Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 28
I Sigurður Jóhannsson: JUDO 1965 Eins og öllum, sem fylgjast með íþróttum, er kunnugt, var keppt £ judo á síðustu Olympíuleikum í fyrsta skipti. Þar þótti það mestum tíðindum sæta að Japanir skyldu ekki bera algjöran sigur úr býtum, og raunverulega töldu þeir sjálfir að þeir hefðu tapað, því að þeir töpuðu keppninni I þeim flokki, sem jafnan er talinn þýðingarmestur, opni flokkurinn, en í honum er ekki tekið tillit til þyngdar keppenda. 1 þessum flokki sigraði Hollendingurinn A. Geesink, sem varð heimsmeistari í judo 1961. Þetta var því í annað sinn, sem hann sigraði Japana í judo. Það var því ekki laust við að nokkur eftirvænting ríkti fyrir4. heimsmeist- aramótið, sem haldið var í Hio de Janeiro s. 1. vor. En Geesink tilkynnti þátttöku sína í því, bæði í þungavigt og opna flokknum. Það fór ekki leynt, að Japanir hugðu á hefndir fyr- ir tvo ósigra og æfðu af miklu kappi. Sendu þeir fram tvo snillinga í hvorn flokk, og hafði Geesink aldrei mætt þeim fyrr. Aðrir, sem gat hugsast að yrðu honum erfiðir voru Kanada- maðurinn Rogers og Rússinn Kiknadse. Allir eru þessir menn yfir 100 kg á þyngd, og Geesink vóg sjálf- ur 135 kg. er hann fór £ þessa keppni. Keppnin fór þó svo, að hvorki sen og Garðar Alfonsson T.B.R. með 15:10, 15:4. Fyrsti flokkur: 1 einliðaleik karla sigraði Bjöm Helgason Vestra Gunnar Felixson KR 15:12, 15:4. 1 tv£liðaleik karla sigruðu Trausti Eyjólfsson og Halldór Þórðarson KR. Hilmar Steingr£msson og Gunnar Felixson KR með 15:9, 15:6. í einliðaleik kvenna sigraði Jóna Sigurðardóttir KR Ernu Friðriksdótt- ur KR með 5:11, 11:6, 11:8. 1 tv£liðaleik kvenna sigruðu Erla Friðriksdóttir og Jóna Sigurðardótt- ir KR Guðbjörgu Ingólfsdóttur og Álfheiði Einarsdóttur T.B.R. með 15:6, 15:7. Kanadamaðurinn né Rússinn urðu honum erfiðir, og annan Japanann Sakaguchi vann hann á 6 mínútum. En keppnin við hinn, Matsunaga, stóð yfir £ 15 m£nútur og var mjög hörð, var það með naumindum að Geesink vann og sýndu báðir frábæra leikni og kepnpishörku. Eftir þessa keppni lýsti Geesink þv£ yfir, að hann hætti við þátttöku i opna flokknum, hann taldi að það væri of mikið fyrir sig að haida áfram. Hann er þvl heims- meistari £ þungavigt, en það er £ þriðja sinn, sem hann vinnur heims- meistaratitil í judo. 1 opna flokknum urðu nr. 1 og 2 Japanirnir Inokuma og Kato. Þar bar það helzt til tlðinda, að Hollendingur Peter Snyjders að nafni, felldi bæði Kato og Rússann Kiknadze, sem einnig keppti £ þessum flokki, en Snyjders er I millivigt og var t. d. Rússinn 3 kg. þyngri. Snyjders varð 3. ásamt Rússanum. Olympiumeistarinn Okano sigraði £ millivigt nr. 2 Yamanaka, báðir frá Japan. 1 léttvigt sigraði Matsuda og nr. 2 var Minatoya, einnig báðir frá Japan. Óhætt er að segja, að Japanir séu enn i sérflokki I judo, en fast er sótt á, einkum eru Rússar harðsnún- ir. Þetta síðasta heimsmeistaramót sóttu keppendur frá 41 landi og sýnir I tvenndarkeppni sigruðu Erla Guðmundsdóttir og Matth£as Guð- mundsson T.B.R. Jónu Sigurðardótt- ur og Guðmund Jónsson KR 15:13, 15:13. Unglingaflokkur. 1 einliðaleik sigraði Haraldur Jón Kornellusson T.B.R. Axel Jóhanns- son T.B.R. með 11:5, 11:7. 1 tvlliðaleik sigruðu Haraldur Jón Kornellusson og Axel Jóhannsson T.B.R. Finnbjörn Finnbjörnsson og Snorra Ásgeirsson T.B.R. 15:7, 15:6. Ekki er kunnugt að opinber keppni eða mót í badminton hafi verið haldin annars staðar en £ Reykjavlk á árinu 1965. það nokkuð útbreiðslu og vinsældir judo. Á Norðurlöndum fer áhugi fyrir judo ört vaxandi og hefur t. d. verið haldið eitt Norðurlandameistaramót. Judomenn hér fengu ISl til að grenslast eftir hvort þeir ættu kost á að vera með, en af einhverju ástæð- um fékkst aldrei svar að utan. Síðastliðið haust var stofnað hér á landi fyrsta sjálfstæða judofélagið. Nefndist það Judokwai og voru stofn- endur 17. Þetta félag starfar I sam- ræmi við önnur judofélög og er við- urkennt af brezka judo sambandinu. Félagar Judokwai eru nú orðnir á annað hundrað og er mikill áhugi fyrir að efla það sem mest. Það stendur nú á þvl að leysa húsnæðis- mál sln og horfir vel £ þv£. En nauð- synlegt er að geta boðið upp á góð æfingaskilyrði fyrir unga sem gamla, þvl judo er fyrir alla. Þá kom einnig út á s. 1. ári mjög góð bók um judo, sem heitir Judobókin og fæst hún nú £ öllum bókabúðum. Er það £ fyrsta sinn, sem út kemur bók á Islenzku um judo. Þá er eftir að segja þau tíðindi, sem fyrir stuttu hefðu verið talin óhugsandi meðal £s- lenzkra judomanna, en það er að von er á Japananum Kisaburo Watanabe til þess að kenna hér stuttan tíma f vetur. K. Watanabe er einhver fræg- asti snillingur £ judo á slðari árum og hefur m. a. verið Tokyomeistari og Asfumeistari. Það er áreiðanlegt, að þeir, sem séð hafa Watanabe „að verki“ gleyma þvl ekki strax. Einnig eigum við von á Alex Fraser, sem er mörgum judomönnum hér að góðu kunnur, mun hann kenna hér um tima. Það er hægt að segja að lok- um, að judo sé ört vaxandi Iþrótt hér á landi og ástæða til að vænta þess að við eignumst innan skamms keppnismenn á alþjóðamælikvarða (það má geta þess, að nýlega hefur ísl. judomaður, sem stundar háskóla- nám í Englandi, verið valinn I keppnislið skólans). En þó að við vonumst til að eignast góða keppnis- menn, megum við ekki gleyma því að keppni I judo er ekki aðalatriði, eða takmark, heldur liður I þjálfuninni. Judo er heilsuræktar Iþrótt fyrir alla og eru einkunnar orð þess: „Sameig- inleg velferð og gagnkvæmur ávinn- ingur." 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.