Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 54
54 17. janúar 2020STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 19.–25. janúar Ástin er svo sannarlega í loftinu, elsku hrútur. Lofaðir hrútar eru að gera stórar og veigamiklar áætlanir um framtíð- ina með mökum sínum, sem er afar spennandi. Einhleypir hrútar fara mikið út á meðal fólks og allt í einu hittir Amor þá í hjartastað, með allri sinni spennu og gleði. Þeir einhleypu eru kannski ekki á höttunum eftir langtímasambandi en er á meðan er. Það er mikið að gera hjá þér þessa dagana þótt þú hafir einsett þér að taka smá hvíld eftir hátíðarnar. Það er mikið um samkomur tengdar vinnunni, en þó ekki á vinnustaðnum, sem opna augu þín fyrir nýjum framatækifærum. Það er sérstaklega eitt tækifæri sem heillar þig mikið og þú skalt skoða það vel áður en þú hoppar á það. Þú kannt listina að fá þínu fram þegar kemur að vinnunni. Þú pælir allt og alla út en getur einnig verið auðmjúk/ur og góð/ ur. Þetta mun koma þér langt og einhverj- ar breytingar í vinnunni koma þér afar vel í klifinu upp metorðastigann. Í einkalífinu er því miður lítið að frétta og einhver deyfð yfir því almennt. Ekki ofhugsa neitt þegar kemur að ferða- lögum innalands eða erlendis. Finndu bara hentuga dagsetningu og kýldu á ferðina sem þig er búið að dreyma um ansi lengi. Í þessari ferð hittir þú mann- eskju sem þú kolfellur fyrir og hugsanlega er fjarsamband næsta skref. Vertu opin/n fyrir því og láttu á það reyna. Lofuð ljón ættu að eyrnamerkja tíma fyrir ástarlífið. Fara fyrr inn í rúm til að hafa gaman, gamna sér í hádegishléum og þar fram eftir götunum. Þessar næstu vikur eru nefnilega stútfullar af ástríðu og erótík. Þetta er tími til að njóta og ættu einhleypir makar einnig að vera duglegir við að leita sér að rekkjunautum. Meyjur í sambandi ættu að nýta þennan tíma til að veita makanum alla sína ást og athygli, ræða meira saman og öðlast meiri nánd. Þótt sambandið sé gott getur það alltaf orðið betra og meyjur eru frægar fyrir smámunasemina og óraunsæjar kröfur. Reyndu að gera málamiðlanir og ekki láta gjörsamlega allt fara í taugarnar á þér. Þú skalt hætta að setja þarfir allra annarra ofar þínum – nú er komið að þér að einblína á þig, í hvaða formi sem það er. Þú skalt borða hollari mat og hvíla þig meira til að næra andlegu hliðina. Svo er það sjálfsástin, sem er fyrsta skrefið að góðri, andlegri heilsu. Þá list skaltu mastera en gefðu þér tíma í þessa sjálfsvinnu því hún tekur lengri tíma en eina nótt. Það stafar af þér mikil birta og sjarmi þessa dagana og þú skalt nýta þér það. Einhleypir sporðdrekar fara á hvert stefnumótið á fætur öðrum en það endar með því að lífi er blásið í gamlar glæður sem þú hélst að væru löngu slokknaðar. Er ykkar tími jafnvel kominn? Það getur tíminn einn leitt í ljós en það er hollt að hafa gaman, hvernig sem það fer. Verkefni heima fyrir eiga hug þinn allan og þú ert með stór plön um hvernig þú vilt gera heimilið þitt fegurra og meira kósí fyrir alla fjölskylduna. Liður í þessum plönum er að taka rækilega til og losa þig við allt óþarfa draslið sem þú notar ekki. Reyndu að koma þessum hlutum í góðan farveg, gefa til góðgerðarmála eða endurnýta á einhvern hátt. Það eru miklar breytingar í vinnunni og þú átt möguleika á að fara að vinna við eitthvað allt annað en þú ert að vinna við í dag. Eins og sönn steingeit ert þú full/ur efasemda en ekki dæma fólk eða verkefni of mikið. Reyndu að víkka hug- ann og skoða allt sem í boði er á þessum krossgötum – þú gætir komið sjálfri/ sjálfum þér á óvart. Þú hefur verið að eyða umfram efni síðustu vikur, ekki bara til að kaupa jólagjafir og gleðja. Þú skalt reyna að koma þessu í lag með því að fara varlega með peninga og skipuleggja þig betur. Þú þarft á jafnvægi að halda og óþarfa peningaáhyggjur koma ekki á jafnvægi, heldur akkúrat öfugt. Þú hefur verið í kósístuði upp á síðkastið og hent þér í náttfötin og flíspeysuna um leið og þú kemur heim á daginn. Þú fyllist hins vegar nýjum krafti í þessari viku, ferð á viðburði, hittir fólk og hendir nátt- fötunum og flísinu í langþráðan þvott. Þú finnur fyrir áður óþekktu hugrekki sem á eftir að koma þér á nýja staði. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar Lesið í tarot Hildar Ástin blómstrar en hvernig eiga þau saman? n 19. janúar María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play, 38 ára n 20. janúar Sigtryggur Magnason listamaður, 46 ára n 21. janúar Leoncie tónlistarkona, 53 ára n 22. janúar Gunnar Björn Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, 48 ára n 23. janúar Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður, 68 ára n 24. janúar Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari, 59 ára n 25. janúar Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, 48 ára E inkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr og kærasti hennar, Ingimar Elíasson, eignuðust son í vik- unni. Er þetta fyrsta barn þeirra saman en Ingimar á eitt barn úr fyrra sambandi. DV ákvað því að lesa í stjörnumerkin og athuga hvernig nýbökuðu foreldrarnir eiga saman. Margrét er vatnsberi en Ingimar er bogmaður. Hér blandast saman hugsjónir vatnsberans og þekking bog- mannsins þannig að þetta samband er fullt af sköpunar- krafti. Vissulega geta vatnsberinn og bogmaðurinn orðið heltekin af keppnisskapi en eitt er víst – það er alltaf stuð í kringum parið. Undir rómantíkinni og ástinni hvílir frábær vinátta. Margrét og Ingimar eiga mjög auðvelt með að eiga sam- skipti hvort við annað og þau eru einnig mjög lífsglöð. Saman eiga þau frábærar stundir og geta svo sannarlega náð flugi á vængjum hvort annars. Bogmaðurinn laðast að sjálfstæði, sýn og sköpun vatnsberans á meðan vatnsberinn elskar frumkvæði og snilligáfu bogmannsins. Það eru í raun ekki miklir árekstr- ar í þessu sambandi vegna djúps skilnings aðilanna á hvor öðrum. Þannig að sköpun, samskipti og lífsgleði einkenna þetta samband sem getur lifað góðu lífi um ókomin ár. n Margrét Edda Fædd: 16. febrúar 1989 Vatnsberi n frumleg n sjálfstæð n mannvinur n framsækin n flýr tilfinningar n feimin Ingimar Fæddur: 7. desember 1983 Bogmaður n örlátur n hugsjónamaður n húmoristi n framtakssamur n óþolinmóður n lofar upp í ermina á sér Byrjunin á einhverju stóru T ónskáldið Hildur Guðnadóttir er á allra vör- um. Hún hefur rakað til sín verðlaunum fyr- ir tónlistina í Jókernum og er tilnefnd til Óskarsverðlauna. DV fannst því tilvalið að lesa í tarot þessa hæfileikabúnts, en lesend- ur geta sjálfir dregið tarot á vef DV. Nýtt og stærra verkefni Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Hildi er Keisarinn. Hún er afar þroskuð í tónsköpun sinni og einnig dug- leg, sjálfstæð og hokin af reynslu. Hún stendur nú frammi fyrir stórum og miklum tæki- færum en hún verður að kanna möguleika framtíðar- innar vel og ekki stökkva á hvað sem er. Það er skipulag og hagkvæmni sem mun koma Hildi langt, en einnig hve vel hún skilur umhverf- ið og sjálfa sig. Hún raðar í kringum sig hæfileikaríku fólki sem hún lærir mik- ið af, en velferð náungans getur komið henni lengra en hana grunar. Nýtt og enn stærra verkefni er handan við hornið þegar Hildur er tilbúin. Einrúmið Næst er það Einbúinn. Í verðlauna- storminum hefur Hildur dregið sig markvisst út úr umhverfi sínu og sviðsljósinu. Það er eingöngu af hinu góða þar sem hún er að styrkja sjálfið. Hún finnur mikla þörf fyrir að vera í einrúmi og huga að sínum persónulegu þörfum því öll þessi athygli fellur henni ekki í kramið. Hún þarf að ná góðri jarð- tengingu, tengingu við sitt innra sjálf og huga betur að eigin líð- an. Hún treystir á innsæið og það mun koma henni á rétta braut. Fer heim með styttuna Loks er það Heimurinn. Farsæld er í nánd eftir Óskarsverðlaunin. Þá er líkt og hringur nái endum saman og Hildur fyllist af krafti og orku sem ýtir undir jafnvægi hennar og vellíðan. Hún mun uppskera eins og hún sáir. Hún mun fara heim með Ósk- arsstyttuna og sú ánægja sem fylgir smitar út frá sér. Enn fleiri tækifæri leita hana uppi um heim allan og hún fær loks að velja og hafna eins og henni sýnist. Hildur hefur náð mikl- um andlegum þroska og birta umlykur hana og verkefni hennar. Þetta er bara byrjunin á einhverju stóru. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.