Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 37

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 37
IÞRÓTTABLAÐIÐ 27 Efri röð: Frá sýningum karla og kvenna í finnska ÞjóÖleikhúsinu. 1 miðið: glímumenn á æfing^i. Neöri röö, til hægri: Islendingar kenna finnskum liðs foringjum glímu. Til vinstri: Isl. flokkarnir kveöja eftir sýningu í Stokkhólmi. íþróttaflokkar á mótið, úrvalsfim- leikaflokkur kvenna og karla og glímu flokkur frá félaginu Ármanni, allir flokkarnir undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, en fararstjóri var Jens Guðbjörnsson form. félagsins. Flokk- arnir íslenzku höfðu 14 sýningar í Helsingfors í sambandi við íþrótta- hátðina auk þess 3 sýningar í Wieru- maki, 3 sýningar í Heinola og 3 sýn- ingar i Stokkhólmi. Það má strax segja það hér, að ís- lenzki flokkurinn á íþróttahátíð Finn- lands hefur á mikilfenglegan hátt komið fram fyrir hönd Islands og íslenzkrar .íþróttaæsku og kynnt land sitt eins og bezt verður kosið. Nafnið Island og íslendingur er það, sem maður heyrðá oft í Finnlandi um og eftir íþróttahátíðina. Enginn kvenflokkur sýndi jafnoft og íslenzki kvenflokkurinn og' sögðu blöðin hiklaust að hann væri fremst- ur allra kvenflokka á Norðurlöndum í jafnvægisæfingum á hárri slá. Siðasta sýning íslenzku flokkanna fór fram i þjóðleikhúsi Finna og höfðu flokkarnir þar til umráða 1 tima. Þarna sýndu ennfremur Tékkar, Danir, Norðmenn og Finnar. Lófatak- Éð og fagnaðarlætin er stúlkurnar sýndu jafnvægisæfingarnar, piltarn- ir dýnustökkin og glímuna voru Jón Þorsteinsson, stjórnandi. meira en kurteisisviðurkenning. Hér koma annars nokkur blaðaummæli er sanna bezt frammistöðu íslenzku flokkanna. Helsingin Sanomat 4. júlí 1947: tílímufélagið Ármann frá íslandi sýndi hinn ágæta kvenflokk sinn sem gerði æíingarnar bæði rösklega og hárnákvæmar, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Æfingar þeirra á hárri slá voru svo vel gerðar að þær stóðu sænsku stúlkunum langt- um framar. Hreyfingar voru svo ör- uggar, stílhreinar og mjúkar og valdið, sem þær höfðu yfir líkaman- um var undravert. Sýningunni lauk með því að stúlkurnar stóðu 5 á slánni í einu, hæst uppi á stólpun- um og gerðu þær æfingarnar þar eins öruggar og þær væru niðri á gólfinu. Uus: Suomi 4. júli: Kraftur og fegurð. Ef íslenzku stúlkurnar, sem sýndu mjög fallegar og vandasamar æfing- ar á hárri slá, hlutu aðdáun áhorf- endanna, var það ekki siður hlut skipti islenzku piltanna. Með mikilli hrifningu og aðdáun horfðu áhorfiendur á flug þeirra í dýnustökkunum, sem voru svo himin- há og kröftug að undrum sætti. Hin- ar frjálsu æfingár þeirra voru svo vel gerðar, sem frekast getur hugsast og svo nákvæmar, sem einn maður væri, en ekki flokkur. Þá veittist áhorfendum sú ánægja að kynnast íslenzku glímunni, sem við fyrstu sýn virtist eins og skilmst sé með fótunum, hún er bæði fögur ög karlmannleg íþrótt. Við fengum og að sjá hinn íturvaxna og fallega glímukonung þeirra keppa við félaga sína, sem þeir enn hafa ekki getað sigrað. Kennari og stjórnandi allra flokk- anna var Jón Þorsteinsson. Það er ósk vor að þessi _ heimsókn íslend- inganna til Finnlands verði spor til órjúfanlegs samstarfs þessara tveggja þjóða, og að það eflist sem bezt í framtíðinni. Krist Kemppi. Helsingen Sanomat 2. júlí 1947. Glímusýningar. Á mánudagskvöldið fyrir úrslita- leikina í glimukeppninni höfðu ís- lenzku gHmumennirnir 13. sýning- una í Tennishöllinni, þeir voru

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.