Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 61
FÓKUS 6117. janúar 2020 Upprisa hverfamenningar Tæpt ár er nú síðan kaffihúsið Brauðkaup var opnað, eða í febrúar á síðasta ári. Rúmu ári áður höfðu eigendur staðarins eignast húsnæðið að Borg- arholtsbraut 19 með þann draum að hefja veitingarekstur þarna í tíð og tíma. Hugmyndin að Brauðkaup fæddist svo í desember 2018 en fyrst um sinn bara í litlu rými með súrdeigsbrauð, bakkelsi og kaffi. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, einn af sex hluthöfum staðarins, segir reksturinn hafa undið hægt og rólega upp á sig. „Í dag erum við með alla neðri hæðina í gangi fyrir alls kyns úrval af mat og góðgæti en við hófum sömuleiðis sölu á ís og hamborgurum í nóvember á síðasta ári. Bæði Kópa- vogsbúar og aðrir velunnarar hafa tekið einstaklega vel á móti okkur en auðvitað er munur á milli árstíða. Við höfum þó ekki verið það lengi í rekstri til að festa rækilega fingur á það en okkur grunar að sumarið verði tíminn.“ Úrvalsmatur og notalegheit Þórólfur segir staðinn alls ekki stíla meðvitað inn á neinn ákveðinn mark- hóp þótt markmiðið sé sannarlega það að mynda ákveðin fastapunkt í tilveru Kópavogsbúa. „Við hugsum þetta frekar að bjóða upp á notalegt umhverfi og gæðamat heldur en að höfða til einhvers eins markshóps. Okkur þykir vænt um alla og alls konar. Við eigum nú þegar flottan hóp af fastakúnnum en sömuleiðis aðdáendur á samfélagsmiðlum. Það sem ein- kennir okkar rekstur er úrvalsmatur og notalegheit, jú og auðvitað heiðar- leiki, við þykjumst ekki vera neitt annað en það sem við erum.“ Spurður hvað sé vinsælast nefnir Þórólfur fyrst ostborgarann og BBQ borgarann. „Okkar sérstaða er klárlega það að bjóða bæði upp á steikar- borgara með hágæða kjöti, kleinuhringi, súrdeigsbrauð, vínarbrauð, kúluís, Don Heffe, franskar, kakómjólk, djúpsteikta vængi, pitsudeig, snúða, sjeik, ostaslaufu, espresso, kleinur og pönnukökur, allt í bland. Að mínu mati er ekki um neina sérstaka endurkomu hverfiskaffihúsa að ræða heldur er veitingarekstur einfaldlega að breytast. Hann er að færast nær fólkinu og um leið lengra inn í hverfin, bæði vegna þess að eftirspurnin er til staðar eftir þessari nálægð en líka vegna mikils leigukostnaðar í miðbæ Reykjavík- ur. Þetta er mjög jákvæð þróun að okkar mati og skemmtileg menningar- viðbót, að hverfisbúar haldi tryggð við nærliggjandi rekstur. Kostur smærri eininga sem þessarar er auðvitað nálægðin sem og kærleikurinn sem um- vefur þessa staði, ásamt hágæða veitingum.“ Veitingarekstur er að færast nær fólkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.