Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 19

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 Mótinu var slitiS mánudagskvöldið 8. sept. Það var iiátiðleg stund, þegar 20 þús. manns sungu sænska þjóðsönginn þarna inni á hinum upplýsta Olympiu- velli. Þeirri stundu munum við, sem þarna vorum, seint gleyma. 6. keppnin — í Shovde. Sunnudaginn 7. sept. daginn eftir að N'orðurlandakeppnin hófst, fóru 3 ÍR- ingar, þeir Jóel Sigurðsson, Óskar Jóns- son og Reynir Sigurðsson með járnhraut til borgarinnar Shövde til þess að keppa þar. En þvi miður aftraði veðrið því, að ferðin heppnaðist sem skyldi, livað árangur snerti, þvi rok var mikið þeg- ar keppnin fór frarn. Þrátt fyrir þetta stóðu ÍR-ingarnir sig allir vel. Jóel varð 2. í spjótkasti með 56,02 m. og Óskar 2. i 800 m. á 2:02,4 mín. Reynir hljóp und- anrás í 400 m. hlaupi og komst í úrslit, en lestin, sem átti að flytja strákana til Stokkhólms, átti að fara áður en úrslit fóru fram, og gat Reynir ]iví ekki tekið þátt i þeim. En Shövde-búum hefir víst þótt Reynir svo líklegur til afreka að þeir komu með verðlaunin til hans á brautarstöðina, áður en úrslitablaupið var útkljáð. Svei mér ekki svo afleitt, að fá verðlaun fyrir að þykja líklegur til sigurs. 7. keppnin — í Östersund. Þriðjudaginn R). sept fóru þeir Finn- björn, Örn Clausen og Óskar Jónsson með næturlestinni norður til borgarinn- ar Östursund til þess að keppa þar, en þar býr Anton Bolinder, Evrópumeist- ari í hástökki, og var það fyrir hans til- stilli að við kepptum þar. Veður var kalt og vindur all sterkur, en þrátt fyrir það urðu árangrar okkar mjög sæmi- legir. Finnbjörn vann 100 m. hlaupið á 11,0 sek. en Örn varð 4. á 11,2 sek. Það skal tekið fram að báðir Svíarnir „þóf- störtuðu“ all-freklega, svo að Örn og Finnbjörn voru á báðum áttum, hvort þeir áttu að lialda áfram eftir viðbragð- ið, en þar sem ræsirinn gaf ekki merki urðu þeir að sætta sig við það. Langstökkið vann Finnbjörn einnig og stökk 6,92 m., en Örn varð 4. með 6,57 m. Atrennubrautin í langstökkinu var mjög laus i sér. 1 800 m. hlaupinu varð Óskar 2. á 1:57,4 mín. Fyrstur varð Hasse Liljekvist, sem nú hljóp á 1:55,6 mín. Á því geta menn bezt séð hversu 200 m. hlaupiö. Eftir 75 m. Frá vinstri: Bloch, Lundqvist, Strandberg, Haukur. 50 m. frá marki: Tranberg á 5. braut er enn fyrstur, en Haukur vinnur stööugt á. 1 markinu: Haukur hefir sigraö. Tranberg er annar og Lundqvist þriöji.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.