Íþróttablaðið - 01.12.1947, Side 30

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Side 30
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Torfi Bryngeirsson stekkur 3,80 í stangarstökki. andinn brá tvívegis of snemma við og var visað úr leik. Hlupu þvi aðeins 8 keppendur þessar sögulegu undanrásar. 2. riðill. 1. Ásm. Bjarnason, KR, 11,3 sek. 2. Þorbj. Pétursson, Á. 11,5 sek. 3. Þór- arinn Gunnarsson, ÍR. 11,8 sek. 3. riðill: 1. Finnbjörn Þorvaldsso**, JR. 10,9 sek. 2. Trausti Eyjólfsson, KR. 11,5 sek. 3. Pétur Sigurðsson, KR. 11,7 sek. — Fyrri milliriðill: 1. Haukur Clausen, ÍR. 10,9 sek. (nýtt drengjamet), 2. Ásm. Bjarna- son, KR. 11,2 sek. 3. Reynir Gunnarsson, Á. 11,0 sek. — Síðari milliriðill: 1. Finn- björn Þorvaldsson, ÍR. 10,7 sek. (nýtt íslandsmet), 2. Þorbjörn Pétursson, Á. 11,4 sek. 3. Trausti Eyjólfsson, KR. 11,4 sek. Þegar hér var komið, var úrslita- lilaupinu frestað, enda þótt greinilegur stígandi væri i árangri keppenda. Gamla metið var 10,8 sek. sett af Finnbirni á meistaramótinu í fyrra. Nýtt met í stangarstökki. Torfi Bryngeirsson, KR. setti að þessu sinni þriðja íslandsmetið í stangar- stökki — og sigraði skæðustu keppi- nauta sína með miklum yfirburðum. — Hann fór vel yfir methæðina 3,75 m., en mistókst á næstu liæð — 3,85 m. — kom illa niour og hætti við svo búið. Hefði verið hyggiíegra að hækka aðeins um 5 cm., í 3,80 m. Stíll Torfa fer batnandi og virðist liann hafa góð skil- yrði til að komast yfir 4 metra næsta sumar, æfi hann vel og reglulegá,. •— Bjarni Linnet, Á. og Kolbeinn Kristins- son, Selfossi voru báðir lakari en þeir eiga vanda til — og stukku aðeins 3,45 og 3,20 m. Úrslit: íslandsmeistari 1947. Torfi Bryngeirsson, KR, 3,75 m. (nýtt íslandsmet) 2. Bjarni Linnet, Á, 3,45 m. 3. Kolbeinn Kristinsson, Self. 3,20 m. Meistari í fyrra: Torfi, 3,40 m. Ovænt úrslit í 400 m. hlaupi. Af sjö skráðum þátttakendum mættu aðeins 4 til leiks og var því jafnframt um úrslitahlaup að ræða. Methafinn Haukur Clausen hætti við hlaupið, urðu það mörgum vonhrigði. íslandsmeistar- inn Kjartan Jóhannsson sem hljóp á 4. braut tók strax forustuna og virtist hafa hlaupið í hendi sér. Á beinu brautinni liafði hann enn gott forskot, en keppni virtist ætla að verða hörð um 2. sætið milli Reynis Sigurðssonar, IR, á (2. braut) og hins efnilega nýliða, Magnús- ar Jónssonar, KR. (á 3. braut). Fáeina metra frá marki tókst Reyni að komast fram úr Magnúsi, er þá voru þeir báð- ir svo nálægt Kjartani, að erfitt reynd- ist að skera úr um hvor hefði unnið hlaupið, Revnir eða Kjartan. Þar- við hættist að Magnús hrasaði, en það stutt frá marki að hann datt inní það. Lá við að allir þrír fengju sama tíma. í spenningnum tóku fáir eftir fjórða keppandanum, Páli Halldórssyni, KR., sem þó var aðeins 6—7 metrum á eftir, og á tíma, sem var mettími fram á árið ’44. Um tíma voru menn ekki á eitt sátt- ir um það hvor hefði unnið hlaupið og konm fram óskir um að hlaupið yrði dæmt jafnt og umhlaup látið fara fram. Um siðir tók hlaupstjórinn rögg á sig og dæmdi Reyni sigurinn: Úrslit: ís- landsmeistari: Reynir Sigurðsson, IR. 51, 5 sek. 2. Kjartan Jóhannsson, ÍR, 51,5 sek. 3. Magnús Jónsson, KR. 51,6 sek. 4. Páll Halldórsson, KR, 52,6. Meistari í fyrra: Kjartan Jóhannsson, ÍR, 51,3 sek. 2 yfir 40 metra í kringlukasti. Enda þótt enginn þeirra Huseby, Jóns Ólafss. eða Braga Friðrikssonar væri meðal keppenda, varð keppnin bæði jöfn og spennandi og 2 komust yfir 40 m. Ólafur Guðmundsson, ÍR, kastaði 40,09 m. strax í fyrsta kasti og svaraði Frið- rik því með 40,14 m. í öðru kasti. í fyrsta úrslitakastinu tryggði Ólafur sér sigurinn með 41,84 m., en Friðrik tókst ekki að bæta við sig. Er Friðrik 6. íslendingurinn, sem kastar yfir 40 m. Af 12 á skrá mættu 11 og eru það góðar heimtur. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Ólafur Guðmundsson, ÍR. 41,84 m. 2. Friðrik Guðnmndsson, KR. 40,14 m. 3. Jóel Sigurðsson, ÍR. 37,54 m. 4. Hjálm- ar Torfason HSÞ 36,05 m. 5. Gunnar Sig- urðsson, KR. 35,45 m. 6. Gunnlaugur Ingason, Hvöt 35,43 m. Meistari í fyrra: Huseby, 41,69 m. Farið of hratt af stað í 1500 m. hlaupinu. Af 6 á skrá mættu 4. Óskar tók strax forustuna og fór helzt til geyst framan af. Hefði tími hans getað orðið enn betri með jafnari ferð. Annars var ekki um neina samkeppni að ræða, því næsti maður var 10 sek. á eftir. Var það hinn efnilegi nýliði Pétur Einarsson, ÍR, sem virðist vera jafn vígur á 400 og 1500 m. hlaup og á vissulega eftir að láta til sín lieyra síðar með bættum stíl og meiri þjálfun. Ármenningarnir Hörður og Stefán börðust um 3. sætið og vann sá fyrrnefndi. í þetta hlaup vantaði til- finnanlega þá Þórð Þorgeirsson, Ind- riða Jónsson og Sigurgeir Ársælsson. Úrslit. íslandsmeistari: Óskar Jónsson, ÍR. 4:07,2 mín. 2. Pétur Einarsson, ÍR. 4:17,0 mín. 3. Hörður Hafliðason, Á. 4:20,4 mín. 4. Stefán Gunnarsson, Á. 4:21,6 mín. Meistari i fyrra: Óskar 4:00,6

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.