Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 62

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 62
Skýrsla um tekin knattþrautarstig 196Jt—1965: Félag eða skóli: Gull Silfur Bronz Járn Barnaskólinn í Stykkishólmi 2 ( 1) 7 Miðskólinn í Stykkishólmi 28 (17) 27 UMF Snæfell 7 9 Héraðsskólinn Núpi 32 (32) 99 (99) 124 UMFM 1 ( 1) 4 Héraðsbandalag V.-lsafj.sýslu 15 Tölur gefnar í sviga er fjöldi þeirra er áður hafa lokið lægra stigi. Upplag knattþrautarbæklinga þraut s.l. vor og annaðist nefndin endurskoðun og breytingar frá fyrri skilyrðum fyrir töku ýmissa þrauta. Einnig sá nefndin um breytingar á skýrslum vegna tæknimerkja, þar eð hinar fyrri voru á margan hátt óhentugar, en auk þess var upplag þeirra á brotum. 3. Þjálfunarnámskeið — Kennsla í körfuknattleik: Þorkell Steinar Ellertsson veitti forstöðu þjálfunarnámskeiði á Akur- eyri dagana 1. og 2. maí. Flutti hann fyrirlestra og sýndi kennsiukvik- 32 (32) 137 (118) 186 myndir, ásamt verklegri kennslu. Að- sókn var mjög góð og þótti nám- skeiðið vel heppnað í alla staði. 1 ráði var að efna til þjálfunar- námskeiðs á Selfossi s. 1. sumar, en horfið var frá því, með tilliti til þess, að mun betri aðsóknar væri að vænta með haustinu. Sigurður P. Gíslason, íþróttakenn- ari, fór á vegum K.K.l. til Isafjarðar og dvaldi þar dagana 9.—14. sept. Kenndi Sigurður þar þrjár klst. dag hvern í sex daga og einnig sýndi hann kennslukvikmyndir í körfu- knattleik. Æfingar voru mjög vel sóttar og mikill áhugi ríkjandi. Bogi Þorsteinsson var viðstaddur íþróttamót að Núpi í boði Sigurðar Guðmundssonar íþróttakennara. Flutti Bogi þar erindi um uppruna og sögu körfuknattleiksíþróttarinnar og sýndi kennslukvikmyndir. Hann var einnig viðstaddur úrslitaieikinn I meistarakeppninni á Vestfjörðum og kveður Bogi áhuga á körfuknatt- leika vera þar með eindæmum mik- inn þrátt fyrir slæmar aðstæður. Stjórn K.K.I., í samráði við dóm- arafélagið í körfuknattleik (KKDl) sá um framkvæmd keppni í körfu- knattleik á landsmóti ungmennafé- laga á Laugarvatni s. 1. sumar. Lagði stjórnin þar til dómara, ritara og tímaverði. Keppnin fór mjög vel fram og vakti mikla athygli. Enda var samþykkt á Sambandsþingi UMFl að körfuknattleikur verði framvegis keppnisgrein á Landsmóti UMFl. 4. Gengið var endanlega frá samn- ingi milli I.K.I. og K.K.l um þjálf- aranámskeið og fer samningurinn hér á eftir: Reglugerð um þjálfaranámskeið I.K.l. og K.K.l. og samningur milli l.K.l. og K.K.I. um rekstur slíkra námskeiða. I. KAFLI: 1. grein. Námskeiðin eru I þrem stigum. 2. grein. A Námskeið I. stigs. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Meðmæli frá félagi þeirra fylgi umsókn. Kennt skal samkvæmt námsskrá. Kennslustundir samtals 25. B Námskeið II. stigs. Umsækjendur skulu hafa tekið þátt í námskeiði I. stigs og lokið því. Kennt skal samkvæmt námsskrá. Kennslustundir samtals 35. Nám- skeiðinu lýkur með prófi. C Námskeið III. stigs. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi II. stigs og staðizt það. Með- mæli frá félagi þeirra fylgi umsókn. Ennfremur leggist fram vottorð þess efnis, að umsækjandi hafi starfað, milli námskeiða, sem þjálfari 1 körfu- knattleik. Kennt skal samkvæmt námsskrá. Kennslustundir samtals 40. Námskeiðinu lýkur með prófi. Bogi Þorsteinsson afhendir Einari Bollasyni, fyrirliða KR, Islandsbikarinn. 62

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.