Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 53
FÓKUS 5317. janúar 2020 Apríl 2019 Harry og Meghan byrjuðu á Instagram þann 2. apríl, með sameiginlegan reikning. Var markmið hjónanna að ein- blína á góðgerðarsamtök sem hjónin styðja á síðunni. Degi síðar fluttu þau inn í Frogmore-sveitasetrið í Windsor. Maí 2019 Fyrsta barn hjónanna, Archie litli Harrison, kom í heiminn þann 6. maí. Tveimur dögum síðar sýndu hjónin heimin- um frumburðinn í Windsor-kastala, en Meghan fór gegn hefð konungsfjölskyldunnar og lét ekki mynda sig fyr- ir utan fæðingardeildina. „Þetta er töfrum líkast. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Meghan við fjölmiðla. „Ég á tvo bestu strákana í heiminum þannig að ég er mjög hamingjusöm.“ Júlí 2019 Archie var skírður við lokaða athöfn í kapellu heilags Ge- orgs í Windsor-kastala þann 6. júlí. Meghan og Harry héldu því fyrir sig hverjir væru guðforeldrar Archie. Tæp- um tveimur vikum seinna mættu hjónin á rauða dregilinn í fyrsta sinn frá fæðingu Archie, nánar tiltekið á Evrópu- frumsýningu The Lion King. Október 2019 Meghan kærði The Mail on Sunday fyrir að birta persónu- leg bréf sem hún skrifaði til föður síns. Harry gaf út til- kynningu um eineltið sem Meghan hefði þurft að þola af hendi fjölmiðla síðan þau hófu ástarsamband sitt. „Ég hef verið þögult vitni þeirrar þjáningar of lengi,“ skrifaði hann. „Að halda sig til hlés og gera ekkert gengur gegn því sem við trúum á. Það kemur sá tímapunktur þar sem það eina sem hægt er að gera er að mótmæla slíkri hegðun því hún eyðileggur fólk og eyðileggur líf.“ Janúar 2020 Harry og Meghan vörðu jólunum í Kanada ásamt synin- um Archie, en ekki með konungsfjölskyldunni. Þetta vakti sögur um að þau ætluðu hugsanlega að flytja til Kanada á nýju ári, en Meghan starfaði og bjó í Kanada áður en hún varð partur af konungsfjölskyldunni. Það var svo stuttu síðar sem Meghan og Harry tilkynntu það á Instagram- -síðu sinni að þau hefðu ákveðið að segja sig úr konungs- fjölskyldunni og verða fjárhagslega sjálfstæð. Þau hétu því að halda áfram að vinna fyrir drottninguna, Karl Bretapr- ins, Vilhjálm prins og aðra meðlimi fjölskyldunnar. Þau ætla að búa til skiptis í Bretlandi og Norður-Ameríku. Bret- ar hafa kosið að kalla þessa umdeildu ákvörðun Megxit af augljósum ástæðum. n Óvenjulegar Trúlofunarmyndirnar voru ekki í anda bresku konungsfjöl- skyldunnar. Dásamlegur dagur Heimsbyggðin horfði á Harry og Meghan ganga í það heilaga í beinni útsendingu. Lukkuleg Tilvonandi hjónin í sínu fyrsta viðtali saman. Archie frumsýndur Fjöl- miðlar fengu að kynnast Archie litla tveimur dögum eftir að hann fæddist. Bæ, bæ Harry og Meghan hafa sagt skilið við krúnuna. Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.