Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 45

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 45
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 35 Islandsmeistarar KR í II. flokki. Frá v. fremri röð: Atli Helgason, Har. Sig- urðsson, Bergur Bergsson, Sverrir Kjœrnested og Helgi Helgason. — Efri röð: Steinn Steinsson, Sig. Bergsson, Júlíus Gestsson, Björgvin Guðmundsson, Har. Sveinbjarnarson og Ingi Guðmundsson. aftur. Úrslit þessa sögulega móts urðu þau, að Þór vann K. A. meo 3:1 og þar með landsmót I. flokks í knatt- spyrnu 1947. Reykjavikurmótið hófst í júnilok en lauk ekki fyr en í byrjun ágúst. Úrslit urðu þau, að KR. bar sigur úr býtum og hlaut 4 + 2 stig. Fram fékk 4, Valur 3 og Víkingur 1 stig. II. flokkur: Landsmótið hófst á Akranesi 23. ágúst og var útsláttarkeppni þ. e. a. s. félag var úr leik eftir 2 töp. Þetta mót var all æfintýrlegt, bæði livað snerti keppnisfyrirkomulag og þann langa tima, sem það tók. — Sex félög tóku þátt í mótinu, Reykjavík- urfélögin, Hafnfirðingar og Akurnes- ingar. Eftir 9 leiki liafði helmingur- inn helzt úr lestinni, en eftir voru Fram (með 1 tap) og KR. og Valur (bæði taplaus). Nú áttu Fram og Valur að keppa, en það tók þau ó- vart 6 leiki að fá úrslit sín á milli. Að lokum vann þó Valur með 1:0, 17. nóv. gat úrslitaleikurinn milli KR. og Vals loks farið fram og fóru þannig leikar að KR. sigraði með 2:1. Varð KR, því íslandsmeistari í II. flokki. Watsonkeppninni i II. flokki (sem er útsláttarkeppni) lauk 19. okt. með leik inilli KR, og Vals. Sigraði KR. með 1 :Ö og vann þar með keppnina. Lið KR. í II. flokki hefur aðeins tapað einum leik á öllu sumrinu, en unnið 2 af 3. mótum í þessum flokki. Er liðið skipað óvenju ungum og efni- legum knattspyrnumönnum. III. flokkur: Landsmótið hófst 13. júlí og fór fram í Hafnarfirði. Auk Reykjavíkur- félaganna tóku Hafnfirðingar, Akur- nesingar og Keflvíkingar þátt í mót- inu. Mótið var útsláttarkeppni (úr eft- ir eitt tap). 10. ágúst átti úrslita- leikurinn að fara fram milli Vals og Akurnesinga, en vegna fjarveru margra liðsmanna urðu þeir síðar- nefndu að gefa leikinn. Varð Valur því íslandsmeistari i III. flokki. IV. flokkur: í Reykjavík hafa farið fram 2 mót í þessum flokki vor- og haustmót og vann Valur þau bæði. Fagnaður fyrir Norðurl.farana. 23. sept. s. 1. hélt íþróttafélag Rvík- ur móttökufagnað fyrir ÍR-ingana, sem nýkomnir voru úr Norðurlandaförinni. Formaður ÍR Sigurpáll Jónsson, setti hófið og stýrði því, en Björn Ólafsson, fyrrv. ráðherra bauð íþróttamennina velkomna fyrir hönd félagsins. Þá flutti Ben. G. Wáge, forseti ÍSÍ ræðu og afhenti þeim íþróttamönnum, sem mest afrek unnu, Finnbirni Þor- valdssyni, Hauk Clausen og Óskari Jónssyni, silfurbikara frá Iþróttasam- bandinu, en næst tók til máls Bjarni Benediktsson, utanrikisráðherra. Þakk- aði hann íþróttamönnunum afrek þeirra og kvaðst vonast til, að með þeim hefðu þeir ekki náð neinu lokatakmarki, held- ur héldu ótrauðir áfram á sömu braut. Þá talaði Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri. — Tilkynnti hann, að bæjarráð hefði samþykkt að veita ÍR 10 þús. kr. í viðurkenningarskyni fyrir iþróttaför- ina, og var því mjög fagnað. Ennfremur töluSu þeir A. J. Bertelsen, stofnandi ÍR. Konráð Gislason, form. Frjálsíþrótta- sambands íslands, Ólafur Sigurðsson, formaður í. B. R., Sigurjón Pétursson frá Álafossi, Haraldur Jóhannessen, Þor björn Guðmundsson fararstjóri og Sig- urpáll Jónsson, sem tilkynnti að stjórn félagsins hefði ákveðið að sæma þá Hauk Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og Óskar Jónsson gullkrossi félagsins. Lárus Salómonsson las upp l'rumsamið kvæði til ÍR-inganna og loks flutti Olle Ekberg, þjálfari Ölympiunefndarinnar ræðu. Víkingar eignast félagsheimili. 27. sept. s.I. opnaði Knattspyrnufé- lagið Vikingur stórt og rúmgott fé- lagsheimili i Trípoli kamp á Gríms- staðaholti. Er þar stór funda- og sam- komusalur, setustofa, skrifstofa, eld- hús, fatageymslur, snyrtiherbergi og geymslur. Hafa Víkingar með þessu sýnt mikla framtakssemi og dugnað, sem verða mætti öðrum íþróttasam- tökum til fyrirmyndar.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.