Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 26
16 IÞRÓTTABLAÐIÐ Frjjálsíþró . Meistaramót Reykjavíkur hið þriðja i röðinni hófst 14. júlí s. 1. en lauk ekki fyrr en 6. sept. Stafaði sá dráttur af óþarfa mistökum í sam- bandi við framkvæmd mótsins. Svo var mál með vexti, að fyrsta árið var mótig' haldið á fjórum dögum svo sem reglugerð þess mælti fyrir um. Þetta fyrirkomulag gafst svo illa að íþrótta- ráð Reykjavíkur breytti reglugerð þess í svipað horf og reglugerð Meistaramóts íslands. — Var keppt með þvi fyrir- komulagi s. 1. ár (1946) og gafst ágæt- lega. Með öðrum orðum mótið var haldið á 2 dögum og boðhlaupin og fimmtarþrautin á þeim þriðja. Auk þess bætti ráðið þá inn tveim grein- um, sem hafði verið sleppt fyrsta ár- ið, þrístökki og sleggjukasti. Að þessu sinni skeði sá óskiljanlegi atburður, að mótið var auglýst með hinu gamla, úrelta fyrirkomulagi. Mun hafa verið kvartað yfir þessu við rétta aðila, í- þróttaráðið, og framkv.nefnd mótsins, Í.R., en án árangurs að þvi er virðist. Hefir fréttzt að ráðio liafi að vísu tek- ið mótmælin til greina, en ÍR ekki farið eftir því. Og hvernig sem það var, þá er eitt vist að ÍR hélt mótið á 4 dögum samkvæmt hinu úrelta fyrirkomulagi og sleppti úr þeim 2 greinum, sem áð- ur er minnst á. Nokkru síðar auglýsti ráðið að það ætlaði að láta keppa i áðurnefndum tveim greinum og tókst það eftir nokkrar tilraunir. Fór sleggju- kastskeppnin fram 20. ágúst, en þrí- stökkio 6. sept. eða 1 %—2 mánuðum eftir að aðalmótið fór fram. Ná svona vinnubrögð vitanlega engri átt, hverj- um sem um er að kenna. — Helztu úrslit mótsins urðu þessi: 14. júlí. 100 m. hlaup: Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 11,1 sek., 2. Haukur Clausen, ÍR, 11,1 sek., 3. Örn Clausen, ÍR, 11,4 sek., 4. Ásm. Bjarnason, KR, 11,7 sek. (örlítill mót- vindur). Haiiiól in ■ Eftir Jóhann Bernhard 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, IvR, 16,3 sek., 2. Ólafur Nielsen, Á, 17,1 sek. (Fleiri kepptu ekki). 800 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, ÍR, 1:57,8 mín., 2. Kjartan Jóhannsson, ÍR, 1:58,5 mín., 3. Pétur Einarsson, ÍR, 2:02,3 mín., 4. Hörður Hafliðason, Á, 2:04,4 mín. Kúluvarp. 1. Vilhj. Vilmundarson, KR, 13,92 m., 2. Ástvaldur Jónsson, Á, 13,79 m., 3. Sigurður Sigurðsson, ÍR, 13,34 m., 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 13,19 m. Langstökk: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 6,87 m., 2. Magnús Baldvinsson, ÍR, 6,56 m., 3. Torfi Bryngeirsson, KR, 6,25 m. 4. maður, Örn Clausen, ÍR, meiddist á fæti og varð að hætta keppni. Var þetta skaðd mikill, þvi að hann átti all- lengi í þessu og komst aldrei i fulla þjálfun aftur það sem eftir var sum- arsins. Veður var hálfleiðinlegt þenn- an dag, kalsi og rigningarsuddi. 15 júlí. 200 m. hlaup: 1. Haukur Clausen, ÍR, 22,2 sek., (Nýtt drengjamet) 2. Finnbjörn Þor- valdsson, ÍR, 22,3 sek., 3. Ásmundur Bjarnason, KR, 22,8 sek., 4. Trausti Eyjólfsson, KR, 23,4 sek. Tími Hauks er aðeins einum tíunda sek. lakari en íslandsmet Finnbjarn- ar, sem er sett erlendis og jafnframt bezti tími á Norðurlöndum það sem af er árinu. Annars náðu allir keppend- urnir óvenju góðum tímum, svo seni t. d. Ásm. Bjarnason, KR, sem er 3. íslendingurinn, er fer undir 23 sek. og hefir þó ekki keppt fyrr en í sumar i spretthlaupum. Vindur var allhvass og hagstæður fyrir beygjuna. Kringlukast: 1. Friðrik Guðmundsson, KR, 39,51 m., 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 38,88 Reykjavík m., 3. Jóel Sigurðsson, ÍR, 37,17 m., 4. Gunnar Sigurðsson, KR, 36,95 m. Hástökk: 1. Skúli Guðmundsson, KR, 1,80 m., 2. Rúnar Bjarnason, ÍR, 1,55 m. 3. keppandinn felldi byrjunarhæðina. 400 m. grindahlaup: 1. Haukur Clausen, ÍR, 61,1 sek., 2. Reynir Sigurðsson, ÍR, 61,1 sek., 3. Sveinn Björnsson, KR, 64,2 sek. 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, ÍR, 4:06,8 min., 2. Hörður Hafliðason, Á, 4:23,4 mín., 3. Pétur Einarsson, ÍR, 4:24,6 mín. Eins og áður er tekið fram var all- hvasst og veður frekar óhagstætt. Háði það betri árangri í hinum íþróttagr 16. júlí. 400 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, ÍR, 52,3 sek., 2. Ásm. Bjarnason, KR, 53,0 sek., 3. Reynir Sigurðsson, ÍR, 53,1 sek. Spjótkast: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 54,24 m., 2. Halldór Sigurgeirsson, Á, 52,13 m., 3. Þorvarður Arinbjarnarson, KR, 51,21 m., 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 46,81 m. 5000 m. hlaup: 1. Þórður Þorgeirsson, KR, 16,46,6 mín., 2. Indriði Jónsson, KR, 17,26,6 mín., 3. Steinar Þorfinnsson, Á, 18,42,6 Stangarstökk: 1. Torfi Bryngeirsson, KR, 3,72 m. (Nýtt ísl. met.), 2. Bjarni Linnet, Á, 3,65 m. 3. keppandinn felldi byrjunar- hæðina. Torfi setti þarna annað met sitt á árinu, þrátt fyrir óhagstætt veð- ur. Bjarni Linnet stökk einnig hærra en hann hefir gert áður. 4x100 m. boðhlaup: 1. ÍR 44,2 sek., 2. KR 45,1 sek., 3. KR (B) 47,0 sek. Sveit ÍR var þannig skipuo: F'innbjörn, Reynir, Haukur og Kjartan, en sveit KR: Trausti, Pétur, Magnús, Ásm. 17. júlí. 4x400 m. boðhlaup: 1. ÍR 3:26,6 mín. (Nýtt isl. met), 2.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.