Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Page 24

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Page 24
Unglingalandsliðið, sem tók þátt í Norðurlandamótinu. Leikurinn gegn Bússum. Leikurinn gegn Rússum fór fram tveimur dögum síðar, laugardaginn 24. júli og var háður í Halmstad. Is- lenzku piltarnir mættu vel hvíldir til leiks, staðráðnir i að gera sitt bezta, en undir niðri voru menn mjög kvíðn- ir og bjuggust við því versta, enda voru Rússar álitnir hafa bezta liðinu á að skipa. Islenzka liðið var að mestu óbreytt frá fyrri leiknum, nema hvað Ragnar lék í stað Sævars Tryggvasonar. Áhorfendapallarnir voru þéttskip- aðir, enda lék mönnum nokkur for- vitni á að sjá Rússana leika. Helli- rigning var allan tlmann meðan leikurinn stóð og virtust ísl. pilt- arnir nú betur viðbúnir blautum velli. ísl. liðið kom mjög á óvart í leikn- um og lék vel skipulagðan taktiskan leik og náði um miðjan fyrri hálf- leik forystu. En minútu síðar tókst Rússum að jafna og var það mark mjög ódýrt. Það var svo ekki fyrr en alveg undir lokin, að Rússum tókst að tryggja sér sigur, 2:1, en leikurinn hafði verið nokkuð jafn. Þrátt fyrir tap, var ekki hægt að vera annað en ánægður með úrslitin, sem voru að vissu leyti sigur fyrir okkur. Sænsku blöðin voru mjög hrifin af frammistöðu ísl. liðsins og fékk það lofsamlega dóma. Frammistöðu Ey- leifs Hafsteinssonar var sérstaklega getið, en hann var talinn hafa verið langbezti maður vallarins. Það var Fyleifur, sem skoraði eina mark Is- lands. Þess má geta til gamans, að þetta var fyrsti landsleikur okkar gegn Rússum á íþróttasviðinu. Haldið heim. Með ósigrinum gegn Rússum var þátttöku ísl. liðsins I keppninni lokið. Isl. hópurinn fylgdist með keppninni til loka og nokkur sárabót var það, að Danir töpuðu fyrir Rússum með meiri mun en ísl. liðið — eða 1:3. Ekki tókst Rússum eins vel upp I úr- slitaleiknum, sem þeir léku gegn Norðmönnum, sem sigruðu I hinum riðlinum, en Norðmenn unnu Rússa með 3:1 og urðu því sigurvegarar I þessari norrænu unglingakeppni. Þess má geta, að ísl. liðið lék einn óformlegan æfingaleik gegn Finnum og sigruðu Finnar, en þess ber að gæta, að öllum varamönnum var leyft að leika þennan leik — og fengu því allir leikmenn, sem valdir voru til fararinnar að leika I förinni. Síðasti leikur mótsins fór fram 28. júlí og eftir það héldu þátttökuliðin heim eftir skemmtilegt mót. Isl. hóp- urinn dreifðist, sumir fóru beina leið heim, en flestir fóru til Kaupmanna- hafnar og dvöldu þar I nokkra daga áður en haldið var heim. Framkoma ísl. piltanna var I hvívetna góð. Mótið fór I alla staði vel fram og var sænska knattspyrnusambandinu til mikils sóma. 24

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.