Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 64
17. janúar 2020
3. tölublað 110. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
„Ég var nú bara
að djóka í
henni.“
Ó
prúttinn einstaklingur hefur þóst vera tón-
listarkonan Hildur Guðnadóttir á samfélags-
miðlum. Listakonan hefur víða verið á vörum
fólks undanfarna daga í ljósi Óskarstilnefningu
hennar fyrir kvikmyndina Jóker.
Í kringum velgengni Hildar var stofnaður Twitt-
er-aðgangur þar sem alls konar ummæli voru látin
flakka sem komu aðdáendum á óvart sem fylgdust
með aðganginum. Á þessum gerviaðgangi hafði um-
sjónarmaður hans einnig samband við ýmsa fylgjend-
ur og þótti sumum gruggugt að eigandi aðgangsins
kynni ekki íslensku.
Þegar Hildur komst sjálf að þessum aðgangi hvatti
hún notendur á ósviknu Twitter-síðu sinni til að til-
kynna auðkennisþjófnaðinn. Falska aðganginum hef-
ur nú verið lokað.
Hildur hefur átt mjög góðu gengi að fagna á síðasta
ári og því nýja, fyrst fyrir tónlistina úr sjónvarpsþátt-
unum Chernobyl, sem skilaði henni meðal annars
Emmy-verðlaunum og Grammy-tilnefningu, og
undanfarið hefur verðlaunum og tilnefningum ver-
ið hlaðið á tónlist hennar fyrir Joker. Þá hlaut
hún Golden Globe-styttuna fyrir Jókerinn á
dögunum ásamt verðlaunum gagnrýnenda,
Critic‘s Choice Awards. Telja sérfræðingar
og veðbankar að Hildur verði líkleg til sigurs
á Óskarnum þann 9. febrúar.
Hildur er önnur íslenska konan sem
hlotið hefur tilnefningu til Óskarsverð-
launa en á undan henni var Björk Guð-
mundsdóttir tilnefnd fyrir besta frum-
samda lagið árið 2001. n
Knattspyrnugoð
og fjallageitin
Lítt þekkt
ættartengsl
F
erðaþjónustufyrir-
tækið Mountaineers
of Iceland hefur ver-
ið á milli tannanna á
fólki eftir að fyrirtækið flutti
stóran hóp fólks á Langjök-
ul þrátt fyrir afleita veður-
spá. Stofnandi fyrirtækisins,
og einn eigenda þess, er Her-
bert Hauksson. Kona hans er
Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir
leiðsögumaður. Ólöf er móðir
Eiðs Smára Guðjohnsen, eins
frægasta knattspyrnumanns
landsins, og Herbert því stjúp-
faðir goðsins.
Hildur varð fyrir auðkennisþjófnaði
Á
ramótaheit eru jafn
misjöfn og þau eru
mörg, og margir sem
skipta sér í raun ekk-
ert af slíkum fyrirheitum. Þor-
steinn Víglundsson, þingmað-
ur Viðreisnar, hefur hins vegar
sett sér metnaðarfullt ára-
mótaheit. Hann stefnir á að
hjóla eigi sjaldnar en 150 sinn-
um til og frá vinnu á árinu frá
heimili sínu í Garðabæ. Það
eru um þrjú þúsund kílómetr-
ar, en í fyrra hjólaði Þorsteinn
um 1.600 kílómetra í sömu er-
indagjörðum. Alls eru um níu
kílómetrar á milli vinnustaðar
og heimilis Þorsteins og mun
hann því eyða um fimmtán
hundruð klukkustundum á
hjóli á þessu ári, eða rúmlega
sextíu dögum
– ef hann
hjólar
nokkuð
rösklega
og færð er
góð.
Þing-
maðurinn
hjólandi