Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
5
iR-sveitin sem setti hiO glœsilega met í 1000 m. boöhlaupi á Ágústleikunum í
Stokkhólmi. Frá vinstri: Kjartan IfOO m. Haukur 300, örn 100 og Finnbjörn 200.
leg, og gestrisni Norska frjálsíþrótta-
sambandsins verður seint fullþökkuð.
Á meðan við dvöldum í Osló, bjó einn
af stjórnendum sambandsins Birgir
Rassmussen með okkur á Kjeholmen,
og sá hann um að okkur vanhagaði ekki
um neitt. — En nú var það Svíþjóð.
Okkur varð ekki svefnsamt i lestinni
um nóttina, og voru þvi margir þreytt-
ir eftir ferðina, er keppnin fór fram.
Við komum til Stokkhólms um klukk-
an 7 morguninn eftir. Það sem okkur
undraði mest var hve snemma Svíar
rísa úr rekkju. Þá daga, sem við dvöld-
umst í Stokkhólmi bjuggum við á heim-
ilum félagsmanna i Skuru IK, en svo
lieitir félagið, sem sá um mótttökur
flokksins i Stokkhólmi. Við bjuggum
allir i úthverfum borgarinnar, og urð-
um því ætið að fara um það bil 10
km. i bil, til borgarinnar.
Önnur keppnin — Ágústleikarnir
í Stokkhólmi.
Eins og áður er sagt, vorum við
þreyttir eftir næturferðalagið, en þrátt
fyrir það varð árangurinn ótrúlega
góður.
100 m. hlaupið vann Finnbjörn á
10,9, en Lundqvist, sá hinn sami og
kom hingað í sumar, varð annar, á
sama tima. Um tíma leit þó út sem
Lundqvist niundi sigra, þar sem hann
hafði náð beztu „starti“. Haukur varð
þriðji einnig á 10,9 sek. Fjórði varð
Nisse Karlsson á 11,0 og 5. Hedin, sá
Öskar Jónsson í keppni.
sem hljóp 200 m. fyrir Svía í Norður-
landakeppninni. Hann fékk 11,1
í 400 m. hlaupi varð Kjartan Jó-
hannsson 3. í sínum riðli á 51,6, en
komst ekki í úrslit. Ileynir Sigurðsson
var'ð 6. i sínum riðli á 52,1.
í 1500 m. varð Óskar Jónsson 9. á
3:57,4, sem er hans næstbezti árangur
i þeirri grein. 1500 m. lilaup er eins
og mörgum er kunnugt sterkasta grein
Svíanna, og var því ekki mikil von
um sigur þar. Sigurður Sigurðsson
varð 5. í kúluvarpi með 13,13 m. en
það er mun verri árangur en hann
náði i Osló, enda var veður mjög kalt
þetta kvöld þótt lyngt væri.
Siðasta greinin, sem við tókum þátt
í þetta kvöld var 1000 m. hoðhlaup.
Þegar það fór fram var orðið mjög
skuggsynt á „Stadion“, og hafði verið
kveikt á fjölmörgum ljóskösturum. Var
völlurinn mjög fagur á að líta þannig
upplýstur. Auk ÍR-sveitar. og sænsku
félaganna keppti þar úrvalssveit frá
Frakklandi, en Frakkarnir voru þá á
iþróttaferðalagi um Svíþjóð, og kepptu
á Stadion þetta kvöld. Fyrir ÍR-sveit-
ina hlupu þeir Örn Clausen, Finnbjörn,
Haukur og Kjartan. Fyrstu 100 m. hljóp
Örn og náði ágætu starti, aldrei þessu
vant, Finnbjörn tók síðan við, eftir
vel heppnaða skiptingu og hljóp 200 m.
ágætlega. Skilaði hann keflinu til
Hauks, á undan öllum keppninautum
sínum. Eftir skiptirigu þeirra Finn-
björns og Hauks, sem heppnaðist vel,
voru Frakkarnir i öðru sæti og um
það bil 3 metra á eftir ÍR-sveitinni.
300 m. hljóp svo Haukur fyrir IR,
en Chef d’Hotel, sem Svíarnir kölluðu
„Hotelchefen" (liótelstjórann), fyrir
Frakkland. Chef d’Hotel er eins og
kunnugt er annar bezti 400 og 800
m. lilaupari Frakklands. Þeir voru
jafnir fyrstu 50 metrana, og bjuggumst
við strákarnir við því á hverri stundu,
að hinn þrautreyndi og þolgóði Frakki
mundi fara að vinna á. Þá skeði það
ótrúlega, að Haukur fór að vinna jafnt
og þétt á, og er 300 metrunum var
lokið, var ÍR-sveitin komin upp undir
20 metra á undan. Þess má geta að
Chef d’Hotel tapaði nokkrum metrum
á því að lilaupa beygjuna á 3. braut
enda þótt hann mætti hlaupa á innstu
braut. Haukur tók þó af honum að
minnsta kosti 13 - 15 m. á sprett-
inum. En nú var 400 m. spretturinn
eftir. Kjartan var með um 20 m. for-
gjöf á móti franska meistaranum
Hansenne, sem hljóp stórkostlega vel
og tókst á síðustu metrunum að kom-