Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 47
PRESSAN 4717. janúar 2020 ingsafl í geimnum. Sem dæmi um þetta má nefna að ef geim- fari, sem svífur um í þyngdar- leysi geimsins, kveikir á vasaljósi og lýsir fram fyrir sig mun ljósið ýta honum hægt og rólega aftur á bak. Sólarseglið virkar á sama hátt. Það skiptir því máli á hvorri hlið sólarinnar seglið verður svo það sendi ekki mikið magn hættulegra geisla til jarðarinnar eða skyggi algjörlega á sólarljósið því við verðum jú að fá það til að líf geti þrifist hér á jörðinni. Þegar, og ef, búið verður að koma svona segli fyrir á annarri hlið sólarinnar hefst ferlið síðan en það tekur ansi langan tíma. það tekur sólina 230 milljónir ára að fara einn hring um miðju Vetrarbrautarinnar. Á þeim tíma var hámarksflutningurinn á sól- inni og sólkerfinu um 300 ljósár. Það er auðvitað alltof hægt ef við fáum viðvörun um að stjarna sé að springa og að við höf- um nokkrar milljónir ára til að bjarga okkur. En Caplan telur sig hafa svar við þessu, hugmynd sem eykur hraðann. Það er þó sá galli á þeirri hugmynd að hún er miklu flóknari í framkvæmd en fyrrnefnd sólarseglshugmynd og er hún eiginlega nægilega flókin ein og sér. Þessi hugmynd gengur út á að smíða svokallaðan „Caplan Thruster“ (hann nefndi hann eft- ir sjálfum sér) en það er risastór mótor sem vinnur vetni og helí- um úr sólinni. Vetninu er síðan skilað aftur í sólina en helíuminu er dælt inn í risastóran samruna- ofn sem framleiðir rosalega heitt súrefni sem er síðan skotið aftur úr mótornum og myndar þannig knúningsafl. En eðlilegt streymi vetnis og helíums frá sólinni, með sólvind- um, skilar þó ekki nægilega miklu eldsneyti til að geta knúið mótor- inn og því þarf að fá sólina til að senda mun meira af þessum efn- um frá sér svo hægt sé að safna þeim saman og nota í samruna- ofninn. Caplan leggur til að það verði gert með því að koma stór- um speglum fyrir kringum sólina svo þeir endurkasti hluta af sólar- ljósinu aftur til baka á einn blett á yfirborði sólarinnar. Þar mun sól- in hitna gríðarlega mikið og byrja að senda aukaskammta ef efnun- um frá sér. Með svona mótor væri hægt að flytja sólina rúmlega 30 ljósár á einni milljón ára og þannig væri hægt að ferðast til annarra stjarna í Vetrarbrautinni. Mótor- inn gæti meira að segja flutt sól- kerfið út úr Vetrarbrautinni og yfir í næstu stóru vetrarbraut, Andrómedu, á innan við einum milljarði ára. Framkvæmanlegt Það þarf af skiljanlegum ástæð- um gríðarlega mikið efni til að byggja svona mótor. Svo mikið að við verðum að taka plánet- una Merkúr algjörlega í sundur og nota alla þá málma sem eru í henni til að geta smíðað slík- an mótor. Það er hægara sagt en gert að taka heila plánetu og hluta niður og af þeim sökum er mjög líklegt að við munum aldrei geta smíðað svona mótor þótt það sé fræðilega séð mögulegt. Svo þarf auðvitað að taka með í reikninginn hvort við, sem tegund, munum ekki einfaldlega vera búin að gera út af við okk- ur sjálf af yfirborði jarðarinnar áður en við komumst nærri því að leggja út í svo stórar fram- kvæmdir eins og lýst er hér að ofan. Einnig er rétt að hafa í huga að ef okkur tekst ekki að komast á brott frá plánetunni okkar á ein- hverjum tímapunkti þá munum við sem tegund líða undir lok því okkur mun væntanlega takast að eyðileggja hana en ef ekki þá mun sólin þenjast út og gleypa jörðina með húð og hári en það gerist þó ekki fyrr en eftir mjög langan tíma. En kannski mun okkar takast, í fjarlægri framtíð, að taka sólina okkar og pláneturnar í sólkerfinu með okkur og leggja í ferðalag um óravíddir hins óendanlega alheims. n Stjarnfræðilega framsæknar hugmyndir n Hefur þróað mótor sem getur fræðilega séð flutt allt sólkerfið okkar n Þyrfti að búta plánetuna Merkúr upp Mögnuð veröld Flutningur á sólkerfi hljómar eins og vísindaskáldskapur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.