Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 52
52 FÓKUS 17. janúar 2020 B retland logar eftir að Harry og Meghan, hertoginn og hertogaynjan af Sussex, tilkynntu að þau ætl- uðu að segja sig úr bresku konungsfjölskyldunni og verða fjárhagslega sjálfstæð. Harry og Meghan hafa ekki verið lengi saman í stóra samhenginu og hefur sam- band þeirra þróast mjög hratt ef litið er á ástarsögu hjón- anna. Júlí 2016 Harry og Meghan hittust fyrst í London og voru það sam- eiginlegir vinir sem kynntu þau. Neistar flugu undir eins á milli prinsins og leikkonunnar. Nóvember 2016 Harry staðfesti samband sitt við Meghan í opinberri yfir- lýsingu. Í henni fordæmdi hann kynþáttahatara og karl- rembur sem gagnrýndu leikkonuna. Október 2016 Meira kom í ljós um sambandið og sagði Us Weekly frá því að Harry hefði byrjað að hafa samband við Meghan í júní og sent henni oft smáskilaboð. „Harry elskar hvað hún er mannúðleg,“ sagði heimildarmaður ritsins. „Eitt af því fyrsta sem þau töluðu um voru dýraathvörf. Hann elskar hvað hún er umhyggjusöm.“ Janúar 2017 Harry kynnti Meghan fyrir mágkonu sinni, hertogaynjunni Kate Middleton, og bróðursystur sinni, Karlottu prinsessu, í Kensington-höll í London. Meghan hitti Vilhjálm prins, bróður Harry, og Karl Bretaprins, föður Harry, nokkrum mánuðum síðan. Mars 2017 Meghan hvatti kærasta sinn til dáða á pólóleik í Ascot á Englandi og var þetta í fyrsta sinn sem þau sáust saman á opinberum viðburði. Maí 2017 Parið mætti í brúðkaup Pippu Middleton, systur Kate, og James Matthews í Bucklebury á Englandi. Meghan var ekki viðstödd við athöfnina sjálfa en eftir hana lagði Harry á sig 160 kílómetra ferðalag til að sækja sína heittelskuðu svo hún gæti tekið þátt í veislunni. Ágúst 2017 Harry og Meghan fóru til Botswana í Afríku til að halda upp á 36 ára afmæli leikkonunnar og verja tíma með vin- um Harry. September 2017 Meghan rauf þögnina um ástarsambandið í forsíðuviðtali við Vanity Fair. „Við erum par. Við erum ástfangin,“ sagði hún í viðtalinu. „Ég vona að fólk skilji að þetta er okkar tími. Þetta er fyrir okkur. Það er það sem gerir þetta sér- stakt, að þetta er okkar. En við erum hamingjusöm. Ég elska góða ástarsögu.“ September 2017 Meghan hitti Elísabetu Bretadrottningu í fyrsta sinn í sum- arhúsi drottningar, Balmoral-kastala. Nóvember 2017 Tilkynnt var um trúlofun Harry og Meghan aðeins nokkrum dögum eftir að hún lauk tökum á sjónvarps- þáttunum Suits og flutti til London. Samkvæmt tilkynn- ingu frá krúnunni fór Harry á skeljarnar snemma í nóv- embermánuði. Í trúlofunarhring Meghan voru demantar úr nælu sem var í eigu Díönu heitinnar prinsessu, móður Harry. Eftir tilkynninguna fóru tilvonandi hjónin í viðtal á BBC, þeirra fyrsta viðtal saman. „Þetta var stórkostlega óvænt,“ sagði Meghan um bónorðið. „Þetta var svo sætt og eðlilegt og mjög rómantískt. Hann fór niður á annað hné. Raunar gat ég varla leyft honum að klára. Ég sagði bara: Má ég segja já núna?“ Desember 2017 Opinberar trúlofunarmyndir af parinu eru sendar út en þær voru teknar af ljósmyndaranum Alexi Lubomirski. Maí 2018 Meghan og Harry gengu í það heilaga þann 19. maí í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala. Þúsundir mættu til að bera hjónin augum, en sex hundruð gestum var boð- ið að vera viðstaddir. Einn gest vantaði þó, föður brúðar- innar, Thomas Markle. Mikið var fjallað um samband feðginanna fyrir brúðkaupið og tjáði Thomas sig fjálglega við alla helstu slúðurmiðla heims. Hefur Meghan sakað föður sinn um að ljúga til að fá athygli. Það var svo einnig Alexi Lubomirski sem tók brúðkaupsmyndir af hjónun- um, en þær voru birtar tveimur dögum eftir herlegheitin. Júní 2018 Stuttu eftir brúðkaupið fóru sögur á kreik um að hjón- in ætluðu sér að fjölga mannkyninu. „Að eignast börn er klárlega í forgangi,“ sagði heimildarmaður Us Weekly á sínum tíma. „Hún og Harry vilja stofna fjölskyldu strax og hún ætlar að byrja að reyna eins fljótt og auðið er.“ Október 2018 Í tilkynningu frá Kensington-höll þann 15. október var það tilkynnt að Meghan bæri fyrsta barn hjónanna undir belti. Nóvember 2018 Áætlanir Meghan og Harry um að flytja frá London í Frog- more-sumarhúsið í Windsor voru gerðar opinberar. Gerðu þau þetta til að búa sig undir komu barnsins. Janúar 2019 Meghan ljóstraði upp um settan dag er hún talaði við heimamenn í Birkenhead. Þá sagði hún að barnið kæmi seint í apríl eða í byrjun maí. Febrúar 2019 Steypiboð var haldið fyrir Meghan í New York af frægum vinkonum hennar, þar á meðal Gayle King, Amal Clooney og Serenu Williams. Hins vegar er það ekki venjan að með- limir konungsfjölskyldunnar séu með steypiboð, hvað þá lúxusboð eins og það sem haldið var fyrir Meghan, og því varð hertogaynjan fyrir nokkru aðkasti vegna þess. Brjálað stuð Meghan og Harry sáust fyrst opinber- lega á pólóleik. Óð í Harry Meghan opnaði sig um sambandið í viðtali við Vanity Fair. Þrjú á palli Elísabet, Meghan og Harry. Stór dagur Harry og Meghan til- kynna trúlofunina fyrir fjölmiðlum. Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands n Fóru gegn hefðinni og uppskáru úthúðanir n Leyfa hjartanu að ráða för „Ég elska góða ástarsögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.