjálf illa í baki í slysinu og sagði á sínum tíma: „Ég veit ekki hvar þessi martröð endar.“ Engin ósætti fyrir Í spænskum fjölmiðlum hef- ur nýlega verið greint frá því að til átaka hafi komið milli Guð- mundar og sambýlismanns móð- ur hans en komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að Guðmund- ur hafi hrint manninum á glugga. Samkvæmt heimildum DV leik- ur hins vegar mikilli vafi á því að um átök hafi verið að ræða heldur hafi Guðmundur Freyr mögulega ráðist á manninn sem ekki hafi haft bolmagn til að verja sig. Hlaut maðurinn skurði af gler- brotum og varð fyrir það miklum blóðmissi að hann lést. Einnig hefur komið fram í erlendum fjöl- miðlum að stungusár hafi fundist á hinum látna sem ekki verði rak- in til glerbrotanna úr rúðunni. Þegar DV hafði samband við Kristínu á dögunum vildi hún meina að framferði Guðmund- ar þetta kvöldið hafi eingöngu sprottið af þörf fyrir peninga fyr- ir skammti af fíkniefnum. „Hann var bara að reyna að ná sér í eit- urlyf. Hann var stútfullur af alls konar eitri sem gerði hann brjál- aðan,“ sagði hún. Samkvæmt heimildum DV var ekki ósætti á milli Guðmundar og Kristínar þegar hann réðst á sam- býlismann hennar, sem talið er að Guðmundur hafi ekki þekkt. Þá séu fáleikar á milli barna hins látna og móðurinnar. n „Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ n Langur sakaferill n Hlaut mænuskaða eftir slys n Sviptur ökurétti ævilangt n Kvaðst ætla að sigrast á fíkninni MYND: FACEBOOK Þorvaldur lést þann 11. desember 2017. Los Balcones-hverfið í Torrevieja á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.