Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 42

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 42
og áður segir um miðjan júlí. Síðar á sumrinu voru þar 6 brautir sem enn hafa ekki verið teknar í notkun, slegnar og holum komið fyrir til bráðabirgða þannig að unnt var að leika 18 holur. Er þess að vænta að ekki líði nú langur tími þar til unnt verður að fullgera allar brautir vall- arins. Er enda ekki vanþörf á því, þar sem félagatala Golfklúbbsins hef- ur aukizt allverulega á árinu. Reykjavíkurmeistari 1965 varð: Jóhann Eyjólfsson. Golfklúbbur Suðurnesja hélt uppi öflugri starfsemi. Er greinilegt að golfíþróttin hefur þegar fest rætur allvel á Suðurnesjum. Klúbburinn er nú næst stærsti klúbburinn á land- inu og telur nokkuð á annað hundr- að félaga. Unnið var áfram að byggingu Golfskála á velli félagsins í Leiru og brautir vallarins voru lengdar nokk- uð á árinu. Þá hafa nokkrir félagar í klúbbnum fest kaup á landi við völlinn og er nú unnið að stækkun Vallarins og breytingum á honum. Er gleðilegt að sjá hversu mikill á- hugi er meðal félaga í klúbbnum fyrir vexti og viðgangi golfíþróttar- innar á Suðurnesjum. Á golfmeistaramóti Suðurnesja 1965 var sigurvegari Þorbjörn Kjær- boe. Golfklúbbur Vestmannaeyja starf- aði af miklum eldmóði á síðastliðnu ári eins og endranær. Félögum þar hefur farið nokkuð fjölgandi en þó ekki eins mikið og á öðrum stöðum á landinu, en þátttaka klúbbfélag- anna í golfiðkunum var nú með mesta móti. Klúbburinn efndi til leiðbeininga fyrir byrjendur og var aðsókn sæmileg. Kappleikir á vegum klúbbsins voru með mesta móti og var þátttaka í kappleikunum mikil allt sumarið. Á Golfmeistaramóti Vestmannaeyja 1965 varð Sveinn Ár- sælsson sigurvegari í tólfta sinn. Eins og áður segir voru á síðast- liðnu ári stofnaðir tveir nýir golf- klúbbar, annar á Akranesi en hinn í Neskaupstað. Félagar eru um 20 i hvorum klúbbi og eru þegar hafnar hjá þeim golfiðkanir enda hafa þeir báðir fengið nokkra aðstöðu úr lönd- um rétt við bæinn. Áhugi þeirra sem byrjað hafa að leika golfíþróttina á þessum stöðum er geysimikill og þá sérstaklega í Neskaupstað, en þar var þegar á hinu fyrsta ári efnt til kappleika með góðri þátttöku. Stjórn Golfsambandsins ákvað á síðastl. ári að vinna að undirbúningi þátttöku í alþjóðlegu áhugamanna- móti, sem háð verður í Mexico 1966 um haustið. Sá undirbúningur er þegar hafinn. Haft hefur verið sam- band við Golfsambönd Norðurland- anna og fyrir frumkvæði þeirra er nú verið að vinna að athugun á því, að öll þátttökuríki Evrópu taki sam- eiginlega á leigu flugvél til fararinn- ar en með því móti á að vera unnt að komast að mun betri kjörum um flutning til mótsins, og þar með að draga úr útgjöldum vegna þátttök- unnar. Þá hefur stjórnin og gert áætlanir um fjáröflun vegna farar- innar og ennfremur gert drög að reglum um það með hverjum hætti velja skuli þátttakendur til fararinn- ar. Heitir stjórn G.S.l. á alla golfiðk- endur og golfunnendur að veita henni allan þann stuðning sem unnt er, til þess að för þessi megi verða hin sæmilegasta. Að lokum vill stjóm G.S.l. þakka stjórnum golfklúbb- anna og golfiðkendum almennt ánægjulega samvinnu á síðastliðnu ári. Þorvaldur Ásgeirsson við golfkennslu. 42

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.